Undirbúa kvörtun til ESA 21. mars 2005 00:01 Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ný lög um olíugjald, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, feli í sér ólögmæta mismunum á skattlagningu ökutækja. Samtök Iðnaðarins muni væntanlega vísa málinu til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að vinna lögfræðilega úttekt og kanna hvort lagasetningin standist jafnræðisreglu EES samningsins. Niðurstöðu hennar sé að vænta fljótlega. Með lagabreytingunni sem samþykkt var síðastliðið vor verða 45 krónur lagðar á hvern lítra af dísilolíu. Skattlagningin byggist þá ekki á sérstökum þungaskatti heldur er öll olía sem nothæf er á ökutæki skattlögð, nema gerð sé sérstök undanþága. Eru dísilbílar þá skattlagðir með svipuðum hætti og bensínbílar. Hafa mörg samtök atvinnurekenda mótmælt þessari leið og segja skattbyrði rekstraraðila aukast við þessa breytingu. "Að auki verður lagt sérstakt kílómetragjald á bifreiðar og vagna sem eru þyngri en tíu tonn. Með öðrum orðum verða þessar atvinnubifreiðar komnar í tvöfalt kerfi skattlagningar um mitt þetta ár," sagði Vilmundur á iðnþingi á föstudaginn. Í sumum tilvikum hækki álögur um 10-20% en margfaldist í öðrum tilvikum. Bílar sem aka stuttar vegalengdir yrðu þá harðast úti. Sveinn Hannesson segir að verið sé að færa skattbyrðina meira á eigendur þyngri ökutækja. Samtök iðnaðarins vilji ekki tvöfalt kerfi. Í því felist bullandi mismunun og að auki séu líkur á því að þetta fyrirkomulag verði aflagt eftir nokkur ár. Evrópusambandið stefni að því að innheimta notkunargjöld af bifreiðum fyrir hvern ekinn kílómetra en ekki með olíugjaldi. Þetta sé auðveldara með nýrri tækni og muni koma til framkvæmda á árunum 2008-2009. Í kjölfarið verði væntanlega farin sama leið hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ný lög um olíugjald, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, feli í sér ólögmæta mismunum á skattlagningu ökutækja. Samtök Iðnaðarins muni væntanlega vísa málinu til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að vinna lögfræðilega úttekt og kanna hvort lagasetningin standist jafnræðisreglu EES samningsins. Niðurstöðu hennar sé að vænta fljótlega. Með lagabreytingunni sem samþykkt var síðastliðið vor verða 45 krónur lagðar á hvern lítra af dísilolíu. Skattlagningin byggist þá ekki á sérstökum þungaskatti heldur er öll olía sem nothæf er á ökutæki skattlögð, nema gerð sé sérstök undanþága. Eru dísilbílar þá skattlagðir með svipuðum hætti og bensínbílar. Hafa mörg samtök atvinnurekenda mótmælt þessari leið og segja skattbyrði rekstraraðila aukast við þessa breytingu. "Að auki verður lagt sérstakt kílómetragjald á bifreiðar og vagna sem eru þyngri en tíu tonn. Með öðrum orðum verða þessar atvinnubifreiðar komnar í tvöfalt kerfi skattlagningar um mitt þetta ár," sagði Vilmundur á iðnþingi á föstudaginn. Í sumum tilvikum hækki álögur um 10-20% en margfaldist í öðrum tilvikum. Bílar sem aka stuttar vegalengdir yrðu þá harðast úti. Sveinn Hannesson segir að verið sé að færa skattbyrðina meira á eigendur þyngri ökutækja. Samtök iðnaðarins vilji ekki tvöfalt kerfi. Í því felist bullandi mismunun og að auki séu líkur á því að þetta fyrirkomulag verði aflagt eftir nokkur ár. Evrópusambandið stefni að því að innheimta notkunargjöld af bifreiðum fyrir hvern ekinn kílómetra en ekki með olíugjaldi. Þetta sé auðveldara með nýrri tækni og muni koma til framkvæmda á árunum 2008-2009. Í kjölfarið verði væntanlega farin sama leið hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira