Fleiri fréttir Mikilvægt að halda rétt á spilunum Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, segir að niðurfelling skulda hjá fátækustu ríkjum heims hafi gífurleg áhrif. "Þessi lönd bera mikinn vaxtakostnað og þar af leiðandi hafa tekjur þessara landa fyrst og fremst farið í fjármagnskostnað. Þau hafa ekki náð neinum möguleika á hagvexti, meðal annars vegna þess, en auðvitað geta verið fleiri þættir sem þar hafa áhrif," segir Tryggvi. 11.6.2005 00:01 Kraftur í allt hjálparstarf "Það skiptir stórkostlegu máli að losna við þennan skuldabagga og þetta hefur þau áhrif að það færist kraftur í allt hjálparstarf," segir Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossi Íslands. 11.6.2005 00:01 Fögnum niðurfellingu skulda "Þetta er nokkuð sem hjálparsamtök hafa barist fyrir á annan áratug og ég fagna þessari ákvörðun," segir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, um niðurfellingu skuldanna. "Þetta hefur ekki bein áhrif á okkar daglega starf því það er nóg af verkefnum sem þarf að vinna. En mér finnst það mikilvægasta í þessu að þeir fjármunir sem verða nú til í þessum löndum fari í uppbyggingu og að ástandinu sé ekki viðhaldið með sóun peninganna í óþarfa hluti." 11.6.2005 00:01 Loka Kópavogshöfn Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir skipulagstillögur R-listans í Reykjavík gera ráð fyrir því að loka innsiglingunni í Kópavogshöfn. "Menn geta alltaf þvælt eitthvað fram og til baka. Með skipulagshugmyndum R-listans um tengingu yfir á Álftanes verður lokað fyrir allar siglingar inn í Kópavogshöfn," segir Gunnar, sem gefur lítið fyrir nýjustu tillögur R-listans í skipulagsmálum. 11.6.2005 00:01 Átján þúsund konur tóku þátt Kvennahlaupið var haldið hátíðlegt í gær með skokki um allt land. Að sögn Ellerts B. Schram, forstjóra ÍSÍ, fór allt vel fram í Garðabæ og konur á öllum aldri hlupu sér til ánægju í sól og blíðu. 11.6.2005 00:01 Elsti leikskólinn á landsbyggðinni Starfsfólk, foreldrar og börn á leikskólanum Pálmholti á Akureyri fögnuðu 55 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag en Sigrún Jónsdóttir leikskólastjóri segir að Pálmholt sé elsti starfandi leikskólinn utan höfuðborgarsvæðisins. 11.6.2005 00:01 Fagnar ákvörðuninni "Þetta er nokkuð sem hjálparsamtök hafa barist fyrir á annan áratug og ég fagna þessari ákvörðun," segir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, um niðurfellingu skuldanna. 11.6.2005 00:01 Neitar að ósamræmi sé í gögnum Ríkisendurskoðandi segir ekkert ósamræmi í gögnum Ríkisendurskoðunar hvað varðar hæfi Halldórs Ásgrímssonar í sölu ríkisbankanna. Stofnunin hafi ekki vitað af eignarhlut fjölskyldufyrirtækis Halldórs í Hesteyri fyrr en á fundi fjárlaganefndar 28. apríl, þrátt fyrir að frá því hafi verið skýrt í fréttum í lok árs 2002. 11.6.2005 00:01 Sátt hefur ekki skapast Þrátt fyrir að tveir meðlimir stjórnar Landakotsskóla hafi sagt sig frá stjórninni, til að sátt megi skapast um framtíð skólans, sendu sjö kennarar frá sér harðorða yfirlýsingu í gær. 11.6.2005 00:01 Segist læsa prestinn úti Sóknarpresturinn Í Garðabæ ætlar ekki að hlíta úrskurði áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Hann segir nefndina og biskup ekki hafa völd til að færa hann til í starfi. Formaður sóknarnefndar íhugar að skipta um skrár í safnaðarheimilinu. 10.6.2005 00:01 Hæfi Halldórs í rannsókn Ríkisendurskoðandi rannsakar hvort eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans valdi því að hann hafi verið vanhæfur við sölu á Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson segir verið sé að afla gagna um eignarhluti og atburðarrás. 10.6.2005 00:01 Helmingur krefst afsagnar stjórnar Átta kennarar af fimmtán í Landakotsskóla krefjast þess að stjórn skólans segi af sér þar sem hún vilji ekki veita skólastjóra skólans það vald sem honum beri að hafa samkvæmt grunnskólalögum. Fjölmennur fundur foreldra, kennara og stjórnar Landakotsskóla var haldinn í gærkvöldi og sendu kennarar frá sér yfirlýsingu að honum loknum þar sem þess var krafist að stjórnin segði af sér. 10.6.2005 00:01 Velti bíl utan við Flateyri Ölvaður ökumaður á stolnum bíl, að því að talið er, er nú á sjúkrahúsinu á Ísafirði eftir að hann velti bílnum utan við Flateyri á sjötta tímanum í morgun. Maðurinn er til rannsóknar á sjúkrahúsinu en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Bíllinn er hins vegar töluvert skemmdur. 10.6.2005 00:01 Biskup hafnar ásökunum um vanhæfi Karl Sigurbjörnsson biskup hafnar alfarið alvarlegum ásökunum lögmanns Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, sem lýst hefur biskup vanhæfan til að fjalla um deilu prestins og hluta sóknarnefndar. Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu, þar sem þessu er hafnað, segir enn fremur að Biskupsstofa tjái sig ekki frekar um innihald bréfs lögmannsins til biskups á meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. 10.6.2005 00:01 Gripnir við hassreykingar Þrír unglingspiltar voru gripnir glóðvoldir við hassreykingar við Hamraskóla í Grafarvogi á fjórða tímanum í nótt. Þeir voru utan við skólann og stöðvaði lögreglan reykinarnar, málið telst upplýst og var piltunum sleppt eftir skýrslutöku á staðnum. 10.6.2005 00:01 9 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í níu mánaða fangelsi í morgun og til að greiða sparisjóðnum liðlega átta milljónir króna fyrir umboðssvik en afgreiðslustjórinn sveik með ýmsum hætti umrædda fjárhæð út úr sparisjóðnum. Hluti fangelsisvistarinnar er skilorðsbundinn þar sem dráttur varð á rannsókn málsins hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. 10.6.2005 00:01 Fjórir sækja um forstjórastarf Fjórir sækja um starf forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem kemur í stað Samkeppnisstofnunar. Þeir eru Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður, Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, Páll E. Halldórsson hag- og rekstrarfræðingur og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Umsóknarfrestur rann út í gær. 10.6.2005 00:01 Íhuga að stofna nýjan barnaskóla Óánægðir kennarar við Landakotsskóla íhuga ásamt foreldrum að setja á fót nýjan barnaskóla þar sem séra Hjalti Þorkelsson yrði skólastjóri. Átta kennarar af fimmtán í Landakotsskóla krefjast þess að stjórn skólans segi af sér. 10.6.2005 00:01 Stórskemmdu lögreglubíl Fjórir karlar og ein kona réðust í nótt á lögreglumenn í Hafnarfirði og stórskemmdu lögreglubifreið. 10.6.2005 00:01 Rjúpnastofninn vex um 80 prósent Rjúpnastofninn stækkaði um tæplega 80 prósent milli ára samkvæmt tölum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Stofnunin vill að veiðar verði takmarkaðar verulega, verði þær leyfðar á annað borð, svo að stofninn haldi áfram að vaxa. 10.6.2005 00:01 Átelja seinagang embættis Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. 10.6.2005 00:01 Segir forsendur leyfis brostnar Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. 10.6.2005 00:01 Lögreglumenn semja við ríkið Landssamband lögreglumanna samþykkti kjarasamning sambandsins við fjármálaráðherra með 64 prósentum greiddra atkvæða gegn tæpu 31 prósenti. Þetta kemur fram á heimasíðu BSRB. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var rúm 60 prósent. Talningu atkvæða lauk á hádegi í dag en samningurinn var undirritaður 30. apríl síðastliðinn. 10.6.2005 00:01 Halldór á fund Noregskonungs Halldór Blöndal, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn í Noregi boði Stórþingsins dagana 11.-14. júní þar sem hann hittir meðal annars Harald Noregskonung. Með þingforseta í för verða eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti Alþingis, Birgir Ármannsson, 6. varaforseti Alþingis, og Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri skrifstofu Alþingis. 10.6.2005 00:01 Tjón mest á Suðurlandsvegi Samfélagskostnaður vegna tjóna á Suðurlandsvegi er mun hærri en á öðrum vegum. Þetta kemur fram í úttekt sem Vinir Hellisheiðar létu gera í samstarfi við tryggingarfélögin. Á blaðamannafundi í dag var kynnt samantekt yfir tjón á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss frá 1990 og þar til í mars í ár og þar kom fram að kostnaðurinn nam fimm milljörðum króna. 10.6.2005 00:01 Dæmdar bætur vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða manni rúmlega eina milljón króna í skaðabætur. Maðurinn varð fyrir slysi í febrúar í fyrra þegar hann var að vinna við svokallaða brettastöflunarvél sem er hluti af pökkunarvél í hraðfrystihúsi Ísfélagsins. Vélin bilaði með þeim afleiðingum að dragplata gekk út og dró með sér öskjur sem duttu yfir manninn þar sem hann stóð. 10.6.2005 00:01 Komi ekki að stofnun nýs skóla Séra Hjalti Þorkelsson, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla, segist ekki eiga hlut að stofnun nýs grunnskóla sem óánægðir kennarar við Landakotsskóla íhuga að setja á laggirnar í samvinnu við foreldra skólabarna. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar er verið að setja saman undirbúningshóp fyrir stofnun nýs skóla, en kennarar og foreldrar eru ósáttir við ástandið í Landakotsskóla eins og það er, og telja að stjórn skólans sé með aðgerðum sínum að undanförnu að eyðileggja skólastarfið. 10.6.2005 00:01 Bilun í háspennustreng í Garðabæ Fyrir stundu varð bilun í háspennustreng í Garðabæ sem veldur því að stór hluti bæjarins er rafmagnslaus. Unnið er að viðgerð. 10.6.2005 00:01 Víkja sæti úr stjórn skóla Gunnar Örn Ólafsson, formaður stjórnar Landakotsskóla sjálfseignarfélags, og Jóhanna Long, ritari stjórnar, hafa ákveðið að víkja sæti úr stjórn félagsins í því skyni að sátt megi skapast um framtíð skólahalds að Landakoti. Í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér fyrir stundu segir að nýr stjórnarformaður, Björg Thorarensen, prófessor og foreldri, og Þórunn Erhardsdóttir, formaður foreldraráðs, hafi tekið sæti þeirra í stjórninni. 10.6.2005 00:01 Nýir óháðir aðilar skoði bankasölu Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja það stórpólitísk tíðindi að bankasölumálið hafi komist á svo alvarlegt stig að hæfi sjálfs forsætisráðherra sé dregið í efa. Þeir segja óþægilega stöðu Ríksendurskoðunar í málinu kalla á þá spurningu hvort ekki sé tímabært að fá nýja óháða skoðun á sölu ríkisbankanna. 10.6.2005 00:01 Rafmagn komið aftur á í Garðabæ Rafmagn er nú komið á á ný í Garðabæ eftir að rafmagnslaust hafði verið í rúma klukkustund. Grafið var í háspennustreng við Móaflöt sem olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins og niður í Smárahverfi í Kópavogi. 10.6.2005 00:01 Fellir úrskurð ráðherra úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðherra, sem synjað hafði Lilju Sæmundsdóttir um að ættleiða barn frá Kína á þeim forsendum að hún væri of þung. Lilja, sem er 48 ára, er með kennaramenntun og sérkennaramenntun og sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. 10.6.2005 00:01 Töldu sig þekkja mann í löggubíl Lögreglan í Hafnarfirði handtók rétt fyrir hádegi tvo karlmenn og eina konu í húsi í Reykjavík sem eru grunuð um að hafa í félagi við tvo aðra karla, sem handteknir voru í nótt, ráðist á óeinkennisklædda lögreglumenn og stórskemmt ómerkta lögreglubifreið. Árásarmennirnir töldu sig þekkja einhvern í lögreglubílnum sem þeir áttu sökótt við og þess vegna létu þeir til skarar skríða. 10.6.2005 00:01 Sóknin á safnaðarheimilið Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar, segist ekki geta séð að það sé löglegt að úthýsa sóknarpresti með því að skipta um skrár í safnaðarheimili Garðasóknar. "Það er sóknin sem á safnaðarheimilið, en ekki sóknarnefndin." 10.6.2005 00:01 Tveir fá styrk til listrannsókna Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands úthlutaði í gær tveimur styrkjum, báðum að upphæð kr. 400.000. Hrafnhildur Schram listfræðingur fékk annan styrkinn vegna vinnslu bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur. Hinn styrkinn fékk Viktor Smári Sæmundsson forvörður til að stunda rannsóknir á höfundarmerkingum frumherja íslenskrar myndlistar. 10.6.2005 00:01 Velti stolnum bíl með þýfi Á sjötta tímanum í gærmorgun valt lítil fólksbifreið í Önundarfirði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki alvarlega slasaður. Hann er grunaður um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og ekið henni undir áhrifum lyfja. Hann reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. 10.6.2005 00:01 Kjartan lagður af stað Kjartan Jakob Hauksson komst loksins af stað frá Reykjafirði eftir hádegi í gær eftir að hafa verið veðurtepptur þar í fjóra daga. Vindur var þó enn nokkur og hann hélt sig nærri landi. 10.6.2005 00:01 Ekki mat á umhverfisáhrifum í dómi Alcoa Fjarðarál hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem höfð eru eftir Hjörleifi Guttormssyni í <em>Morgunblaðinu</em> í dag og tengjast umfjöllun um nýfallinn dóm Hæstaréttar, en samkvæmt honum þarf Alcoa að kosta nýtt umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. 10.6.2005 00:01 Fjölskyldan segir alla hrædda Fjölskylda Halldórs Laxness kveðst ekki vera hissa á þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa kæru hennar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni frá 10.6.2005 00:01 Hjólreiðalöggur handtóku ökumann Tveir lögreglumenn á reiðhjólum handtóku í nótt ökumann fyrir utan veitingastað við Laugaveg. Veittu lögreglumennirnir ökumanninum athygli þar sem hann ók bifreið sinni allgreitt niður Laugarveg og stöðvaði fyrir utan veitingastað. Höfðu þeir tal af ökumanninum þar sem hann sat undir stýri bifreiðarinnar. Vaknaði þá grunur um að ökumaður væri ölvaður og var hann því færður á lögreglustöð blóðsýnatöku. 10.6.2005 00:01 Dýr fari ekki með Norrænu Yfirdýralæknir áréttar bann við því að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Keflavíkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambandslanda um dýrainnflutning og gæludýravegabréf. 10.6.2005 00:01 Margdæmdur aftur í steininn 29 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og umboðssvik. Maðurinn hefur oft verið dæmdur áður fyrir þjófnað. 10.6.2005 00:01 Afgreiðslustjóri sparisjóðs dæmdur 37 ára gömul kona var fyrir helgi dæmd í níu mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega átta milljóna króna skaðabóta til Sparisjóðs Hafnarfjarðar vegna umboðssvika í störfum sínum fyrir sjóðinn árin 2000 til 2003. Konan starfaði sem afgreiðslustjóri hjá sparisjóðnum. 10.6.2005 00:01 Sextugur sýknaður af hasssmygli Sextugur karl var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömmum af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 10.6.2005 00:01 Tóku feil og réðust á lögreglumenn Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði og skemmdu töluvert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit. Fólkið fór mannavillt og var handtekið. 10.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikilvægt að halda rétt á spilunum Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, segir að niðurfelling skulda hjá fátækustu ríkjum heims hafi gífurleg áhrif. "Þessi lönd bera mikinn vaxtakostnað og þar af leiðandi hafa tekjur þessara landa fyrst og fremst farið í fjármagnskostnað. Þau hafa ekki náð neinum möguleika á hagvexti, meðal annars vegna þess, en auðvitað geta verið fleiri þættir sem þar hafa áhrif," segir Tryggvi. 11.6.2005 00:01
Kraftur í allt hjálparstarf "Það skiptir stórkostlegu máli að losna við þennan skuldabagga og þetta hefur þau áhrif að það færist kraftur í allt hjálparstarf," segir Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossi Íslands. 11.6.2005 00:01
Fögnum niðurfellingu skulda "Þetta er nokkuð sem hjálparsamtök hafa barist fyrir á annan áratug og ég fagna þessari ákvörðun," segir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, um niðurfellingu skuldanna. "Þetta hefur ekki bein áhrif á okkar daglega starf því það er nóg af verkefnum sem þarf að vinna. En mér finnst það mikilvægasta í þessu að þeir fjármunir sem verða nú til í þessum löndum fari í uppbyggingu og að ástandinu sé ekki viðhaldið með sóun peninganna í óþarfa hluti." 11.6.2005 00:01
Loka Kópavogshöfn Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir skipulagstillögur R-listans í Reykjavík gera ráð fyrir því að loka innsiglingunni í Kópavogshöfn. "Menn geta alltaf þvælt eitthvað fram og til baka. Með skipulagshugmyndum R-listans um tengingu yfir á Álftanes verður lokað fyrir allar siglingar inn í Kópavogshöfn," segir Gunnar, sem gefur lítið fyrir nýjustu tillögur R-listans í skipulagsmálum. 11.6.2005 00:01
Átján þúsund konur tóku þátt Kvennahlaupið var haldið hátíðlegt í gær með skokki um allt land. Að sögn Ellerts B. Schram, forstjóra ÍSÍ, fór allt vel fram í Garðabæ og konur á öllum aldri hlupu sér til ánægju í sól og blíðu. 11.6.2005 00:01
Elsti leikskólinn á landsbyggðinni Starfsfólk, foreldrar og börn á leikskólanum Pálmholti á Akureyri fögnuðu 55 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag en Sigrún Jónsdóttir leikskólastjóri segir að Pálmholt sé elsti starfandi leikskólinn utan höfuðborgarsvæðisins. 11.6.2005 00:01
Fagnar ákvörðuninni "Þetta er nokkuð sem hjálparsamtök hafa barist fyrir á annan áratug og ég fagna þessari ákvörðun," segir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, um niðurfellingu skuldanna. 11.6.2005 00:01
Neitar að ósamræmi sé í gögnum Ríkisendurskoðandi segir ekkert ósamræmi í gögnum Ríkisendurskoðunar hvað varðar hæfi Halldórs Ásgrímssonar í sölu ríkisbankanna. Stofnunin hafi ekki vitað af eignarhlut fjölskyldufyrirtækis Halldórs í Hesteyri fyrr en á fundi fjárlaganefndar 28. apríl, þrátt fyrir að frá því hafi verið skýrt í fréttum í lok árs 2002. 11.6.2005 00:01
Sátt hefur ekki skapast Þrátt fyrir að tveir meðlimir stjórnar Landakotsskóla hafi sagt sig frá stjórninni, til að sátt megi skapast um framtíð skólans, sendu sjö kennarar frá sér harðorða yfirlýsingu í gær. 11.6.2005 00:01
Segist læsa prestinn úti Sóknarpresturinn Í Garðabæ ætlar ekki að hlíta úrskurði áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Hann segir nefndina og biskup ekki hafa völd til að færa hann til í starfi. Formaður sóknarnefndar íhugar að skipta um skrár í safnaðarheimilinu. 10.6.2005 00:01
Hæfi Halldórs í rannsókn Ríkisendurskoðandi rannsakar hvort eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans valdi því að hann hafi verið vanhæfur við sölu á Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson segir verið sé að afla gagna um eignarhluti og atburðarrás. 10.6.2005 00:01
Helmingur krefst afsagnar stjórnar Átta kennarar af fimmtán í Landakotsskóla krefjast þess að stjórn skólans segi af sér þar sem hún vilji ekki veita skólastjóra skólans það vald sem honum beri að hafa samkvæmt grunnskólalögum. Fjölmennur fundur foreldra, kennara og stjórnar Landakotsskóla var haldinn í gærkvöldi og sendu kennarar frá sér yfirlýsingu að honum loknum þar sem þess var krafist að stjórnin segði af sér. 10.6.2005 00:01
Velti bíl utan við Flateyri Ölvaður ökumaður á stolnum bíl, að því að talið er, er nú á sjúkrahúsinu á Ísafirði eftir að hann velti bílnum utan við Flateyri á sjötta tímanum í morgun. Maðurinn er til rannsóknar á sjúkrahúsinu en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Bíllinn er hins vegar töluvert skemmdur. 10.6.2005 00:01
Biskup hafnar ásökunum um vanhæfi Karl Sigurbjörnsson biskup hafnar alfarið alvarlegum ásökunum lögmanns Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, sem lýst hefur biskup vanhæfan til að fjalla um deilu prestins og hluta sóknarnefndar. Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu, þar sem þessu er hafnað, segir enn fremur að Biskupsstofa tjái sig ekki frekar um innihald bréfs lögmannsins til biskups á meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. 10.6.2005 00:01
Gripnir við hassreykingar Þrír unglingspiltar voru gripnir glóðvoldir við hassreykingar við Hamraskóla í Grafarvogi á fjórða tímanum í nótt. Þeir voru utan við skólann og stöðvaði lögreglan reykinarnar, málið telst upplýst og var piltunum sleppt eftir skýrslutöku á staðnum. 10.6.2005 00:01
9 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í níu mánaða fangelsi í morgun og til að greiða sparisjóðnum liðlega átta milljónir króna fyrir umboðssvik en afgreiðslustjórinn sveik með ýmsum hætti umrædda fjárhæð út úr sparisjóðnum. Hluti fangelsisvistarinnar er skilorðsbundinn þar sem dráttur varð á rannsókn málsins hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. 10.6.2005 00:01
Fjórir sækja um forstjórastarf Fjórir sækja um starf forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem kemur í stað Samkeppnisstofnunar. Þeir eru Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður, Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, Páll E. Halldórsson hag- og rekstrarfræðingur og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Umsóknarfrestur rann út í gær. 10.6.2005 00:01
Íhuga að stofna nýjan barnaskóla Óánægðir kennarar við Landakotsskóla íhuga ásamt foreldrum að setja á fót nýjan barnaskóla þar sem séra Hjalti Þorkelsson yrði skólastjóri. Átta kennarar af fimmtán í Landakotsskóla krefjast þess að stjórn skólans segi af sér. 10.6.2005 00:01
Stórskemmdu lögreglubíl Fjórir karlar og ein kona réðust í nótt á lögreglumenn í Hafnarfirði og stórskemmdu lögreglubifreið. 10.6.2005 00:01
Rjúpnastofninn vex um 80 prósent Rjúpnastofninn stækkaði um tæplega 80 prósent milli ára samkvæmt tölum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Stofnunin vill að veiðar verði takmarkaðar verulega, verði þær leyfðar á annað borð, svo að stofninn haldi áfram að vaxa. 10.6.2005 00:01
Átelja seinagang embættis Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. 10.6.2005 00:01
Segir forsendur leyfis brostnar Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. 10.6.2005 00:01
Lögreglumenn semja við ríkið Landssamband lögreglumanna samþykkti kjarasamning sambandsins við fjármálaráðherra með 64 prósentum greiddra atkvæða gegn tæpu 31 prósenti. Þetta kemur fram á heimasíðu BSRB. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var rúm 60 prósent. Talningu atkvæða lauk á hádegi í dag en samningurinn var undirritaður 30. apríl síðastliðinn. 10.6.2005 00:01
Halldór á fund Noregskonungs Halldór Blöndal, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn í Noregi boði Stórþingsins dagana 11.-14. júní þar sem hann hittir meðal annars Harald Noregskonung. Með þingforseta í för verða eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti Alþingis, Birgir Ármannsson, 6. varaforseti Alþingis, og Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri skrifstofu Alþingis. 10.6.2005 00:01
Tjón mest á Suðurlandsvegi Samfélagskostnaður vegna tjóna á Suðurlandsvegi er mun hærri en á öðrum vegum. Þetta kemur fram í úttekt sem Vinir Hellisheiðar létu gera í samstarfi við tryggingarfélögin. Á blaðamannafundi í dag var kynnt samantekt yfir tjón á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss frá 1990 og þar til í mars í ár og þar kom fram að kostnaðurinn nam fimm milljörðum króna. 10.6.2005 00:01
Dæmdar bætur vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða manni rúmlega eina milljón króna í skaðabætur. Maðurinn varð fyrir slysi í febrúar í fyrra þegar hann var að vinna við svokallaða brettastöflunarvél sem er hluti af pökkunarvél í hraðfrystihúsi Ísfélagsins. Vélin bilaði með þeim afleiðingum að dragplata gekk út og dró með sér öskjur sem duttu yfir manninn þar sem hann stóð. 10.6.2005 00:01
Komi ekki að stofnun nýs skóla Séra Hjalti Þorkelsson, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla, segist ekki eiga hlut að stofnun nýs grunnskóla sem óánægðir kennarar við Landakotsskóla íhuga að setja á laggirnar í samvinnu við foreldra skólabarna. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar er verið að setja saman undirbúningshóp fyrir stofnun nýs skóla, en kennarar og foreldrar eru ósáttir við ástandið í Landakotsskóla eins og það er, og telja að stjórn skólans sé með aðgerðum sínum að undanförnu að eyðileggja skólastarfið. 10.6.2005 00:01
Bilun í háspennustreng í Garðabæ Fyrir stundu varð bilun í háspennustreng í Garðabæ sem veldur því að stór hluti bæjarins er rafmagnslaus. Unnið er að viðgerð. 10.6.2005 00:01
Víkja sæti úr stjórn skóla Gunnar Örn Ólafsson, formaður stjórnar Landakotsskóla sjálfseignarfélags, og Jóhanna Long, ritari stjórnar, hafa ákveðið að víkja sæti úr stjórn félagsins í því skyni að sátt megi skapast um framtíð skólahalds að Landakoti. Í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér fyrir stundu segir að nýr stjórnarformaður, Björg Thorarensen, prófessor og foreldri, og Þórunn Erhardsdóttir, formaður foreldraráðs, hafi tekið sæti þeirra í stjórninni. 10.6.2005 00:01
Nýir óháðir aðilar skoði bankasölu Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja það stórpólitísk tíðindi að bankasölumálið hafi komist á svo alvarlegt stig að hæfi sjálfs forsætisráðherra sé dregið í efa. Þeir segja óþægilega stöðu Ríksendurskoðunar í málinu kalla á þá spurningu hvort ekki sé tímabært að fá nýja óháða skoðun á sölu ríkisbankanna. 10.6.2005 00:01
Rafmagn komið aftur á í Garðabæ Rafmagn er nú komið á á ný í Garðabæ eftir að rafmagnslaust hafði verið í rúma klukkustund. Grafið var í háspennustreng við Móaflöt sem olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins og niður í Smárahverfi í Kópavogi. 10.6.2005 00:01
Fellir úrskurð ráðherra úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðherra, sem synjað hafði Lilju Sæmundsdóttir um að ættleiða barn frá Kína á þeim forsendum að hún væri of þung. Lilja, sem er 48 ára, er með kennaramenntun og sérkennaramenntun og sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. 10.6.2005 00:01
Töldu sig þekkja mann í löggubíl Lögreglan í Hafnarfirði handtók rétt fyrir hádegi tvo karlmenn og eina konu í húsi í Reykjavík sem eru grunuð um að hafa í félagi við tvo aðra karla, sem handteknir voru í nótt, ráðist á óeinkennisklædda lögreglumenn og stórskemmt ómerkta lögreglubifreið. Árásarmennirnir töldu sig þekkja einhvern í lögreglubílnum sem þeir áttu sökótt við og þess vegna létu þeir til skarar skríða. 10.6.2005 00:01
Sóknin á safnaðarheimilið Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar, segist ekki geta séð að það sé löglegt að úthýsa sóknarpresti með því að skipta um skrár í safnaðarheimili Garðasóknar. "Það er sóknin sem á safnaðarheimilið, en ekki sóknarnefndin." 10.6.2005 00:01
Tveir fá styrk til listrannsókna Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands úthlutaði í gær tveimur styrkjum, báðum að upphæð kr. 400.000. Hrafnhildur Schram listfræðingur fékk annan styrkinn vegna vinnslu bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur. Hinn styrkinn fékk Viktor Smári Sæmundsson forvörður til að stunda rannsóknir á höfundarmerkingum frumherja íslenskrar myndlistar. 10.6.2005 00:01
Velti stolnum bíl með þýfi Á sjötta tímanum í gærmorgun valt lítil fólksbifreið í Önundarfirði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki alvarlega slasaður. Hann er grunaður um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og ekið henni undir áhrifum lyfja. Hann reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. 10.6.2005 00:01
Kjartan lagður af stað Kjartan Jakob Hauksson komst loksins af stað frá Reykjafirði eftir hádegi í gær eftir að hafa verið veðurtepptur þar í fjóra daga. Vindur var þó enn nokkur og hann hélt sig nærri landi. 10.6.2005 00:01
Ekki mat á umhverfisáhrifum í dómi Alcoa Fjarðarál hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem höfð eru eftir Hjörleifi Guttormssyni í <em>Morgunblaðinu</em> í dag og tengjast umfjöllun um nýfallinn dóm Hæstaréttar, en samkvæmt honum þarf Alcoa að kosta nýtt umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. 10.6.2005 00:01
Fjölskyldan segir alla hrædda Fjölskylda Halldórs Laxness kveðst ekki vera hissa á þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa kæru hennar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni frá 10.6.2005 00:01
Hjólreiðalöggur handtóku ökumann Tveir lögreglumenn á reiðhjólum handtóku í nótt ökumann fyrir utan veitingastað við Laugaveg. Veittu lögreglumennirnir ökumanninum athygli þar sem hann ók bifreið sinni allgreitt niður Laugarveg og stöðvaði fyrir utan veitingastað. Höfðu þeir tal af ökumanninum þar sem hann sat undir stýri bifreiðarinnar. Vaknaði þá grunur um að ökumaður væri ölvaður og var hann því færður á lögreglustöð blóðsýnatöku. 10.6.2005 00:01
Dýr fari ekki með Norrænu Yfirdýralæknir áréttar bann við því að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Keflavíkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambandslanda um dýrainnflutning og gæludýravegabréf. 10.6.2005 00:01
Margdæmdur aftur í steininn 29 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og umboðssvik. Maðurinn hefur oft verið dæmdur áður fyrir þjófnað. 10.6.2005 00:01
Afgreiðslustjóri sparisjóðs dæmdur 37 ára gömul kona var fyrir helgi dæmd í níu mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega átta milljóna króna skaðabóta til Sparisjóðs Hafnarfjarðar vegna umboðssvika í störfum sínum fyrir sjóðinn árin 2000 til 2003. Konan starfaði sem afgreiðslustjóri hjá sparisjóðnum. 10.6.2005 00:01
Sextugur sýknaður af hasssmygli Sextugur karl var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömmum af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 10.6.2005 00:01
Tóku feil og réðust á lögreglumenn Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði og skemmdu töluvert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit. Fólkið fór mannavillt og var handtekið. 10.6.2005 00:01