Vill leiða flokkinn áfram 18. apríl 2005 00:01 "Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
"Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira