Búist við þúsundum lóðaumsókna 20. mars 2005 00:01 Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira