Fleiri fréttir

Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn

Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt?

Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi

<font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum.  Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest.

Áfellisdómur segir lagaprófessor

Lagaprófessor við Háskóla Íslands telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur áfellisdóm yfir embætti ríkislögreglustjóra. Þá telur varaformaður allsherjarnefndar, Jónína Bjartmarz, rétt að kanna hvort eðlilegt sé að bæði meðferð rannsóknar og ákæruvald fari fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra.

Skýrslutökur standa enn

Skýrslutökur standa enn í rannsókn Lögreglu í Reykjavík á slysinu sem varð á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardagsins 17. september. Í slysinu fórust maður og kona, en hjón komust af nokkuð slösuð með 10 ára son sinn lítið meiddan.

Fjalla á um möguleg brot Hannesar

Héraðsdómur Reykjavíkur á að taka til efnismeðferðar kröfur Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, aðrar en bótakröfur, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í gær. Krafist var um 7,5 milljóna króna í bætur vegna meintra höfundarréttabrota Hannesar við ritun bókarinnar Halldór.

Baugsmálinu gerð skil erlendis

Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi.

Sjónvarpið var sýknað

Ríkisútvarpið var sýknað af kröfum Tefra-Film um greiðslu á rúmlega 38 milljónum króna auk vaxta fyrir sýningarrétt á kennslumyndaröðinni "Viltu læra íslensku?" sem sýnd var í sjónvarpi á þessu og síðasta ári.

Mannréttindanefndin rúin trausti

"Mun meiri vinnu er þörf," sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra um umbætur á skipulagi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á sextugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Davíð áréttaði að taka þyrfti á mannréttindamálum með meira afgerandi hætti en verið hefur.

Menntað fólk vantar

Stjórn Félags leikskólakennara harmar hversu lítil umræða er um hve erfitt er að fá leikskólakennara til starfa, og að umræðan skuli snúast um hve erfitt sé að fá ófaglært fólk til starfa.

Vaknaði við að báturinn lak

Mannbjörg varð þegar Þjóðbjörg GK-110, níu tonna plastbátur, tók inn á sig sjó og fylltist á skömmum tíma norður af Garðskaga. Reinhard Svavarsson skipstjóri var einn um borð þegar þetta gerðist. Landhelgisgæslan og nærstaddir bátar brugðust skjótt við og björguðu honum. </font /></b />

Rotaðist í Norðurárdal

Ökumaður bíls sem fór út af veginum og valt í Norðurárdal síðdegis í gær var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landsspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík. Maðurinn sem var einn í bílnum hafði orðið fyrir nokkru höfuðhöggi og rotast.

Símapeningarnir í jarðgangagerð

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga, var hætt kominn á veginum um Óshlíð á laugardag. Hann segist vongóður um að ríkisstjórnin fallist á jarðgangagerð og vill að símapeningarnir verði notaðir til þess.

Sendir fannst undir kvöld

Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslu við Sandgerði í gær vegna sendinga neyðarsendis á svæðinu. Að sögn Landhelgisgæslu hófust sendingarnar klukkan 11:17 í morgun og fór strax nokkur viðbúnaður í gang.

Erfitt að leggja málið fram á ný

"Ég bjóst allt eins við þessari niðurstöðu. Það hlyti að koma til skoðunar að ef vísa ætti svo stórum hluta ákærunnar frá dómi kæmi til álita að vísa henni allri frá," segir Einar Þór Sverrisson verjandi Jóhannesar Jónssonar.

Ákæruskjalið ónýtt

"Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum.

Saksóknari dragi sig í hlé

"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi.

Björn tjáir sig ekki um Baugsmálið

<p>Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kaus að svara ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins eftir að ljóst var að fjölskipaður héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá dómi í gær.

Staðið verði við ákvörðunina

Samband ungra framsóknarmanna tók í gærkvöldi undir þá ályktun landsþings Landssambands framsóknarkvenna í gær að staðið verði við þá ákvörðun, sem Halldór Ásgrímsson greindi frá á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna fyrir helgi, að standa beri við fyrri ákvarðanir um framboð Íslendinga til setu í öryggisráðinu árin 2009-2010.

