Fleiri fréttir

Vandi heimilislausra ræddur á Alþingi í dag

Um fimmtíu manns eru heimilislausir á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem félagsmálráðherra kynnti á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir lausn vera í sjónmáli fyrir um tuttugu hinna heimilislausu, og að unnið sé að lausn alls vandans.

Sjávarsíki í miðbæ Akureyrar

Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að laða fólk og fyrirtæki í hjarta bæjarins. Miðbærinn mun fá evrópskt yfirbragð en mesta breytingin er fólgin í sjávarsíki sem liggja mun frá Akureyrarpolli í miðbæinn.

Orkuveita Reykjavíkur fær vottun umhverfisstjórnunarkerfis

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, afhenti fulltrúum Orkuveitunnar í gær viðurkenningarskjal um vottun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14001 hjá fyrirtækinu, en það er fyrsta orkufyrirtækið hérlendis sem starfar samkvæmt þessu umhverfisstjórnunarkerfi. Orkuveita Reykjavíkur hefur það að markmiði sínu að nýting auðlinda sé eins nærri því að vera sjálfbær og kostur er og gefur árlega út umhverfisskýrslu með lykiltölum um atriði sem tengjast umhverfismálum.

Alvöru fréttaskýringaþáttur

Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum.

Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda

Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar.

Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað

Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir.

Kvenfélög selja handsaumaðar dúkkur

Kvenfélög um land allt hafa handsaumað átta hundruð dúkkur sem gleðja eiga börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá sem er eitt fátækasta ríki á jörðu. Dúkkurnar eiga ekki bara að gleðja börn þessa fátæka lands heldur einnig hjálpa þeim að brjótast til mennta.

Stærsta orðabók Íslandssögunnar komin út

Stóra orðabókin, tímamótaverk í útgáfu orðabóka, hefur litið dagsins ljós. Bókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti og gefur jafnframt skýra mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi.

Brotist inn í grunnskóla og leikskóla

Brotist var inn í grunnskóla og leikskóla á Kjalarnesi síðustu nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í Klébergsskóla. Hann hafði kastað stórum steini í gegnum rúðu til að komast inn og fært muni úr skólanum í bíl sinn. Lagt var hald á bílinn og þýfi.

Aðeins helmingur þingmanna mætti til Eyja

Ekki voru nema fimmtíu prósent heimtur í heimsókn Suðurkjördæmisþingmanna til Vestmannaeyja því aðeins fimm þingmenn mættu, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Þeir sem komu eru Kjartan Ólafsson, Hjálmar Árnason, Magnús Þór Hafsteinsson, Lúðvík Bergvinsson og Guðjón Hjörleifsson.

Nýr samningur um sjúkraflug á Akureyri

Á morgun mun Jón Kristjánsson ráðherra undirrita samning um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri milli Slökkviliðs Akureyrar og Heilbrigðisráðuneytisins. Í samningnum er gert ráð fyrir aukinni þjónustu vegna sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri þ.e tveir mannaðir sjúkrabílar allan sólarhringinn.

Langbesta afkoma FL-Group til þessa

Hagnaður FL Group fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmir 8 milljarðar króna, samanborið við 3,4 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæpir 6,6 milljarðar króna, samanborið við 2,8 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Afkoman er í samræmi við tilkynningu félagsins frá 23. október síðastliðnum.

Mannréttindaskrifstofa vill rannsókn á fangaflugi

Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að flugvélar sem notaðar eru til leynilegra fangaflutninga hafi farið um íslenska lofthelgi og haft Ísland sem viðkomustað á leið sinni til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hið algera bann við pyndingum og illri meðferð í þjóðarétti felur einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta er á að hann verði pyndaður eða látinn sæta grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð.

Alfreð hættur í stjórnmálum

Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í áratugi og núverandi formaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum næsta vor. Það verða því leiðtogaskipti hjá flokknum í borginni í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.

Segja mismunun felast í eingreiðslu

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Þetta kemur fram í ályktun sem Samiðn hefur sent frá sér. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í eingreiðslunni felist vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar.

