Fleiri fréttir

Sagði vinnubrögð niðurlægjandi

Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru.

Vandamál vegna kynhegðunar

"Þetta er raunverulegt vandamál sem þarf að fjalla um í samfélaginu," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Mikil aukning hefur orðið á því að ungar stúlkur leiti sér hjálpar vegna sárinda í endaþarmi -- afleiðingu endurtekinna endaþarmsmaka.

Rumsfeld reiddist vegna þotna

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra.

25-30 milljarðar vegna geðsjúkdóma

Kostnaður vestrænna samfélaga vegna geðsjúkdóma nemur um þremur til fjórum prósentum af þjóðarframleiðslu samkvæmt útreikningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Þetta jafngildir því að kostnaður íslenska þjóðfélagsins vegna þeirra sé um 25 til 30 milljarðar á ári. Einungis brot af þessu er kostnaður vegna meðferðar eða endurhæfingar.

Óvenju snjóþungur vetur

Óvenju mikið hefur snjóað það sem af er vetri. Aðeins draumkonur geta sagt til um hvernig veturinn verður þegar allt kemur til alls, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Sjómenn gæðavottaðir

Stýrimanna- og vélskólinn hefur sótt um gæðastaðalinn ISO-9001. Fáist vottun útskrifast nemendur með alþjóðaskírteini.

Talstöðin FM 90,9 í loftið

Ný útvarpsstöð, Talstöðin, hefur útsendingar í dag. Útvarpsstöðin sendir út á tíðininni FM 90,9. 

Sjálfstæðismenn vilja úttekt

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á þeim stjórnkerfisbreytingum sem staðið hafa yfir frá því sumarið árið 2002. Tillaga þessa efnis var lögð fyrir borgarráð í gær en afgreiðslu hennar frestað.

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þúsund krónur í bætur.

Óvíst með frekari leit

Ekkert hefur verið ákveðið um frekari leit að skipverjunum tveimur sem enn er saknað eftir að Jökulfellið sökk norðaustur af Færeyjum í fyrrakvöld. Leitarskilyrði á svæðinu eru slæm vegna veðurs og verður staðan metin aftur þegar líður á daginn.

Rán í öðrum söluturni

Enn var framið vopnað rán í söluturni seint í gærkvöldi og nú í söluturni í Mjódd. Ræninginn var hettuklæddur með sólgleraugu og lét skína í einhvers konar barefli. Að kröfu hans lét afgreiðslumaðurinn hann hafa reiðufé og hvarf hann á braut með það. Hann er ófundinn. Í fyrrakvöld var framið svipað rán í söluturni í Grafarholti og er ræninginn þaðan líka ófundinn.

Sluppu vel í hörðum árekstri

Ökumenn jeppa og fólksbíls sluppu lítið meiddir þegar bílar þeirra skullu mjög harkalega saman á Norðurlandsvegi í Austur-Húnavatnssýslu í gær. Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir og þykir mildi hversu vel ökumennirnir sluppu, en þeir voru einir í bílum sínum. Áreksturinn varð með þeim hætti að öðrum bílnum var ekið inn á þjóðveginn í veg fyrir hinn bílinn sem þar var á fullri ferð.

Loðnan fundin undan Ingólfshöfða

Loðnuskipin hafa nú fundið loðnu vestan við Ingólfshöfða eftir að hún hvarf af Austfjarðamiðum í brælunni á mánudag. Þónokkur skip eru þar nú en veður er ekki ákjósanlegt og torfurnar ekki stórar. Það er helst að afli fáist alveg upp undir fjörunni.

70 prósent telja Ingibjörgu hæfari

Sjötíu prósent samfylkingarfólks telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari en Össur Skarphéðinsson, til að gegna formennsku í Samfylkingunni. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hins vegar hæfari til starfans. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Mannlíf í janúar og birtist í nýjasta tölublaði þess.

Segir frágang farms ófullnægjandi

Allar líkur benda til þess að frágangur á farmi Jökulfells, sem hvolfdi og sökk norðaustur af Færeyjum í fyrrakvöld, hafi verið ófullnægjandi þannig að farmurinn hafi kastast út í aðra síðu skipsins og valdið slysinu.

Sakfelldur fyrir nefbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á tvítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta sautján ára dreng fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í apríl síðastliðnum. Þá er honum einnig gert að greiða fórnarlambinu hundrað þúsund krónur í skaðabætur.

Sjálfstæðismenn með langmest fylgi

Sjálfstæðismenn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frjálsrar verslunar. Framsóknarflokkurinn mælist í annað sinn á einni viku með um fimm prósenta fylgi í höfuðborginni.

Einkaviðtal við Halldór í kvöld

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra talar út um Íraksmálið í einkaviðtali sem hann féllst á að veita fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Í viðtalinu, sem verður sýnt í fréttatíma Stöðvar 2 og í Íslandi í dag í kvöld, skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að nafn Íslands lenti á lista þeirra þjóða sem studdu innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak.

Markið sett á 2015

Hægt er að ná svokölluðum þróunarmarkmiðum árþúsundsins árið 2015 með samhentu átaki alþjóðasamfélagsins. Þetta var meðal niðurstaðna fundar um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Delí á Indlandi dagana 3. til 6. febrúar.

Forleggjarar gefa milljón

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið eina milljón króna til hjálparstarfs ABC barnahjálpar vegna hamfaranna við Indlandshaf. Sigurður Svavarsson formaður félagsins og Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri afhentu Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, frumkvöðli ABC barnahjálpar, upphæðina í janúar.

Farmurinn líklega orsökin

"Rannsókn stendur yfir og á meðan svo er vil ég ekki fara út í getgátur um hvað fór úrskeiðis þegar slysið átti sér stað," segir Claus Thornberg, framkvæmdastjóri Tesma-skipafélagsins, en það félag sá um rekstur og mönnun MS Jökulfells, sem sökk á mánudagskvöldið með þeim afleiðingum að fjórir létust og tveir eru taldir af.

Brýn verkefni víðar en á Reykjanes

"Réttlætingin fyrir því að frekari tvöföldun Reykjanesbrautarinnar var ákveðin þrátt fyrir að annars staðar sé umferð meiri og þyngri er fyrst og fremst vegna öryggisþátta," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Ákveðið hefur verið að bjóða það verk út í vor meðan vegir á borð við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg bíða seinni tíma.

Samkomulag um verð á hjartalyfi

Samkomulag hefur náðst milli lyfjaverðsnefndar og lyfjafyrirtækisins Actavis um verðlagningu á nýju hjartalyfi sem kemur á markað innan skamms.

Um 1,5 - 2 milljarðar í fangelsin

Stefnt er að því að byggja eitt fangelsi og endurbæta stórlega þrjú til viðbótar fyrir 1,5-2 milljarða króna, að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar. Það er sama fjárhæð og upprunalega var gert ráð fyrir að bygging Hólmsheiðarfangelsis myndi kosta. </font /></b />

Tveir hópar á eina neyðarmóttöku

Ef sú leið verður farin að setja ekki á fót sérhæfða móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis heldur nýta neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana fyrir báða hópana verður að tryggja meira fjármagn í þá móttöku, að mati Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns, sem segir að þegar komi að baráttu gegn heimilisofbeldi þá þurfi hún að njóta forgangs.</font />

Eldur í bræðslu í Grindavík

Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í bræðslunni Fiskimjöli og Lýsi í Grindavík, sem er í eigu Samherja, á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Ljóst er að þetta er stórbruni og hefur slökkvilið víða að verið kallað á staðinn en ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli sprengingunni.

Snuð tekin af markaði

Komið hefur í ljós við eftirlit á Norðurlöndum að þrjár tegundir af snuðum eru það hættulegar að þær verða teknar af markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræðs snuð af gerðunum <em>Baby Nova</em>, <em>Stera</em> og <em>Pussy Cat</em> en þau féllu á prófinu í sameiginlegri, norrænni vöruprófun. Á tveimur þeirra losnaði sjálft snuðið af hringnum og af einu losnaði haldið.

