Fleiri fréttir

Nældu krónu konunnar í forsætisráðherra

Ungir femínstar nældu krónu konunnar í barm Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum í dag. Þær vildu með því vegja athygli á launamun kynjanna. Króna konunnar er nákvæm eftirlíking af íslensku krónunni hönnuð sem barmnæla úr áli þar sem búið er að taka þrjátíu og fimm prósent af krónunni.

Hátíð í Grímsey

Grímseyingar halda ærlega hátíð í dag í tilefni fæðingardags Daniels Willards Fiske. Hátíðarhöldin eru árlegur viðburður en Fiske var bandarískur auðjöfur sem tók ástfóstri við eyjuna á öndverðri nítjándu öld og gaf eyjamönnum háa peningaupphæð.

Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum.

Yfirheyra fjölda grunaðra manna

Jórdanskir lögreglumenn hafa yfirheyrt fjölda Araba, þeirra á meðal nokkra Íraka, vegna hryðjuverkanna í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í fyrrakvöld. Íslendingur var væntanlegur á eitt hótelanna sem árás var gerð á skömmu eftir sprengingarnar.

Kaupmáttur fólks í byggingarstarfsemi og verslun eykst

Laun í iðnaði, byggingarstarfssemi, mannvirkjagerð, verslun og viðgerðarþjónustu hækkuðu að meðaltali um 5,4 prósent frá þriðja ársfjórðungi í fyrra, til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 4 prósent. Samkvæmt því jókst kaupmáttur launa á tímabilinu að meðaltali um 1,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Fundað um Skuggabörn hjá sýslumanni

Fundur stendur nú yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvölluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að tökum lauk. Að óbreyttu átti að forsýna myndina í kvöld og sýna hana svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag.

Yfirvöld lofa bót og betrun í málefnum innflytjenda

Lögreglan í París býr sig nú undir helgina en talið er að framvinda óeirðanna næstu tvo sólarhringa muni gefa vísbendingu um þróun mála. Yfirvöld í Frakklandi lofa bót og betrun í málefnum ungra innflytjenda og vonast þannig til að lægja óánægjuölduna.

Krónan styrkist aftur vegna skuldabréfaútgáfu

Krónan styrktist á ný í gær,eftir að hafa lækkað nokkra daga í röð. Ástæðan er sú að þýski ríkisbankinn gaf út skuldabréf í íslenskum krónum upp á þrjá milljarða króna, en hlé hefur verið á slíkri útgáfu frá upphafi mánaðarins. Þessi útgáfa, sem hófst fyrir nokkrum vikum, er komin upp í 114 milljarða króna. Hækkunin á krónunni í gær nam 0,5 prósentum.

Seinkun á flugi Iceland Express vegna bilunar

Flugvél Iceland Express sem fljúga átti til Kaupmannahafnar klukkan hálfátta var kyrrsett vegna bilunar í bremsukerfi vélarinnar. Áætluð brottför er hálffjögur.

Fundu 200 g af fíkniefnum við húsleit í Kópavogi

Kópavogslögreglan lagði hald í tæp tvö hundruð grömm af fíkniefnum við húsleit í íbúð í Lindarhverfi í gærkvöldi. Sex manneskjur, sem voru í íbúðinni voru handteknar og færðar til yfirheyrslu. Fjórum var fljótlega sleppt, en í nótt játuðu tveir að hafa átt efnin og að hafa ætlað þau til sölu.

Ekið á hreindýr við Skriðuklaustur

Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í gær. Hreindýrið drapst við áreksturinn en fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur. Atvikið átti sér stað seinni partinn í gær en dýrið hljóp skyndilega út á veginn og gat ökumaður engu bjargað og ók á dýrið.

Tekur fyrir lögbann á sýningu myndar

Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur í dag fyrir kröfu um bann á sýningu heimildarmyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvöllluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að töku myndarinnar lauk. Að óbreyttu átti að forsýna hana í kvöld og svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag.

Hafna beiðnum bænda

Stjórn Landssambands kúabænda hyggst ekki bregðast við beiðnum kúabænda í Borgarfirði og Eyjafirði um að hefja undirbúning að innflutningi erfðaefnis til að erfðabæta íslensku kúna.

Ekki ákært í 309 kærðum nauðgunum

370 nauðganir voru kærðar til lögreglu á árunum 1995 til 2004. Ákært var í 61 máli en 309 kærur leiddu ekki til ákæru fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns.

Laugavegurinn opnaður í dag

Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs verður opnaður fyrir bílaumferð klukkan fjögur í dag, og verður það í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem almenningur getur keyrt þar um.

Betri laun í öðrum störfum

Um 400 einstaklingar með leikskólakennaramenntun kjósa að vinna störf utan leikskólanna. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um manneklu á leikskólum.

Leigubílstjóri handtekinn

Í fyrradag gerði kona tilraun til þess að ræna peningum af leigubílstjóra sem hún var farþegi hjá. Konan var vopnuð skammbyssu sem reyndist vera loftknúin en hættuleg engu að síður. Engin nýlunda er að leigubílstjórar verði fyrir ofbeldi í starfi sínu. Þeir eru síður en svo eina starfsstéttin sem á á hættu að verða fyrir ofbeldi en nálægðin við viðskiptavinina og vinnutíminn auka vissulega á hættuna.

Framsóknarflokkur í þéttbýlisvanda

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verður settur í Kópavogi síðdegis í dag. Fulltrúar eru varla ánægðir með lítið fylgi flokksins í þéttbýli og trúlega ræða einhverjir við formann flokksins um erfiða stöðu sjávarútvegsfyrirtækja.

