Innlent

Náttúrufræðingar semja við ríkið

Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði í fyrradag nýjan kjarasamning við ríkið. Hann gildir frá 1. mars í ár til 30. apríl 2008 og var undirritaður með fyrivara um samþykki félagsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir að áfangahækkanir samningsins séu á svipuðum nótum og samið hefur verið um hjá öðrum félögum BHM. Tekin verður upp ný launatafla 1. maí á næsta ári og nema hækkanir nálægt 17 prósentum á samningstímanum. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði kynntur félagsmönnum strax eftir páska og atkvæði greidd um hann að því loknu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×