Fleiri fréttir Stóriðja nýti 80% af raforku 2009 Raforkunotkun til stóriðju á næstu árum mun aukast um 7.300 gígavattsstundir og vera um 80 prósent af allri raforkunotkun á landinu árið 2009. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar en slík spá var síðast gefin út árið 1997. Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undaförnum árum en þó hefur notkunin allra síðustu ár aukist heldur hraðar en ráð var fyrir gert enda hefur hagvöxtur verið mun meiri en búist var við í síðustu spá. 24.8.2005 00:01 Borgin tryggi starfsfólk í umönnun Stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík skorar á borgaryfirvöld að meta umönnunarstörf í verki og tryggja að starfsfólk fáist til þeirra starfa. Lýsa vinstri - grænir yfir áhyggjum af ástandi sem skapast hefur á frístundarheimilum og leikskólum borgarinnar vegna manneklu. 24.8.2005 00:01 Vakta staði vegna hættu á eitrun Hafin er vöktun á nokkrum stöðum við landið vegna svifþörunga sem geta valdið skelfiskseitrun. Vinsældir skelfisks hafa farið vaxandi á undanförunum árum og er hann ræktaður á nokkrum stöðum. Eins er algengt að fólk tíni sér krækling til matar í fjöru en það getur verið hættulegt. 24.8.2005 00:01 RÚV fari ekki af auglýsingamarkaði Samband íslenskra auglýsenda er andsnúið þeirri hugmynd að RÚV hvefi af auglýsingamarkaði. Bendir sambandið á að Ríkisútvarpið og sjónvarpið séu öflugir miðlar sem höfða til stór hóps neytenda. Því sé hugmyndin andstæð hagsmunum bæði auglýsenda og neytenda. 24.8.2005 00:01 Vilja prófkjör 4. og 5. nóvember Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í dag, var lögð fram tillaga um að prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verði haldin 4. til 5. nóvember næstkomandi. 24.8.2005 00:01 Segja sóknarfæri í Rússlandi Uppbygging stórmarkaða í Rússlandi er ónýtt tækifæri í útflutningi til Rússlands að því er fram kemur á síðunni <em>interseafood.com</em>. Rússar eru sólgnir í síld og eru duglegir við vöruþróun síldarafurða. Norðmenn telja að um gríðarleg tækifæri sé að ræða á þessum markaði. Þar sé stórmörkuðum að fjölga og eru nú þegar orðnir áberandi í Moskvu og Pétursborg, en að auki séu ellefu milljónaborgir til viðbótar í landinu. 24.8.2005 00:01 Áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglan í Kópavogi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem handtekinn var í vor grunaður um morðið á Vu Van Phong í íbúð þess síðarnefnda þann 17. maí. 24.8.2005 00:01 Svarar Campbell vegna hvalveiða Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á. 24.8.2005 00:01 Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> 24.8.2005 00:01 Smygildi og skorðuð alhæfing Nýtt Tölvuorðasafn, hið fjórða í röðinni, kom út í gær. Er það mikið að vöxtum og geymir 7.700 íslensk heiti og 8.500 ensk heiti á 6.500 hugtökum. Íslenskt Tölvuorðasafn kom fyrst út 1983 og voru í því tæp 1.000 íslensk heiti á um 700 hugtökum. 24.8.2005 00:01 Lögreglan var við að missa tökin Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. 24.8.2005 00:01 Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. 24.8.2005 00:01 Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. 24.8.2005 00:01 Fundu nýja áhættuþætti vegna teppu Nýir áhættuþættir hafa fundist fyrir langvinnri lungnateppu í samnorrænni rannsókn sem tveir íslenskir læknar á Landsspítalanum fóru fyrir. Sjúkdómurinn fer vaxandi um allan heim og eru Norðurlöndin þar engin undanteknig. Algengt er að sjúklingar með langvinna lungnateppu þurfi endurtekið að leggjast á sjúkrahús. 24.8.2005 00:01 Milljón til rannsókna Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. 24.8.2005 00:01 Þarf að auka fræðslu Veita þarf betri fræðslu um hvernig staðið er að upplýsingaöflun frá læknum og sjúkrastofnunum um heilsufar þeirra sem sækja um líf- og sjúkdómatryggingar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar eftir úttekt sem unnin var vegna nýrra laga um vátryggingarsamninga sem taka gildi 1.janúar. 24.8.2005 00:01 Þurfa að eyða gögnum "Það er nærtæk ályktun að það þurfi að eyða ákveðnum upplýsingum fyrir gildistöku laganna," segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur Persónuverndar, vegna banns í nýjum vátryggingalögum við að spyrja út í arfgenga sjúkdóma í beiðnum um líf- og sjúkdómatryggingar. 24.8.2005 00:01 Tölvu stolið í innbroti Brotist var inn í húsnæði Alnæmissamtakanna á Íslandi á Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags og tölvu stolið. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að gluggi hafi verið spenntur upp, rótað hafi verið til og sími eyðilagður. Engu hafi þó verið stolið utan tölvunnar. 24.8.2005 00:01 Mótmælir harðlega gjaldskrárhækkun Stjórn Reykjavíkurfélags Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld í Reykjavík að draga til baka ákvörðun um gjaldskrárbreytingu á leikskólum borgarinnar. Þar segir að það sé með öllu óásættanlegt að fjölskyldur þar sem annað foreldri stundi nám verði með þessari breytingu fyrir verulegri útgjaldaaukningu, en sú aukning nemi allt að 81.180 krónum á ársgrundvelli. 24.8.2005 00:01 Óskaplegt að sjá fólk svelta Laufey H. Helgadóttir, 82 ára Þingeyingur sem búsett er í Borgarnesi, gaf nýlega eina milljón til hjálparstarfs Rauða krossins í Níger. Í Níger ríkir nú hungursneyð og óttast er um afdrif milljóna ef svo fer sem horfir. Laufey segir það góðverk að gefa fé í svona hjálparstarf. 24.8.2005 00:01 Fylgst með heimavist á Akureyri Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. 24.8.2005 00:01 Játningar liggja fyrir Játningar liggja nú fyrir í þeim tveimur alvarlegu málum sem upp komu í Reykjavík um síðustu helgi. Annars vegar var maður handtekinn grunaður um morð í húsi á Hverfisgötu snemma á laugardaginn og annar maður var handtekinn grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið með hníf á Menningarnótt. 24.8.2005 00:01 Borguðu ekki launatengd gjöld Þrír menn sæta ákæru vegna fyrirtækisins CRM markaðslausna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta í sumar, framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður. 24.8.2005 00:01 Efast um niðurstöðu krufningar Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b /> 24.8.2005 00:01 Kringlan er heitur reitur Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. 24.8.2005 00:01 Nauðgun kærð í Bolungarvík Lögregla í Bolungarvík og á Ísafirði hefur til rannsóknar kæru 16 ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. 24.8.2005 00:01 Fasteignasali hafi blekkt seljanda Fasteignasali í Reykjavík misnotaði aðstöðu sína þegar hann seldi syni sínum íbúð og blekkti þar með seljandann sem og aðra áhugasama kaupendur, að mati lögfræðings Húseigendafélagsins. Þetta er grófasta brot sinnar tegundar sem komið hefur inn á borð Húseigendafélagsins og hefur það verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. 24.8.2005 00:01 Austurhöfn velur á milli bjóðenda Bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í septemberlok verði búið að gera upp á milli bjóðenda um gerð Tónlistarrhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakkanum í Reykjavík. 24.8.2005 00:01 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. 24.8.2005 00:01 Fé í aðstoð fremur en ferðalög Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. 24.8.2005 00:01 Framleiða eðalvodka í Borgarnesi Íslenskt eldfjallahraun og jarðhiti er nú notað til að framleiða vodka, í fyrsta sinn í sögunni. Vodkað er framleitt í Borgarnesi, en þetta er í fyrsta sinn sem vodka er eimað hérlendis. 24.8.2005 00:01 Milljarðafjárfesting í Glaðheimum Fjársterkir aðilar veðja nú á að hestamannasvæði Glaðheima verði flutt annað á næstu árum. Þeir vonast til að afstaða hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfirvalda breytist með tímanum og bjóða þeim aðstoð við að koma á fót nýrri aðstöðu. 24.8.2005 00:01 Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. 24.8.2005 00:01 Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola. 24.8.2005 00:01 Hollenska skútan fundin Hollenska skútan, sem leitað hefur verið síðan á laugardag fannst um 160 sjómílur suðvestur af Reykjanesi í morgun. Viðamikil leit hefur staðið yfir að skútunni frá því að eitt neyðarkall barst frá bauju skútunnar þar sem hún var stödd suður af Grænlandi, en skútan hafði misst neyðarbaujuna. 23.8.2005 00:01 Frumrannsókn lokið Frumrannsókn á árekstri vörubifreiðar og strætisvagns á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er lokið, en vörubifreiðin keyrði inn í framhlið strætisvagnsins. Að sögn vitna ók vörubifreiðin gegn rauðu ljósi og sýndir akstursskífa bílsins að hann var á 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetrar. 23.8.2005 00:01 Nafn mannsins sem lést á laugardag Maðurinn sem stunginn var til bana á Hverfisgötu á laugardagsmorgun hét Bragi Halldórsson, til heimilis að Vesturgötu 50a. Bragi var fæddur 7. mars árið 1985. Hann var ókvæntur og barnlaus. 23.8.2005 00:01 Með alvæpni í Hafnarfirði Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig. 23.8.2005 00:01 Erfiðu deilumáli lokið Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Garðasókn næstkomandi þriðjudag, en í tilkynningu frá sóknarnefndinni segir að nú sé erfiðu deilumáli lokið innan sóknarinnar. Miklar deilur hafa staðið milli sóknarnefndarinnar og sóknarprestsins, en fyrir stuttu flutti biskup Íslands Sr. Hans Markús Hafsteinsson til í starfi og var honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. 23.8.2005 00:01 Hesthúsabyggð stendur áfram Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. 23.8.2005 00:01 FÍB safnar enn undirskriftum Yfir tólfþúsund manns hafa skrifað undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, til stjórnvalda, um að draga úr sköttum á eldsneyti vegna mikillar hækkunar á olíu á heimsmarkaði. 23.8.2005 00:01 Hjálparforrit á vefsíðu Strætó Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. 23.8.2005 00:01 Engir eftirmálar af myndatöku Ólíklegt er að njósnamyndavél sem eigandi World Class kom fyrir í búningsklefa, dragi einhvern dilk á eftir sér. Persónuvernd hefur úrskurðað að myndatakan hafi verið ólögleg. 23.8.2005 00:01 Nauðlending í Mosfellsdal Tveggja sæta eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti á veginum við Laxnes í Mosfelsdal kl. 11:57 í morgun. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki og gekk lendingin vel.</span /> 23.8.2005 00:01 Hægt að koma í veg fyrir smit Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi. 23.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stóriðja nýti 80% af raforku 2009 Raforkunotkun til stóriðju á næstu árum mun aukast um 7.300 gígavattsstundir og vera um 80 prósent af allri raforkunotkun á landinu árið 2009. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar en slík spá var síðast gefin út árið 1997. Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undaförnum árum en þó hefur notkunin allra síðustu ár aukist heldur hraðar en ráð var fyrir gert enda hefur hagvöxtur verið mun meiri en búist var við í síðustu spá. 24.8.2005 00:01
Borgin tryggi starfsfólk í umönnun Stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík skorar á borgaryfirvöld að meta umönnunarstörf í verki og tryggja að starfsfólk fáist til þeirra starfa. Lýsa vinstri - grænir yfir áhyggjum af ástandi sem skapast hefur á frístundarheimilum og leikskólum borgarinnar vegna manneklu. 24.8.2005 00:01
Vakta staði vegna hættu á eitrun Hafin er vöktun á nokkrum stöðum við landið vegna svifþörunga sem geta valdið skelfiskseitrun. Vinsældir skelfisks hafa farið vaxandi á undanförunum árum og er hann ræktaður á nokkrum stöðum. Eins er algengt að fólk tíni sér krækling til matar í fjöru en það getur verið hættulegt. 24.8.2005 00:01
RÚV fari ekki af auglýsingamarkaði Samband íslenskra auglýsenda er andsnúið þeirri hugmynd að RÚV hvefi af auglýsingamarkaði. Bendir sambandið á að Ríkisútvarpið og sjónvarpið séu öflugir miðlar sem höfða til stór hóps neytenda. Því sé hugmyndin andstæð hagsmunum bæði auglýsenda og neytenda. 24.8.2005 00:01
Vilja prófkjör 4. og 5. nóvember Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í dag, var lögð fram tillaga um að prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verði haldin 4. til 5. nóvember næstkomandi. 24.8.2005 00:01
Segja sóknarfæri í Rússlandi Uppbygging stórmarkaða í Rússlandi er ónýtt tækifæri í útflutningi til Rússlands að því er fram kemur á síðunni <em>interseafood.com</em>. Rússar eru sólgnir í síld og eru duglegir við vöruþróun síldarafurða. Norðmenn telja að um gríðarleg tækifæri sé að ræða á þessum markaði. Þar sé stórmörkuðum að fjölga og eru nú þegar orðnir áberandi í Moskvu og Pétursborg, en að auki séu ellefu milljónaborgir til viðbótar í landinu. 24.8.2005 00:01
Áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglan í Kópavogi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem handtekinn var í vor grunaður um morðið á Vu Van Phong í íbúð þess síðarnefnda þann 17. maí. 24.8.2005 00:01
Svarar Campbell vegna hvalveiða Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á. 24.8.2005 00:01
Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> 24.8.2005 00:01
Smygildi og skorðuð alhæfing Nýtt Tölvuorðasafn, hið fjórða í röðinni, kom út í gær. Er það mikið að vöxtum og geymir 7.700 íslensk heiti og 8.500 ensk heiti á 6.500 hugtökum. Íslenskt Tölvuorðasafn kom fyrst út 1983 og voru í því tæp 1.000 íslensk heiti á um 700 hugtökum. 24.8.2005 00:01
Lögreglan var við að missa tökin Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. 24.8.2005 00:01
Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. 24.8.2005 00:01
Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. 24.8.2005 00:01
Fundu nýja áhættuþætti vegna teppu Nýir áhættuþættir hafa fundist fyrir langvinnri lungnateppu í samnorrænni rannsókn sem tveir íslenskir læknar á Landsspítalanum fóru fyrir. Sjúkdómurinn fer vaxandi um allan heim og eru Norðurlöndin þar engin undanteknig. Algengt er að sjúklingar með langvinna lungnateppu þurfi endurtekið að leggjast á sjúkrahús. 24.8.2005 00:01
Milljón til rannsókna Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. 24.8.2005 00:01
Þarf að auka fræðslu Veita þarf betri fræðslu um hvernig staðið er að upplýsingaöflun frá læknum og sjúkrastofnunum um heilsufar þeirra sem sækja um líf- og sjúkdómatryggingar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar eftir úttekt sem unnin var vegna nýrra laga um vátryggingarsamninga sem taka gildi 1.janúar. 24.8.2005 00:01
Þurfa að eyða gögnum "Það er nærtæk ályktun að það þurfi að eyða ákveðnum upplýsingum fyrir gildistöku laganna," segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur Persónuverndar, vegna banns í nýjum vátryggingalögum við að spyrja út í arfgenga sjúkdóma í beiðnum um líf- og sjúkdómatryggingar. 24.8.2005 00:01
Tölvu stolið í innbroti Brotist var inn í húsnæði Alnæmissamtakanna á Íslandi á Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags og tölvu stolið. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að gluggi hafi verið spenntur upp, rótað hafi verið til og sími eyðilagður. Engu hafi þó verið stolið utan tölvunnar. 24.8.2005 00:01
Mótmælir harðlega gjaldskrárhækkun Stjórn Reykjavíkurfélags Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld í Reykjavík að draga til baka ákvörðun um gjaldskrárbreytingu á leikskólum borgarinnar. Þar segir að það sé með öllu óásættanlegt að fjölskyldur þar sem annað foreldri stundi nám verði með þessari breytingu fyrir verulegri útgjaldaaukningu, en sú aukning nemi allt að 81.180 krónum á ársgrundvelli. 24.8.2005 00:01
Óskaplegt að sjá fólk svelta Laufey H. Helgadóttir, 82 ára Þingeyingur sem búsett er í Borgarnesi, gaf nýlega eina milljón til hjálparstarfs Rauða krossins í Níger. Í Níger ríkir nú hungursneyð og óttast er um afdrif milljóna ef svo fer sem horfir. Laufey segir það góðverk að gefa fé í svona hjálparstarf. 24.8.2005 00:01
Fylgst með heimavist á Akureyri Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. 24.8.2005 00:01
Játningar liggja fyrir Játningar liggja nú fyrir í þeim tveimur alvarlegu málum sem upp komu í Reykjavík um síðustu helgi. Annars vegar var maður handtekinn grunaður um morð í húsi á Hverfisgötu snemma á laugardaginn og annar maður var handtekinn grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið með hníf á Menningarnótt. 24.8.2005 00:01
Borguðu ekki launatengd gjöld Þrír menn sæta ákæru vegna fyrirtækisins CRM markaðslausna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta í sumar, framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður. 24.8.2005 00:01
Efast um niðurstöðu krufningar Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b /> 24.8.2005 00:01
Kringlan er heitur reitur Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. 24.8.2005 00:01
Nauðgun kærð í Bolungarvík Lögregla í Bolungarvík og á Ísafirði hefur til rannsóknar kæru 16 ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. 24.8.2005 00:01
Fasteignasali hafi blekkt seljanda Fasteignasali í Reykjavík misnotaði aðstöðu sína þegar hann seldi syni sínum íbúð og blekkti þar með seljandann sem og aðra áhugasama kaupendur, að mati lögfræðings Húseigendafélagsins. Þetta er grófasta brot sinnar tegundar sem komið hefur inn á borð Húseigendafélagsins og hefur það verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. 24.8.2005 00:01
Austurhöfn velur á milli bjóðenda Bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í septemberlok verði búið að gera upp á milli bjóðenda um gerð Tónlistarrhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakkanum í Reykjavík. 24.8.2005 00:01
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. 24.8.2005 00:01
Fé í aðstoð fremur en ferðalög Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. 24.8.2005 00:01
Framleiða eðalvodka í Borgarnesi Íslenskt eldfjallahraun og jarðhiti er nú notað til að framleiða vodka, í fyrsta sinn í sögunni. Vodkað er framleitt í Borgarnesi, en þetta er í fyrsta sinn sem vodka er eimað hérlendis. 24.8.2005 00:01
Milljarðafjárfesting í Glaðheimum Fjársterkir aðilar veðja nú á að hestamannasvæði Glaðheima verði flutt annað á næstu árum. Þeir vonast til að afstaða hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfirvalda breytist með tímanum og bjóða þeim aðstoð við að koma á fót nýrri aðstöðu. 24.8.2005 00:01
Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. 24.8.2005 00:01
Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola. 24.8.2005 00:01
Hollenska skútan fundin Hollenska skútan, sem leitað hefur verið síðan á laugardag fannst um 160 sjómílur suðvestur af Reykjanesi í morgun. Viðamikil leit hefur staðið yfir að skútunni frá því að eitt neyðarkall barst frá bauju skútunnar þar sem hún var stödd suður af Grænlandi, en skútan hafði misst neyðarbaujuna. 23.8.2005 00:01
Frumrannsókn lokið Frumrannsókn á árekstri vörubifreiðar og strætisvagns á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er lokið, en vörubifreiðin keyrði inn í framhlið strætisvagnsins. Að sögn vitna ók vörubifreiðin gegn rauðu ljósi og sýndir akstursskífa bílsins að hann var á 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetrar. 23.8.2005 00:01
Nafn mannsins sem lést á laugardag Maðurinn sem stunginn var til bana á Hverfisgötu á laugardagsmorgun hét Bragi Halldórsson, til heimilis að Vesturgötu 50a. Bragi var fæddur 7. mars árið 1985. Hann var ókvæntur og barnlaus. 23.8.2005 00:01
Með alvæpni í Hafnarfirði Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig. 23.8.2005 00:01
Erfiðu deilumáli lokið Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Garðasókn næstkomandi þriðjudag, en í tilkynningu frá sóknarnefndinni segir að nú sé erfiðu deilumáli lokið innan sóknarinnar. Miklar deilur hafa staðið milli sóknarnefndarinnar og sóknarprestsins, en fyrir stuttu flutti biskup Íslands Sr. Hans Markús Hafsteinsson til í starfi og var honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. 23.8.2005 00:01
Hesthúsabyggð stendur áfram Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. 23.8.2005 00:01
FÍB safnar enn undirskriftum Yfir tólfþúsund manns hafa skrifað undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, til stjórnvalda, um að draga úr sköttum á eldsneyti vegna mikillar hækkunar á olíu á heimsmarkaði. 23.8.2005 00:01
Hjálparforrit á vefsíðu Strætó Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. 23.8.2005 00:01
Engir eftirmálar af myndatöku Ólíklegt er að njósnamyndavél sem eigandi World Class kom fyrir í búningsklefa, dragi einhvern dilk á eftir sér. Persónuvernd hefur úrskurðað að myndatakan hafi verið ólögleg. 23.8.2005 00:01
Nauðlending í Mosfellsdal Tveggja sæta eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti á veginum við Laxnes í Mosfelsdal kl. 11:57 í morgun. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki og gekk lendingin vel.</span /> 23.8.2005 00:01
Hægt að koma í veg fyrir smit Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi. 23.8.2005 00:01