Innlent

Samningstörn framundan

Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að verkfallsboðun komi til greina meðal starfsmanna í Leifsstöð því að ekki ríki friðarskylda fyrr en náðst hafi samkomulag um kjarasamning. Hann á þó ekki von á því að verkfall verði boðað. "Ég geri ráð fyrir að við leiðréttum það sem stendur eftir þegar við erum búin að taka stöðuna meðal starfsmanna. Ég gerir ráð fyrir að við tölum við okkar félagsmenn og förum svo í samningstörn," segir hann. Starfsmenn Fríhafnarinnar ehf. og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar felldu nýlega kjarasamning. Samningurinn átti að gefa tæplega 20 prósent á öllum samningstímanum og upphafshækkunin var ríflega sex prósent. Í samningnum var meðal annars verið að færa greidd laun inn í taxtann. Jens segir að samningurinn hafi átt að gefa verulegar launabætur og það hafi kannski ekki komist nægilega vel til starfsmanna. Einhver andstaða hafi leynst meðal starfsmanna, sem hafi orðið til þess að samningurinn var felldur. Það þurfi að kanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×