Innlent

Alcan á Íslandi hf. hlýtur íslensku gæðaverðlaunin

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík Mynd/Vilheml

Alcan á Íslandi hf. hlýtur íslensku gæðaverðlaunin í ár. Halldór Ásgrímsson afhenti Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, verðlaunin við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í dag. Alcan á Íslandi hf. rekur álverið í Straumsvík.

Í verksmiðjunni eru árlega framleidd um 188.000 tonn af áli en framleiðslan er 20% meiri en verksmiðjan er hönnuð til að framleiða. Þessi mikla umframframleiðsla skýrist af þeirri miklu tækni- og verkþekkingu auk markvissrar stjórnunnar sem hefur verið hjá fyrirtækinu. Alcan er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir gæða- öryggis- og umhverfisstaðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×