Samrýmist stefnu skólans 19. apríl 2005 00:01 Háskólinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að þiggja lóðina í Vatnsmýrinni og segir rektor staðsetninguna samrýmast stefnu skólans. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segist sátt og óskar skólanum velfarnaðar. Ákvörun um lóðavalið var tilkynnt samtímis í Háskólanum í Reykjavík og í Tækniháskólanum klukkan þrjú í dag. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor skólans, var ánægð með ákvörðunina þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hana í dag. Hún segir að háskólaráð hafi komist að þessari niðurstöðu samhljóða. Valið hafi verið ígrundað á fjölmörgum þáttum og að ráðgjafarfyrirtæki hafi verið fengið til að aðstoða við mat á valkostunum tveimur. Guðfinna segir nafn skólans ekkert hafa haft með valið að gera. Fljótlega verður hafist handa við hönnun skólans en stefnt er að því að hefja framkvæmdir í lok árs 2006. Haustið 2008 á starfsemi skólans að fara af stað í nýrri byggingu. Guðfinna segir að fyrst og fremst sé talið að það styðji mjög við stefnu Háskólans í Reykjavík, sem sé ætlað að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, að velja Vatnsmýrina. Þar sé tækifæri til að byggja upp Kísildal. þ.e. þekkingarsamfélag sem nágrannaþjóðirnar séu þegar langt á veg komnar með að byggja upp. Þar séu samlegðaráhrifin mikil og reiknað verði með að háskólinn starfi með rannsóknarstofnunum og háskólum á svæðinu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir eina af ástæðunum fyrir því að Háskólanum í Reykjavík hafi verið boðin lóð þá að tryggja skólanum val. Hún segist aðspurð ekki vera svekkt yfir ákvörðun skólans heldur vilji hún óska honum til hamingju með staðarvalið og hún voni að undirbúningurinn og uppbyggingin gangi vel. Auðvitað hefði hún frekar kosið að fá skólann í Garðabæ en þar sé fram undan mikil uppbygging og mikil eftirspurn eftir lóðum og starfsemi í Urriðaholti. Því verði haldið áfram og unnið með þeim sem séu að búa sig undir að koma á svæðið Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að þiggja lóðina í Vatnsmýrinni og segir rektor staðsetninguna samrýmast stefnu skólans. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segist sátt og óskar skólanum velfarnaðar. Ákvörun um lóðavalið var tilkynnt samtímis í Háskólanum í Reykjavík og í Tækniháskólanum klukkan þrjú í dag. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor skólans, var ánægð með ákvörðunina þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hana í dag. Hún segir að háskólaráð hafi komist að þessari niðurstöðu samhljóða. Valið hafi verið ígrundað á fjölmörgum þáttum og að ráðgjafarfyrirtæki hafi verið fengið til að aðstoða við mat á valkostunum tveimur. Guðfinna segir nafn skólans ekkert hafa haft með valið að gera. Fljótlega verður hafist handa við hönnun skólans en stefnt er að því að hefja framkvæmdir í lok árs 2006. Haustið 2008 á starfsemi skólans að fara af stað í nýrri byggingu. Guðfinna segir að fyrst og fremst sé talið að það styðji mjög við stefnu Háskólans í Reykjavík, sem sé ætlað að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, að velja Vatnsmýrina. Þar sé tækifæri til að byggja upp Kísildal. þ.e. þekkingarsamfélag sem nágrannaþjóðirnar séu þegar langt á veg komnar með að byggja upp. Þar séu samlegðaráhrifin mikil og reiknað verði með að háskólinn starfi með rannsóknarstofnunum og háskólum á svæðinu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir eina af ástæðunum fyrir því að Háskólanum í Reykjavík hafi verið boðin lóð þá að tryggja skólanum val. Hún segist aðspurð ekki vera svekkt yfir ákvörðun skólans heldur vilji hún óska honum til hamingju með staðarvalið og hún voni að undirbúningurinn og uppbyggingin gangi vel. Auðvitað hefði hún frekar kosið að fá skólann í Garðabæ en þar sé fram undan mikil uppbygging og mikil eftirspurn eftir lóðum og starfsemi í Urriðaholti. Því verði haldið áfram og unnið með þeim sem séu að búa sig undir að koma á svæðið
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira