10 milljarða króna vanskil 10. maí 2005 00:01 Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira