Fleiri fréttir

Áhyggjur af manneklu á leikskólum

Samþykkt var samhljóða á fundi borgarráðs, sem lauk eftir hádegi í dag, að hætta við að hækka leikskólagjöld hjá börnum námsmanna. Eins var rædd mannekla á leikskólum borgarinnar þar sem allir borgarfulltúrar lýstu yfir miklum áhyggjum yfir stöðunni.

Sigurður formaður stjórnar ÞSÍ

Utanríkisráðherra skipaði í dag Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til fjögurra ára. Sigurður tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, sem að eigin ósk hefur látið af því starfi. Þróunarsamvinnustofnunin var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlönd.

Vilja áfram flug til Narsarsuaq

Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005.

Unnið að breytingum á gatnamótum

Slökkt verður á umferðarljósum á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar á sunnudaginn kemur frá kl. 8 um morguninn og fram eftir degi vegna breytinga á gatnamótnum. Þá verða ljósin einnig slökkt í um þrjá tíma eftir morgunumferð á mánudeginum vegna enduruppsetningar á stjórnbúnaði. Lögregla mun sjá um umferðarstjórn á gatnamótunum á meðan á þessu stendur en á meðan umferð er handstýrt verður lokað fyrir vinstribeygjustrauma.

Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif

Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar.

Ósáttir við skýrslu um reit

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ósáttir við skýrslu innri endurskoðnar borgarinnar um lóðarkaup á Stjörnubíólóðinni og segja vinnubrögðin óvönduð. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir forsendur til grundvallar skýrslunni að miklu leyti rangar. Þar sé miðað við markaðsvirði lóðarinnar eins og það var árið 2003 en lóðin var keypt í júlí 2002, en húsnæðisverð hefur verið í örum vexti.

Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar.

Varað við gylliboðum í Karíbahaf

Talsmaður neytenda varar Íslendinga við gylliboðum um ferðavinninga til Karíbahafsins sem birtast neytendum á Netinu og berast símleiðis. Norrænir neytendaumboðsmenn hafa sent bandaríska viðskiptaeftirlitinu sameiginlegt bréf vegna tíu fyrirtækja þar í landi sem náð hafa sambandi við neytendur á Norðurlöndum.

Athuga ný flugvallarstæði

Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn.

Hjón reisa 400 íbúða hverfi

Mosfellsbær hefur gert samkomulag við eigendur landsins Leirvogstungu í Mosfellsbæ um uppbyggingu 400 íbúða næstu fjögur árin. Samningurinn er nýmæli því um einkaframkvæmd að öllu leyti er að ræða og uppbyggingin sveitarfélaginu alveg að kostnaðarlausu.

Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum

Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða.

Takmarka innflutning litarefnis

Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi.

Sakar lögfræðing um ærumeiðingar

Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum.

Ekki treyst til að skrifa fréttir

Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið.

Úttekt nefndar SÞ fagnað

"Mér líst mjög vel á skýrsluna," segir Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahússins. "Tillögur þær sem settar eru fram í skýrslunni eru að miklum hluta atriði sem Alþjóðahúsið hefur líka bent á." Hún segir skýrsluna almennt jákvæða í garð aðstæðna hér þótt þar séu birtar athugasemdir og tillögur að úrbótum hér á landi.

Allt að 100 þúsund fyrir fermetra

Hesthúsaeigendum í Glaðheimum hafa undanfarið verið boðnar 80.000 eða 100.000 krónur á fermetrann fyrir hesthús sín sem er hærra fermetraverð en fæst fyrir góð einbýlishús víða á landsbyggðinni, en til að mynda fæst jafnvel tvöfalt hærra verð fyrir hesthúsin en íbúðarhús í Vestmannaeyjum eða Höfn í Hornafirði.

Karlmenn 85% prófessora

Samkvæmt úttekt Hagstofu Íslands á starfsfólki á Háskólastiginu eru karlmenn afgerandi fjölmennari en konur í stöðum rektora, prófessora og dósenta og einnig eru þeir fjölmennari meðal aðjúnkta og stundakennara. Fleiri konur eru hins vegar lektorar og í sérfræðistörfum ýmiss konar.

Anna stefnir á efsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára.

Ofbeldisverkum í miðborg fækkar

Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar.

Stefnir í neyðarástand

Neyðarástand er að myndast á elliheimilum landsins vegna manneklu. Ástæðan er einföld. Launin eru of lág og leita menn í auknum mæli í önnur störf. Hjúkrunarforstjóri Eirar segir þörf á úrlausnum og það strax.

Senda börn heim vegna manneklu

Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum.