Stöðvarstjóri ráðinn fyrir Kárahnjúkavirkjun

Georg Þór Pálsson rafmagnstæknifræðingur hefur verið ráðinn stöðvarstjóri Kárahnjúkavirkjunar. Hann vinnur nú sem aðstoðarstöðvarstjóri á Þjórsársvæði en hefur starfað hjá Landsvirkjun undanfarin fjögur ár. Gert er ráð fyrir að Georg hefji störf fyrir austan í lok ágústmánaðar á næsta ári.

Utanríkisráðuneytið neitar styrk

Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem neitað var um styrk frá utanríkisráðuneytinu þar sem veita átti fé til mannréttindamála á alþjóðavettvangi, er enn neitað um fjárframlög. Ýmis innlend verkefni hafa þó hlotið náð fyrir augum ráðuneytisins. Ráðuneytið hyggst ekki styrkja skrifstofuna á þessu ári þó enn virðist vera til fjármagn.

Félagsmenn ánægðir með starfsemi SÍB

Viðhorfskönnun SÍB, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, sýnir að lang flestir félagsmenn eru ánægðir með starfsemi samtakanna, starfsumhverfi félagsmanna er gott, en vinnuálag er mikið. Félagsmenn telja sig einnig þurfa meiri tíma til að uppfæra menntun sína. Bæði bankarnir og sambandið standa sig vel í að kynna námsframboð en starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa minni tækifæri en æskilegt er til að auka persónulega hæfni sína. Starfsmenn eru almennt ánægðir með yfirmenn og samband sitt við samstarfsmenn

Fræðimenn heiðraðir

Tveir íslenskir fræðimenn, Jónas Kristjánsson og Svavar Sigmundsson, voru nýlega heiðraðir með veglegum verðlaunum frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum. Jónas hlaut verðlaun úr sjóði sem kenndur er við Nils Ahnlund, Svavar úr sjóði Torsten Janckes. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á árshátíð akademíunnar í hinni fornu konungshöll í Uppsölum 6. nóvember s.l. Á myndinni sem fylgir hér með sjást fræðimennirnir, Svavar og Jónas, að athöfn lokinni.

Heilbrigðisráðherra skipar framkvæmdanefnd

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu nýs Landspítala sem á að hafa yfirumsjón með undirbúningi framkvæmda og mannvirkjagerð á lóð spítalans. Þetta var ákveðið eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að 18 milljörðum af söluandvirði Símans yrði varið til byggingar nýs spítala.

ÖBÍ fagnar samþykkt ríkisstjórnar um eingreiðslu

Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á atvinnuleysisskrá fái eingreiðslu í samræmi við það sem um var samið á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Raforkurverð breytist líklega lítið

Raforkuverð mun líklega breytast lítið þegar ný raforkulög taka gildi um áramótin. Söluhluti raforkunnar er aðeins fimm til átta prósent af verðinu, að sögn talsmanns Orkuveitu Reykjavíkur.

Ísland verði alþjóðleg fjármálamiðstöð

Nefnd á vegum forsætisráðuneytis verður skipuð á næstunni til að gera tillögur um hvernig megi gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta í viðtali á NFS í dag og sagði að Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka yrði formaður nefndarinnar.

Óbreytt í sex ár

Sjómenn hafa haft óbreytt laun í sex ár að mati formanns Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ungir sjómenn segja þjóðfélagið misskilja meint ofurlaun sjómanna og hvetja stéttarfélög sín til að leita leiða til úrbóta.

Breytingartillaga væntanleg

Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði skorar á alþingismenn að breyta lögum svo söfnuðir geti gefið samkynhneigða saman í hjónaband. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður ætlar að leggja fram breytingartillögu á Alþingi í þessa átt, þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um aukin rétt samkynhneigðra verður lagt fram á þinginu.

Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið

Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar.

Flughált á Hrafnseyrarheiði og Klettshálsi

Flughált er á Hrafnseyrarheiði og Klettshálsi. Hálkublettir eru á Vesturlandi og Vestfjörðum en háka á fjallvegum. Hálka og hálkublettir eru á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. Hálkublettir eru frá Breiðdalsvík að Kvískerjum. Greiðfært er um Suðurland.

Eingreiðsla einnig til öryrkja og ellilífeyrisþega

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og aðilar á atvinnuleysisskrá muni fá eingreiðslu þá sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um sín í milli fyrr í vikunni. Eingreiðslan reiknast sem álag á tekjutryggingu. Miðað er við að greiðslan komi til útborgunar 1. desember næst komandi.

