Búist við þúsundum lóðaumsókna 20. mars 2005 00:01 Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira