Innlent

Flugvöllur á Þingeyri bættur

Samningur um endurbætur á Þingeyrarflugvelli verður undirritaður á morgun en framkvæmdir hefjast innan fárra daga. Áætlað er að verkinu verði lokið í byrjun nóvember og eiga þá Fokker-flugvélar að geta lent og tekið á loft með sama flugtaksþunga og á Ísafjarðarflugvelli. Endurbætt flugbraut verður 1084 metrar á lengd og 30 metara á breidd og verður með bundnu slitlagi. Góður ljósabúnaður verður á brautinni og veðurathuganarkerfi og brautarhitamælar verða á staðnum. KNH verktakar ehf. á Ísafirði sjá um endurbæturnar að gengnu útboði hjá Ríkiskaupum. Heildarkostnaður við framkvæmdina er 182 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×