Innlent

Aðeins helmingur þingmanna mætti til Eyja

MYND/Fréttablaðið

Ekki voru nema fimmtíu prósent heimtur í heimsókn Suðurkjördæmisþingmanna til Vestmannaeyja að því aðeins fimm þingmenn mættu, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Þeir sem komu eru Kjartan Ólafsson, Hjálmar Árnason, Magnús Þór Hafsteinsson, Lúðvík Bergvinsson og Guðjón Hjörleifsson.

Þingmennirnir heimsóttu Sjúkrahúsið, Hraunbúðir, Verndaðan vinnustað, Godthaab í Nöf, Háskólasetrið, funda með aðilum í sjávarútvegi og bæjarfulltrúum og kynna sér Pompei norðursins. Ekki var flogið frá Vestmannaeyjum svo að þingmennirnar urðu að sigla með Herjólfi síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×