Innlent

Góð rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar

MYND/Stefán Karlsson

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun, fimmtudaginn 17. nóvember, var lagt fram 9 mánaða uppgjör Hafnarfjarðarbæjar. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins.

Rekstrarafkoma á fyrstu níu mánuðum ársins er jákvæð um 683 milljónir króna sem er umtalsvert betri árangur en áætlanir gera ráð fyrir. Bætt afkoma ásamt auknum fjármunum af þeirri umfangsmiklu uppbyggingu sem á sér stað í Hafnarfirði og endurskipulagning langtímalána hefur skapað svigrúm til verulegrar niðurgreiðslu þeirra, en þau hafa lækkað um 1,5 milljarð á árinu.

Afkomutölur síðustu 9 mánaða fylgja eftir góðum árangri á síðasta ári. Gera má ráð fyrir að rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar verði jákvæð um rúmlega 1.000 milljónir króna á árinu. Það væri í annað sinn í sögu sveitarfélagsins sem jákvæð rekstrarniðurstaða færi yfir einn milljarð króna en reksturinn skilaði 1.239 milljónum króna á síðastliðnu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×