Fá ekki vegabréfalista

Úrskurðarnefnd Upplýsingamála hefur hafnað beiðni DV um að láta blaðinu í té upplýsingar um hverjir séu handhafar svokallaðra diplómatavegabréfa. Fulltrúar Utanríkisráðuneytisins höfðu áður vísað málinu til úrskurðarnefndar eftir að DV gerði kröfu um að fá upplýsingarnar fyrir um tveimur mánuðum.

Deildar meiningar um samninga

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eru mragir hverjir ósáttir við samninga sem forystumenn sambandsins lögðu blessun sína yfir og voru undirritaðir á þriðjudag. Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir það með ólíkindum að forystumenn í stéttarfélögum skuli hafa samþykkt þá.

370 milljóna viðsnúningur hjá Reykjanesbæ

Hagnaður Reykjanesbæjar á þessu ári verður um hundrað og sextíu milljónir króna, samkvæmt nýendurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarins. Það er viðsnúningur upp á þrjú hundruð og sjötíu milljónir króna frá síðasta ári þegar tap bæjarins var rúmar tvö hundrað milljónir.

Lögregla yfirbugaði mann með hníf

Snarráðir lögreglumenn yfurbuguðu vopnaðann mann í annarlegu ástandi í nótt og afvopnuðu hann. Þeir höfðu verið kallaðir að húsi í austurborginni vegna hávaða úr hljómtækjum eins íbúans.

Kirkjan hefur ekki gert upp hug sinn

Biskup Íslands segir þjóðkirkjuna ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort hún vilji gefa saman samkynhneigð pör. En séra Bjarni Karlsson segist ekki þurfa annað en leyfi Alþingis, kirkjan sé ekki her sem bíði eftir skipunum herforingja.

Slasaðist á höfði í bílveltu

Karlmaður fékk höfuðáverka þegar vikurflutningabíll sem hann var á valt við Þorlákshöfn um klukkan fimm í dag. Hann er nú til eftirlits á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi en mun spjara sig vel að sögn læknis á vakt.

Íbúðalánin dýrari en í nágrannalöndunum

Íbúðalán eru töluvert dýrari hér en í nágrannalöndunum. Lítið myntsvæði, háir stýrivextir og meiri verðbólga skýrir þetta að mestu, - sem og skortur á samkeppni.

Fjórar vélar Devon hingað

CIA-vélin, Casa 235 vél í eigu Devon Holding and Leasing, er ein fjögurra véla þess fyrirtækis sem lent hafa hér á landi í það minnsta níu sinnum.

Fyrsta skip af fjórum afhent

Svartfoss er nýjasta kaupskip íslenska flotans. Skipið er afar sérhæft og fyrsta nýsmíðin af þessu tagi í heiminum í tæpa tvo áratugi.

Ekki allir ASÍ félagar fá eingreiðslu í desember

Þeir ASÍ félagar sem skipt hafa um vinnu á árinu fá aðeins hluta af tuttugu og sex þúsund króna eingreiðslu sem kveður á um í samkomulagi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur ASÍ segir að í samkomulaginu felist hlutir sem til framtíðar séð geti gefið félagsmönnum mikið.

Hafna ásökunum um pyntingar

Írösk stjórnvöld hafna því að víðtækar pyntingar á föngum viðgangist í Írak. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa framið stríðsglæpi með því að varpa hvítum fosfór í átökum um íröksku borgina Fallujah í fyrra.

Þrjú ár fyrir nauðgun

Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir að nauðga fyrrum sambýliskonu sinni á heimili hennar auk umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Rúmlega fimmtán þúsund sóttu Októberbíófest

Októberbíófest lauk formlega í gær. Hátíðin stóð yfir frá 26. október í Háskólabíói og Regnboga og hlaut hún frábærar viðtökur hjá áhorfendum, erlendum gestum og gagnrýnendum. Alls sóttu 15.500 manns hátíðina sem gerir hana að annarri aðsóknarhæstu hátið þessa árs.

Góð rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun, fimmtudaginn 17. nóvember, var lagt fram 9 mánaða uppgjör Hafnarfjarðarbæjar. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins.

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um morð í Grikklandi.

Sjá næstu 50 fréttir