Innlent

Ekki mat á umhverfisáhrifum í dómi

Alcoa Fjarðarál hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem höfð eru eftir Hjörleifi Guttormssyni í Morgunblaðinu í dag og tengjast umfjöllun um nýfallinn dóm Hæstaréttar, en samkvæmt honum þarf Alcoa að kosta nýtt umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Í tilkynningu Alcoa segir: „Í dómi Hæstaréttar er hvorki lagt mat á ætluð umhverfisáhrif álvers Alcoa Fjarðaáls né gæði tiltekinna aðferða við hreinsun útblásturs frá álverinu. Niðurstaða réttarins byggist einkum á því að ákveðnum formkröfum hafi ekki verið fullnægt og af þeim sökum sé úrskurður umhverfisráðherra frá apríl 2003, um að álverið þurfti ekki að sæta nýju mati á umhverfisáhrifum, ekki gildur. Þegar liggur fyrir ítarleg og vönduð samanburðarskýrsla um ætluð umhverfisáhrif álvers Alcoa Fjarðaáls sem unnin var af reyndum innlendum og erlendum sérfræðingum. Fimmtán opinberar stofnanir með sérþekkingu á sviði verkfræði og umhverfismála veittu umsögn um skýrsluna. Þessar upplýsingar voru grundvöllur úrskurðar Skipulagsstofnunar árið 2002 um að álver Alcoa Fjarðaáls þyrfti ekki að sæta nýju mati á umhverfisáhrifum. Í umræddri skýrslu kemur fram að heildarlosun efna frá álveri Alcoa Fjarðaáls verður til muna minni en hún hefði orðið frá áður fyrirhuguðu álveri Norsk Hydro.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×