Innlent

Hafna beiðnum bænda

Kýr í fjósi.
Kýr í fjósi. MYND/GVA

Stjórn Landssambands kúabænda hyggst ekki bregðast við beiðnum kúabænda í Borgarfirði og Eyjafirði um að hefja undirbúning að innflutningi erfðaefnis til að erfðabæta íslensku kúna.

Bændurnir segja íslensku kúna ekki sjálfbæra og telja enga leið betri til að efla kúastofninn en að erfðabæta hana. Stjórn Landssambands kúabænda telur sig hins vegar ekkert geta aðhafst nema slíkt verði fyrst samþykkt af félagsmönnum en þeir höfnuðu innflutningi erfðaefna í atkvæðagreiðslu árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×