Fundað vegna grjóthrunsins

Almannavarnanefnd Bolungarvíkur kemur saman til fundar í dag vegna grjóthruns úr Óshlíð niður á þjóðveginn um helgina og í ljósi þess að hrun virðist vera að aukast úr hlíðinni. Þannig varð til dæmis tvívegis umtalsvert hrun úr hlíðinni seinni partinn í ágúst.

Hálka víða

Hálkublettir hafa verið í morgun og eru vísast víða enn á Möðrudalsöræfum, Mjóafjarðarheiði, Breiðdalsheiði og á Öxi. Ekki er vitað um óhöpp vegna þessarar óvæntu hálku.

Dó áfengisdauða í höndum lögreglu

Ungur ökumaður, sem lögreglan á Akranesi stöðvaði vegna ölvunaraksturs í fyrrinótt, var svo drukkinn að hann dó áfengisdauða í höndum lögreglunnar sem varð að halda á honum eins og kornabarni inn í fangageymslurnar þar sem hann svaf úr sér vímuna framundir hádegi í gær.

Júlíus Vífill styður Vilhjálm

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sem gefur nú kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, segist styðja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóraefni flokksins. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun.

Verka portúgalskan jólamat

Starfsmenn í saltfiskvinnslu Brims í Grenivík eru nú í óðaönn að undirbúa jólamatinn fyrir Portúgali. Þar starfa fjórtán manns við að verka jólasaltfiskinn en í Portúgal er saltaður þorskur jólamatur á fjölda heimila.

Talar við leiðtoga allra flokka

Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín.

Eina landleið Bolvíkinga

Almannavarnanefnd Bolungarvíkur kemur saman til fundar í dag vegna grjóthruns úr Óshlíð niður á þjóðveginn um helgina og vegna þess að hrun virðist vera að aukast úr hlíðinni. Sýslumaður þeirra minnir á að þetta sé eina landleið Bolvíkinga.

Verjum mestu fé til menntamála

Íslendingar verja mestu fé OECD ríkja til menntamála. Formaður Kennarasambands Íslands segir að verja mætti meira fé til menntunar kennara

Stöð 2 braut ekki siðareglur BÍ

Fréttastofa Stöðvar 2 braut ekki gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands í umfjöllun sinni af slagsmálum við Hverfisgötu, að mati siðanefndar. Átökin áttu sér stað í apríl á þessu ári.

Grjót sprengt fyrir ofan Ísafjörð

Sprengingar hófust á grjóti á brún Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð í morgun. Engin sérstök hætta er talin á ferðum en nokkrir tugir íbúa við Urðarveg eru samt beðnir um að vera ekki heima milli níu og þrjú í dag og á morgun.

30% ökumanna yfir hámarkshraða

Lögreglan í Reykjavík var með sérstakar hraðamælingar í Grafarvogi í síðustu viku. Mælt var við skólana í hverfinu og í götum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Nær 30 prósent þeirra ökumanna sem voru mældir reyndust vera yfir hámarkshraða og mega þeir ökumenn eiga von á sektum.

Sandrækja finnst hér við land

Sandrækja (<i>Crangon crangon</i>) greindist í fyrsta sinn hér við land í vor. Tegundin fannst við sýnatöku á skarkolaseiðum við Álftanes og við frekari rannsóknir fannst tegundin víðar á Faxaflóasvæðinu. Frá þessu greinir á vef Hafrannsóknastofnunar í dag.

Ísland í uppáhaldi hjá ferðamönnum

Ísland hefur verið útnefnt uppáhalds Evrópuland ferðamanna af breska dagblaðinu <em>Guardian</em>. Í fyrra var Slóvenía vinsælasti áfangastaðurinn og Ísland í öðru sæti og árið þar áður var Ísland einnig efst.

Vilja skuldbundna friðhelgi

Norður-Kóreumenn eru nú sagðir vilja hverfa frá áformum sínum um kjarnorkutilraunir og leyfa eftirlitsferðir alþjóðlegra eftirlitsmanna, fái þeir í staðinn vilyrði um vernd og fjárhagslegan stuðning Kínverja og Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn sagðir vilja skuldbinda friðhelgi við stjórnina í Pyongyang.

