Innlent

Orkumálastjóri í leyfi

Þorkell Helgason orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi um tveggja mánaða skeið. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil. Ragnheiður er með doktorsgráðu í verkfræði frá Danska Tækniháskólanum og MBA frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og sem sérfræðingur hjá Iðntæknistofnun Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×