Innlent

Ekki til skoðunar á Íslandi

"Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Bandaríkjamenn eru að breyta löggjöf sinni á þann hátt að einstaklingur sem lýsir sig gjaldþrota og firrir sig þannig greiðsluskyldu á skuldum sínum sleppur ekki svo auðveldlega í framtíðinni. Hefur borið á því að einstaklingar notfæri sér þá útgönguleið að lýsa yfir gjaldþroti löngu eftir að í óefni er komið fjárhagslega. Í framtíðinni munu skuldir þeirra einstaklinga sem lýsa yfir gjaldþroti ekki falla niður að ákveðnum tíma liðnum eins og nú tíðkast. Guðjón segist ekki vita til þess að umræður hafi orðið um slíkt hér enda almennt ekki talið að einstaklingar notfæri sér gjaldþrot með þeim hætti sem bandarísk stjórnvöld telja sína þegna gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×