Innlent

Félagsmenn ánægðir með starfsemi SÍB

Viðhorfskönnun SÍB, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, sýnir að lang flestir félagsmenn eru ánægðir með starfsemi samtakanna , starfsumhverfi félagsmanna er gott, en vinnuálag er mikið. Félagsmenn telja sig einnig þurfa meiri tíma til að uppfæra menntun sína. Bæði bankarnir og sambandið standa sig vel í að kynna námsframboð en starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa minni tækifæri en æskilegt er til að auka persónulega hæfni sína. Starfsmenn eru almennt ánægðir með yfirmenn og samband sitt við samstarfsmenn

Í heild er viðhorf til vinnustaðarins og yfirmanna mjög jákvætt en 72% eru ánægð með starfsaðstöðu sína og 78% segjast hafa stuðning yfirmanns síns. Af þessum fyrstu niðurstöðum má m.a. draga þær ályktanir að lang flestir félagsmenn eru ánægðir með starfsemi sambandsins, Starfsumhverfi félagsmanna er gott, en vinnuálag er mikið. Bæði bankarnir og sambandið standa sig vel í að kynna námsframboð en starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa minni tækifæri en æskilegt er til að auka persónulega hæfni sína.Starfsmenn eru almennt ánægðir með yfirmenn og samband sitt við samstarfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×