Innlent

Breytingartillaga væntanleg

Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði skorar á alþingismenn að breyta lögum svo söfnuðir geti gefið samkynhneigða saman í hjónaband. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður ætlar að leggja fram breytingartillögu á Alþingi í þessa átt, þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um aukin rétt samkynhneigðra verður lagt fram á þinginu.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir að strax í upphafi goðatíðar sinnar hafi hann farið að forvitnast um hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að gefa saman samkynhneigða. Það hafi komið honum á óvart að landslög bönnuðu forstöðumönnum allra safnaða að gefa saman fólk af sama kyni. Allsherjargoðinn skorar á alþingismenn að breyta hjúskaparlögum þannig að söfnuðirnir sjálfir geti ráðið því en ekki þjóðkirkjan.

Hilmar segir vandræðagang Þjóðkirkjunnar ekki eiga að stýra því hvort landslög heimili slíkt.

Og ef marka má vilja Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingkonu Samfylkingar, þá fær þingheimur slíkt tækifæri um leið og stjórnarfrumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra verður lagt fram á allra næstu dögum. Guðrún hyggst leggja þar fram breytingartillögu sem gera mun söfnðum kleift að gefa saman samkynhneigða - breyta hjúskaparlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×