Hetjur hryllilegs stríðs fá orður 18. apríl 2005 00:01 Tveir íslenskir sjómenn fengu heiðursorður frá rússnesku þjóðinni í gær. Þeir voru hásetar á bandarískum skipum sem sigldu með vistir til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrkjöldinni. Rússneski sendiherrann, Alexander Rannikh, sagði að án aðstoðarinnar í gegnum Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Rannikh sagði Rússa ætla að veita fjölskyldum látinna Íslendinga á skipunum orður nú þegar þess væri minnst að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum. Guðbjörn Guðjónsson lagði úr Hvalfjarðarhöfn með PQ17-skipalestinni árið 1941. Hann varð innlyksa í Rússlandi eftir að þýski herinn réðist á skipalestina og sökkti flestum skipanna. Guðbjörn var í Rússlandi í átta mánuði en komst heim í gegnum England um sumarið 1942. "Fleiri þúsundir sjómanna létust. Um fjörutíu skip fóru af stað og níu komust alla leið þannig að fólk getur rétt ímyndað sér harmleikinn," segir Guðbjörn, sem fylgdist með heimildarmynd um skipin í Ráðhúsinu í gær eftir orðuveitinguna. Guðbjörn segir að hann hugsi ekki oft um þessa harmþrungnu reynslu. "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," segir Guðbjörn. Pétur H. Ólafsson fór úr Reykjavíkurhöfn í apríl 1942 á ítölsku skipi sem Bandaríkjamenn höfðu hernumið. Hann taldi sig vera á leið til Bandaríkjanna en komst fljótt að því að leið hans lá fyrst til Múrmansk. Þar var hann fram í maí en á skipinu til ársins 1943. "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn." Fréttir Innlent Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Tveir íslenskir sjómenn fengu heiðursorður frá rússnesku þjóðinni í gær. Þeir voru hásetar á bandarískum skipum sem sigldu með vistir til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrkjöldinni. Rússneski sendiherrann, Alexander Rannikh, sagði að án aðstoðarinnar í gegnum Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Rannikh sagði Rússa ætla að veita fjölskyldum látinna Íslendinga á skipunum orður nú þegar þess væri minnst að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum. Guðbjörn Guðjónsson lagði úr Hvalfjarðarhöfn með PQ17-skipalestinni árið 1941. Hann varð innlyksa í Rússlandi eftir að þýski herinn réðist á skipalestina og sökkti flestum skipanna. Guðbjörn var í Rússlandi í átta mánuði en komst heim í gegnum England um sumarið 1942. "Fleiri þúsundir sjómanna létust. Um fjörutíu skip fóru af stað og níu komust alla leið þannig að fólk getur rétt ímyndað sér harmleikinn," segir Guðbjörn, sem fylgdist með heimildarmynd um skipin í Ráðhúsinu í gær eftir orðuveitinguna. Guðbjörn segir að hann hugsi ekki oft um þessa harmþrungnu reynslu. "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," segir Guðbjörn. Pétur H. Ólafsson fór úr Reykjavíkurhöfn í apríl 1942 á ítölsku skipi sem Bandaríkjamenn höfðu hernumið. Hann taldi sig vera á leið til Bandaríkjanna en komst fljótt að því að leið hans lá fyrst til Múrmansk. Þar var hann fram í maí en á skipinu til ársins 1943. "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn."
Fréttir Innlent Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira