Innlent

Íslensku sumrin nógu köld

Hollenska fyrirtækið PJ Kooij hefur fest sér lóð á Flúðum með það að augnamiði að byggja 2.400 fermetra gróðurhús til að rækta stofublómið Nertera Granadensis. Blóm þetta blómstrar aðeins á vetrum í Hollandi og er því aðeins fáanlegt um nokkurra mánaða skeið í blómabúðum þar. Fyrirtækið vill snúa á náttúruna með því að rækta blómið hérlendis þar sem íslenska sumarið hefur flest einkenni hollensks vetrar og því þrífst nerteran hér á sumrin sem hávetur væri í Hollandi. Þannig er hægt að hafa blómið blómstrandi í sölu allt árið um kring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×