Innlent

Kennarar í Versló án samnings

Kennarasamband Íslands hefur fundað tvisvar með samninganefnd ríkisins vegna kjarasamnings kennara í Verzlunarskóla Íslands sem rann út í lok janúar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samninginn í grundvallaratriðum verða á sömu nótum og sá sem framhaldsskólakennarar samþykktu fyrir helgi með yfirgnæfandi meirihluta eða rétt tæpum 84 prósentum. Háskólakennarar samþykktu Félag háskólakennara sem er innan Bandalags háskólamanna, BHM, hefur samþykkt kjarasamning sinn við ríkið. Af 482 félagsmönnum greiddu 251 atkvæði og rúm 83 prósent þeirra sögðu já. Rúm ellefu prósent sögðu nei og rúm fimm prósent skiluðu auðu. Náttúrufræðingar sögðu já Félag náttúrufræðinga sem er innan Bandalags háskólamanna en stóð utan 24 félaga samnings bandalagsins samþykkti sérsamning sinn við ríkið. Hann var á svipuðum nótum og heildarsamningurinn. Rétt rúm 77 prósent þeirra greiddu atkvæði og sögðu tæp 88 prósent já. Tæp tíu prósent nei. Aðrir gerðu ógilt eða skiluðu auðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×