Innlent

370 milljóna viðsnúningur hjá Reykjanesbæ

MYND/Vísir
Hagnaður Reykjanesbæjar á þessu ári verður um hundrað og sextíu milljónir króna, samkvæmt nýendurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarins. Það er viðsnúningur upp á þrjú hundruð og sjötíu milljónir króna frá síðasta ári þegar tap bæjarins var rúmar tvö hundrað milljónir. Þá gerir fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir næsta ár ráð fyrir hundrað fimmtíu og fimm milljón króna rekstrarafgangi, en áætlunin var kynnt í bæjarráði í fyrradag. Víkurfréttir greina frá því að vegna jákvæðrar rekstrarniðurstöðu þessa og næsta árs telja bæjaryfirvöld svigrúm til skattalækkana og aukinnar þjónustu við barnafólk í Reykjanesbæ.
 
 
Hagnaður Reykjanesbæjar á þessu ári verður um hundrað og sextíu milljónir króna, samkvæmt nýendurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarins. Það er viðsnúningur upp á þrjú hundruð og sjötíu milljónir króna frá síðasta ári þegar tap bæjarins var rúmar tvö hundrað milljónir. Þá gerir fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir næsta ár ráð fyrir hundrað fimmtíu og fimm milljón króna rekstrarafgangi, en áætlunin var kynnt í bæjarráði í fyrradag. Víkurfréttir greina frá því að vegna jákvæðrar rekstrarniðurstöðu þessa og næsta árs telja bæjaryfirvöld svigrúm til skattalækkana og aukinnar þjónustu við barnafólk í Reykjanesbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×