Hagræðing við Háskólann á Akureyri

Háskóladeildum við Háskólann á Akureyri mun fækka úr fjórum í sex, stjórnsýslu- og þjónustueiningum verður fækkað og nemendur utan EES munu þurfa að borga skólagjöld, nái tillögur um hagræðingu í rekstri háskólans fram að ganga. Þetta eru nokkrar af þeim hagræðingar tillögum sem Háskólaráð háskólans á Akureyri samþykkti í gær. Með hagræðingunni sparast tugir milljóna króna.

Refsingu lögreglumanns frestað

Hæstiréttur frestaði í dag refsingu lögreglumanns sem talinn var hafa beitt hættulegri og óforsvaranlegri aðferð til að stöðva ferð bifhjóls sem ekið hafði verið ólöglega um götur Reykjavíkur í maí í fyrra. Héraðsdómur hafði dæmt lögreglumanninn til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í sekt og til að greiða ökumanni bifhjólsins bætur.

Fimmti hver Dani hefur smitast af kynsjúkdómi

Danir eru ekki duglegir að nota smokka ef marka má niðurstöður Durex könnunar þar í landi. Tveir af hverjum þremur aðspurðra í könnuninni hafa stundað óvarið kynlíf. Það hefur líka haft sínar afleiðingar að því er virðist, en einn af hverjum fimm þátttakendum í könnuninni hafa smitast af kynsjúkdómi.

Ferðamönnum fjölgar utan háannatíma

Erlendum ferðamönnum til landsins fjölgaði um 7% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Álíka margir ferðamenn komu nú til landsins í október og í góðum sumarmánuði fyrir tíu árum.

Riffilskot á skólalóð

Riffilskot fundust á leiksvæði á skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði í dag. Um var að ræða fimmtán ónotuð skot fyrir tuttugu og tveggja kalíbera riffil.

Ekið á hreindýr

Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í dag. Hreindýrið lét lífið við áreksturinn og fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur.

Fjórir árekstrar

Fjórir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan sex í kvöld. Engan sakaði í þeim. Árekstrana má alla rekja til hálku og en víða er hált á götum borgarinnar.

Sveitarstjórnarmenn axla ekki hagstjórnarábyrgð

Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna.

Lögin ná yfir öll hugverk

Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri.

Betur fór en á horfðist

Flutningabílstjóri á Austurlandi má þakka fyrir að hafa lent ofan í skurði þegar hátt í fimmtíu tonna bíll hans valt. Hjólabarðar bílsins voru ekki í samræmi við aðstæður, en skyndilega myndaðist hálka á veginum.

Vill nýjan sæstreng

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að tíðar truflanir á netsambandi við umheiminn séu óþolandi. Hann ætlar að beita sér fyrir því að nýr sæstrengur verði lagður.

Spáir verðhjöðnun

Forsætisráðherra segir að tölur Hagstofunnar í dag, um að vísitala neysluverðs hafi lækkað á milli mánaða, séu vendipunktur og fram undan sé verðhjöðnun.

Hlutverk sveitarfélaga að bæta kjör leikskólakennara

Fjögur hundruð lærðir leikskólakennarar hafa valið sér annan starfsvettvang vegna lágra launa í faginu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að það sé alfarið hlutverk sveitarfélaganna að bæta úr því.

Afsláttakortakerfi vegna læknishjálpar óréttlátt

Afsláttarkortakerfi vegna læknishjálpar er mjög óréttlátt eins og það er í dag að mati Margrétar Frímannsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og bitnar það verst á þeim sem eru með langvarandi sjúkdóma.

Fékk 18 mánuði fyrir þjófnaði og tilraun til fjársvika

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ýmis brot, þar á meðal þjófnaði og tilraun til fjársvika. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa stolið skjávarpa af skrifstofu Sjóvá-Almennra og tilraun til að svíkja út vörur í verslun 10-11 í Kópavogi með stolnu debetkorti.

Aðkoma íslenskra lyfjafyrirtækja að baráttunni gegn alnæmi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi við bandaríska þingmenn í gær og í fyrradag um hvernig efla megi baráttuna gegn alnæmi í veröldinni, einkum í Afríku, og hvernig Íslendingar, og þá fyrst og fremst íslensk lyfjafyrirtæki, gætu orðið þar að liði.

Enn talsverð mannekla á leikskólum og tómstundaheimilum

Enn vantar starfsfólk í tæp 135 stöðugildi hjá Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar, en erfitt hefur reynst að manna þær í sumar og haust vegna þenslu á vinnumarkaði. Ástandið virðist þó vera að skána og umsóknum um störfin fer fjölgandi.

Forréttindi opinberra starfsmanna verði felld niður

Stefna á að því að fella niður lögbundin forréttindi opinberra starfsmanna. Þetta sagði Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Konan laus

Árásarkona sem gerði tilraun til að ræna leigubílstjóra í gær með loftbyssu var látin laus eftir yfirheyrslur. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort hún verður ákærð.

Alcan á Íslandi hf. hlýtur íslensku gæðaverðlaunin

Alcan á Íslandi hf. hlýtur íslensku gæðaverðlaunin í ár . Halldór Ásgrímsson afhenti Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, verðlaunin við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í dag. Alcan á Íslandi hf. rekur álverið í Straumsvík.

Aukna þjónustu til sveitarfélaga

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti yfir vonbrigðum sínum með nýafstaðnar sameiningarkosningar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. Hann sagði ríkisvaldið hafa staðið við sitt með því að leggja fram tvo og hálfan milljarð en sú hvatning hafi greinilega ekki skilað sér.

Sjá næstu 50 fréttir