Einkafyrirtæki byggir hús og skóla

Einkafyrirtæki mun, ef allt gengur eftir, byggja 400 íbúða hverfi í Mosfellsbæ. Það mun einnig leggja þar götur, byggja skóla og leikskóla.

Lítið gert við athugasemdum

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class.

Borgin leigir útilistaverk

Semja á við Sigurjón Sighvatsson um að leigja listaverkið Blind Pavillion eftir Ólaf Elíasson til tveggja ára. Sigurjón hefur enn ekki keypt verkið, en ef úr verður fær hann milljón á ári. Á að bæta ímynd Viðeyjar segir formaður Menningarmálaráðs

Dregið til baka vegna þrýstings

"Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stundum um skoðun," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð samþykkti einróma í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg falli frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna.

Fundað um breytingar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár.

Salmonella ekki aðeins í kjúklingi

Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum.

Aðhald en velferð

Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum.

Viðræður eftir mánaðamótin

Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði endurskoðaður með breytta öryggishagsmuni huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endurskoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi.

Stöðumælarnir burt á Akureyri

Frá og með morgundeginum verður frítt að leggja bílum á Akureyri. Bæjaryfirvöld þar hafa ákveðið að treysta bæjarbúum til að virða tímamörk og stilla klukku í stað þess að borga í mæla. Þá verður skorin upp herör gegn ófötluðum sem leggja í stæði fyrir fatlaða.

Sláturhúsið aftur í gagnið

Verið er að leggja lokahönd á breytingar í sláturhúsinu í Búðardal. Dalaland, nýtt félag í eigu sveitarfélagsins hefur tekið við rekstri sláturhússins, en þar var ekkert slátrað síðasta haust. Ráðist var í breytingar á húsinu til að það fengi staðist ákvæði reglugerðar um sláturhús.

Haldnir til styrktar Björgu

Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikum sem haldnir verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan tvö á morgun til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Röð báta á vatni sprengigígsins myndar svið fyrir listamennina, en gestir tylla sér í gróna hlíð Kersins.

Vilja skýrslu dregna til baka

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýna skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Stjörnubíósreitinn og telja borgarstjóra geta hafa pantað álit. Borgarstjóri segir þetta fordæmislausa árás á embættismann borgarinnar.</font /></b />

Reksturinn nálægt jafnvægi

79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær.

Hraðakstur við grunnskóla

Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða.

Bandaríkjamanns leitað á hálendinu

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær.

Sjúkraliðalaust á sumum vöktum

Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Bónuspakk og bankastjórahyski

Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skeljafell.blogspot.com.

Skoða kosti hvers möguleika

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefja á næstunni athugun á mögulegri styttingu flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegum flutningi flugvallarins á aðra staði á höfuðborgarsvæðinu.

200 manns sagt upp á tveimur árum

Um 200 manns hefur verið sagt upp hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á síðustu tveimur árum. Í gær var síðast tilkynnt um uppsagnir þrettán starfsmanna. Í <em>Víkurfréttum</em> kemur fram að ellefu starfsmannanna komi úr snjóruðningsdeild vallarins, en mjög hefur fækkað í þeirri deild að undanförnu vegna uppsagna.

Lausn Arons hugsanlega í sjónmáli

Lausn Arons Pálma Ágústssonar gæti verið í sjónmáli innan mjög skamms tíma, en nafn hans er að finna á lista yfir fanga sem löggjafarþing fylkisins hefur lagt til að verði látnir lausir. Verður listinn lagður fyrir ríkisstjórann til staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari S. Einarssyni, einum forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, en hópurinn hefur undanfarið unnið að framsali hans til Íslands.

15 milljónasta plantan gróðursett

Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ við norðanvert Vífilsstaðavatn í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem gróðursetti plöntuna, en í ár eru liðin 15 ár frá því Skógræktarfélag Íslands hóf mikið skógræktarverkefni undir heitinu Landgræðsluskógar í samvinnu við skógræktarfélög, sveitarfélög, Landgræðsluna og landbúnaðarráðuneytið.

Þrír ráðnir til LHÍ

Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra.

Gaf milljón til þurfandi í Níger

Laufey H. Helgadóttir, 82 ára Þingeyingur sem er búsett í Borgarnesi, gaf á dögunum eina milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins í Níger þar sem hungursneyð ríkir. Óttast er um afdrif allt að átta milljóna manna í Níger og nálægum löndum í Afríku ef ekkert er að gert, einkum vegna mikils næringarskorts meðal barna.

Játaði á sig morð við Hverfisgötu

Sá sem grunaður er um að hafa orðið ungum manni að bana í íbúð við Hverfisgötu á laugadagsmorgun hefur játað verknaðinn fyrir lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir