Innlent

Fræðimenn heiðraðir

Tveir íslenskir fræðimenn, Jónas Kristjánsson og Svavar Sigmundsson, voru nýlega heiðraðir með veglegum verðlaunum frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum. Jónas hlaut verðlaun úr sjóði sem kenndur er við Nils Ahnlund, Svavar úr sjóði Torsten Janckes. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á árshátíð akademíunnar í hinni fornu konungshöll í Uppsölum 6. nóvember s.l. Á myndinni sem fylgir hér með sjást fræðimennirnir, Svavar og Jónas, að athöfn lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×