Krefst viðurkenningar bótaskyldu

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál séra Sigríðar Guðmarsdóttur gegn Biskupsstofu. Farið var fram á að bótaskylda væri viðurkennd vegna þess að Biskupsstofa hefði gengið framhjá Sigríði þegar ráðið var í stöðu sendiráðsprests í London.

Frávísun dregin til baka

Ragnar Hall dró til baka kröfu um að framhaldsákæra á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum sem hafa verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á sköttum og launatengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri tengdum Frjálsri fjölmiðlun verði vísað frá.

Tíu takast á um sex sæti

Framboðsfrestur forvals Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor rann út á föstudag, en forvalið verður 1. október. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram 28. og 30. september.

Orrustuþoturnar yfirgefa landið

Fjórar orrustuþotur breska flughersins tóku á loft frá Reykjavíkurflugvelli í dag. Þoturnar fóru í æfingaflug til Keflavíkur fyrir helgi en gátu ekki lent þar vegna veðurs. Sjaldgæft er að eins hreyfils orrustuþotum sé lent með blindflugstækjum.

Uppgjör söfnunarinnar birt

Þjóðarhreyfingin hefur birt uppgjör söfnunarinnar „Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“. Meira en fjögur þúsund manns stóðu straum af kostnaði við birtingu auglýsingar í bandaríska stórblaðinu <em>The New York Times</em> þar sem lýst var andstöðu við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja innrásina.

Ringulreið í Þýskalandi

Tveir gera tilkall til kanslaraembættisins í Þýskalandi en hvorugur virðist geta myndað starfhæfa stjórn. Ringulreið er í landinu kjölfar þingkosninganna í gær sem skiluðu í raun engri ákveðinni niðurstöðu.

Hærri laun í ræsinu en á leikskóla

Pólskur innflytjandi hefur rekið sig áþreifanlega á að hér á landi sé það betur metið að vinna í ræsinu en að annast leikskólabörn. Hann fær rúmum fjörutíu þúsund krónum meira á mánuði í tekjur eftir að hann skipti um starfsvettvang.

Geir frekar fylgjandi framboðinu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert athugavert við ummæli fosætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um að Íslendingar væru í framboði til Öryggisráðsins. Yfirlýsingin hafi verið gefin í samráði við Geir H. Haarde, verðandi utanríkisráðherra, sem frekar hefði verið fylgjandi framboði en ekki.

50 milljónir í umsóknina

Alþingi hefur að minnsta kosti fimm undanfarin ár fjallað um og samþykkt aukin framlög til fastanefndar Íslands í New York vegna framboðs til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Laugalækjarskóli sigraði

Skáksveit Laugalækjarskóla tryggði sér sigur á Norðurlandameistaramóti grunnskólasveita sem haldið var í Árósum í Danmörku um síðustu helgi. Vilhjálmur Pálmason og Einar Sigurðsson voru sigursælastir í sigurliðinu; hvor um sig var með fjóra og hálfan vinning en fimm skákir voru tefldar.

Þora ekki til Bolungarvíkur

"Bolvíkingar láta sig nú flestir hafa það að keyra undir Óshlíðinni þótt þeir séu nú meðvitaðir um þá hættu sem því fylgir, en ég tel að fáir aðrir geri sér ferð til Bolungarvíkur eins og ástandið er," segir Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík og formaður Almannavarnanefndar.

Tugir húsa rýmd á Ísafirði

Rýma þarf tugi heimila á Ísafirði meðan verið er að sprengja stórgrýti í Gleiðahjalla sem er fyrir ofan bæinn. "Þetta eru fimmtíu steinar sem þarf að sprengja og við gefum okkur fjóra daga til verksins," segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri en byrjað var að sprengja í gær. Hann segir ennfremur að sprengt sé frá klukkan níu til þrjú en þá eru flestir íbúanna í vinnu og því verður röskun minni en ella.

Líf og fjör í réttum

Um sex þúsund fjár og tvö hundruð manns voru í Oddstaðarétt í Lundarreykjadal í síðustu viku. Að sögn Davíðs Péturssonar, hreppsstjóra í Skorradal, var glatt á hjalla enda var tappi tekinn úr flösku eins og hefð er fyrir á svona stundum. Hann segir þó að sveitungar á þessum slóðum verði seint lofaðir fyrir mikla sönggleði.

Sjá næstu 50 fréttir