Hetjur hryllilegs stríðs fá orður 18. apríl 2005 00:01 Tveir íslenskir sjómenn fengu heiðursorður frá rússnesku þjóðinni í gær. Þeir voru hásetar á bandarískum skipum sem sigldu með vistir til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrkjöldinni. Rússneski sendiherrann, Alexander Rannikh, sagði að án aðstoðarinnar í gegnum Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Rannikh sagði Rússa ætla að veita fjölskyldum látinna Íslendinga á skipunum orður nú þegar þess væri minnst að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum. Guðbjörn Guðjónsson lagði úr Hvalfjarðarhöfn með PQ17-skipalestinni árið 1941. Hann varð innlyksa í Rússlandi eftir að þýski herinn réðist á skipalestina og sökkti flestum skipanna. Guðbjörn var í Rússlandi í átta mánuði en komst heim í gegnum England um sumarið 1942. "Fleiri þúsundir sjómanna létust. Um fjörutíu skip fóru af stað og níu komust alla leið þannig að fólk getur rétt ímyndað sér harmleikinn," segir Guðbjörn, sem fylgdist með heimildarmynd um skipin í Ráðhúsinu í gær eftir orðuveitinguna. Guðbjörn segir að hann hugsi ekki oft um þessa harmþrungnu reynslu. "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," segir Guðbjörn. Pétur H. Ólafsson fór úr Reykjavíkurhöfn í apríl 1942 á ítölsku skipi sem Bandaríkjamenn höfðu hernumið. Hann taldi sig vera á leið til Bandaríkjanna en komst fljótt að því að leið hans lá fyrst til Múrmansk. Þar var hann fram í maí en á skipinu til ársins 1943. "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn." Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Tveir íslenskir sjómenn fengu heiðursorður frá rússnesku þjóðinni í gær. Þeir voru hásetar á bandarískum skipum sem sigldu með vistir til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrkjöldinni. Rússneski sendiherrann, Alexander Rannikh, sagði að án aðstoðarinnar í gegnum Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Rannikh sagði Rússa ætla að veita fjölskyldum látinna Íslendinga á skipunum orður nú þegar þess væri minnst að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum. Guðbjörn Guðjónsson lagði úr Hvalfjarðarhöfn með PQ17-skipalestinni árið 1941. Hann varð innlyksa í Rússlandi eftir að þýski herinn réðist á skipalestina og sökkti flestum skipanna. Guðbjörn var í Rússlandi í átta mánuði en komst heim í gegnum England um sumarið 1942. "Fleiri þúsundir sjómanna létust. Um fjörutíu skip fóru af stað og níu komust alla leið þannig að fólk getur rétt ímyndað sér harmleikinn," segir Guðbjörn, sem fylgdist með heimildarmynd um skipin í Ráðhúsinu í gær eftir orðuveitinguna. Guðbjörn segir að hann hugsi ekki oft um þessa harmþrungnu reynslu. "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," segir Guðbjörn. Pétur H. Ólafsson fór úr Reykjavíkurhöfn í apríl 1942 á ítölsku skipi sem Bandaríkjamenn höfðu hernumið. Hann taldi sig vera á leið til Bandaríkjanna en komst fljótt að því að leið hans lá fyrst til Múrmansk. Þar var hann fram í maí en á skipinu til ársins 1943. "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn."
Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira