Enn talsverð mannekla á leikskólum og tómstundaheimilum 10. nóvember 2005 15:30 Enn vantar starfsfólk í tæp 135 stöðugildi hjá Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar, en erfitt hefur reynst að manna þær í sumar og haust vegna þenslu á vinnumarkaði. Ástandið virðist þó vera að skána og umsóknum um störfin fer fjölgandi. Starfólk vantar í tæp 68 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mestur er skoturinn í Breiðholti þar sem vantar í 14 stöðugildi og í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem vantar í þrettán og hálft. Skást er ástandið í Fossvogi og Háteigshverfi en þar vantar starfsfólk í tæp sjö stöðugildi. Frá 20. október, þegar starfsmannaekla var síðast könnuð, hefur tekist að ráða í fimm stöðugildi. Bíða nú 58 eftir leikskólaplássi á móti 71 við síðustu könnun. Þá hafa nokkrir leikskólanna sem styttu opnunartíma sinn vegna manneklu hætt því þar sem þeim hefur tekist að ráða starfsfólk. Enn vantar 67 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar en vonast er til að átandið fari að batna. Að sögn Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Íþrótta- og tómstundaráði, er ástandið verst í Breiðholti en þar vantar átján starfsmenn. Þá segir hún að í Grafarvogi séu heimilin undirmönnuð. Það helgast af því að börn hafa verið tekin inn eftir að starfsmönnum hefur fjölgað á heimilunum en svo hefur þeim aftur fækkað og þá telur ÍTR að ekki sé stætt á því að vísa börnunum frá vegna þess. Sigrún segir þennan vanda hafa komið upp víðar í borginni en þó ekki í eins miklum mæli. Aðspurð segist Sigrún bjartsýn að úr rætist enda hafi umsóknum um störf fjölgað nokkuð að undanförnu miðað við það sem var fyrr í haust. Hún segir aldrei hafa verið eins mikið af góðu fólki við störf á frístundaheimilunum og þeim fjölgi stöðugt sem hafi menntað sig fyrir störfin, en tómstundafræði eru bæði kennd í Kennaraháskólanum og Háskóla Íslands. Unnið sé að því að reyna að koma þeim sem lokið hafi dimplómanámi í faginu upp um launaflokka svo auðveldara verði að manna þær stöður sem lausar eru. Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Enn vantar starfsfólk í tæp 135 stöðugildi hjá Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar, en erfitt hefur reynst að manna þær í sumar og haust vegna þenslu á vinnumarkaði. Ástandið virðist þó vera að skána og umsóknum um störfin fer fjölgandi. Starfólk vantar í tæp 68 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mestur er skoturinn í Breiðholti þar sem vantar í 14 stöðugildi og í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem vantar í þrettán og hálft. Skást er ástandið í Fossvogi og Háteigshverfi en þar vantar starfsfólk í tæp sjö stöðugildi. Frá 20. október, þegar starfsmannaekla var síðast könnuð, hefur tekist að ráða í fimm stöðugildi. Bíða nú 58 eftir leikskólaplássi á móti 71 við síðustu könnun. Þá hafa nokkrir leikskólanna sem styttu opnunartíma sinn vegna manneklu hætt því þar sem þeim hefur tekist að ráða starfsfólk. Enn vantar 67 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar en vonast er til að átandið fari að batna. Að sögn Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Íþrótta- og tómstundaráði, er ástandið verst í Breiðholti en þar vantar átján starfsmenn. Þá segir hún að í Grafarvogi séu heimilin undirmönnuð. Það helgast af því að börn hafa verið tekin inn eftir að starfsmönnum hefur fjölgað á heimilunum en svo hefur þeim aftur fækkað og þá telur ÍTR að ekki sé stætt á því að vísa börnunum frá vegna þess. Sigrún segir þennan vanda hafa komið upp víðar í borginni en þó ekki í eins miklum mæli. Aðspurð segist Sigrún bjartsýn að úr rætist enda hafi umsóknum um störf fjölgað nokkuð að undanförnu miðað við það sem var fyrr í haust. Hún segir aldrei hafa verið eins mikið af góðu fólki við störf á frístundaheimilunum og þeim fjölgi stöðugt sem hafi menntað sig fyrir störfin, en tómstundafræði eru bæði kennd í Kennaraháskólanum og Háskóla Íslands. Unnið sé að því að reyna að koma þeim sem lokið hafi dimplómanámi í faginu upp um launaflokka svo auðveldara verði að manna þær stöður sem lausar eru.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira