Innlent

Elsti leikskólinn á landsbyggðinni

Starfsfólk, foreldrar og börn á leikskólanum Pálmholti á Akureyri fögnuðu 55 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag en Sigrún Jónsdóttir leikskólastjóri segir að Pálmholt sé elsti starfandi leikskólinn utan höfuðborgarsvæðisins. Kvenfélagið Hlíf stóð upphaflega að byggingu og rekstri skólans sem sumardvalarheimilis en markmiðið var að börn á Akureyri gætu dvalið utan bæjarmarkanna og notið gróðurs og frjálsræðis. Pálmholt, sem nú er einsetinn leikskóli með um 60 börnum, er enn á sínum stað en bærinn hefur vaxið og er leikskólinn ekki lengur utan bæjarmarkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×