Lögregla rannsakar leyfin

Atvinnu- og dvalarleyfi Litháa, sem eru að störfum hjá Impregilo á Kárahnjúkum, eru til rannsóknar hjá lögreglu á Egilsstöðum.

J. Edgar Hoover á hælum Laxness

Forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vélaði um mál Halldórs Laxness í Bandaríkjunum. Bandarísk skjöl, sem voru gerð opinber í desember, sýna að J. Edgar Hoover bæði fékk og sendi skeyti með fyrirspurnum um tekjur Halldórs og ferðir. Í kjölfar afskipta Hoovers af Halldóri var hætt að gefa bækur skáldsins út í Bandaríkjunum. </font /></b />

Strætó kaupir strætó

Strætó hefur keypt 30 nýja strætisvagna af Irisbus gerð og fékk fyrstu fimm vagnana afhenta í gær. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, reynsluók einum vagnanna um götur Reykjavíkur í gær og lét vel af.

Verksmiðja að mestu brunnin

Fiskimjölsverksmiðjan Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík er að mestu brunnin, en eldur kviknaði í henni á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Slökkvilið í Grindavík barðist við eldinn ásamt slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja og úr slökkviliðinu af Keflavíkurflugvelli.

Bæjarútgerðin í Hafnarfirði rifin

Það stendur bókstaflega varla steinn yfir steini í gömlu bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Hús félagsins eru að hverfa af yfirborði jarðar og áður en langt um líður verða risin þar fjölbýlishús.

Lögsækir ríkið fyrir uppsögn

Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér.

Ekki bræðsla í verksmiðju Samherja

Gríðarlegt tjón varð þegar eldur kom upp í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík nú síðdegis. Nokkuð ljóst er að engin bræðsla verður starfrækt í Grindavík á komandi vertíð.

Þrýst hart á íslensk stjórnvöld

Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin.

Ekki nóg að sigra í könnunum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson.

Nýir tímar hjá Háskólasjóði

Nýir menn, breyttir tímar, segir Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Hér eftir muni sjóðurinn þjóna hagsmunum háskólans og styðja hann með veglegum fjárframlögum eins og Vestur-Íslendingarnir sem stofnuðu sjóðinn ætluðust til.

Engin gögn um innrás

"Það má draga þá ályktun að það sé óeðlileg stjórnsýsla að haga málum með þessum hætti," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um skort á skriflegum gögnum frá forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðuneytinu um aðdraganda innrásinnar í Írak og stuðningi Íslands við hana.

Auglýsingar úr umferð

Auglýsingar Umferðarstofu, þar sem meðal annars barn sést falla fram af svölum, brjóta gegn ákvæðum samkeppnislaga að mati Samkeppnisstofnunar. Mikið hefur verið deilt um ágæti auglýsinganna og barst Samkeppnisstofnun kvörtun frá umboðsmanni barna sem bað stofnunina að kanna hvort þær samræmdust íslenskum lögum.

Skilorð fyrir misnotkun

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann á sextugsaldri í gær í sex mánaða fangelsi fyrir að beita sonardóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Veittist að lögreglu

Rúmlega þrítugur karlmaður veittist að lögreglumanni í tollsal Leifsstöðvar á þriðjudagskvöld og hótaði honum. Tollverðir höfðu skömmu áður stöðvað manninn vegna gruns um að hann væri að reyna að smygla fíkniefnum innvortis.

Fyrirtækinu stolið á mínútu

Ljósmyndari við Laugaveginn brá sér á salernið á föstudag illu heilli. Þegar hann sneri aftur innan við mínútu síðar var fyrirtækið horfið.

Ekki á dagskrá að lýsa Hellisheiði

Ekki er áætlað að lýsa veginn um Hellisheiði á næsta áratug. Þetta kom fram á Alþingi í fyrradag í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Tveimur feðrum vísað úr landi

Tveimur erlendum feðrum sem kvæntir eru íslenskum konum hefur verið vísað úr landi eftir að breytingar á útlendingalögum tóku gildi síðasta vor. Þetta kom fram á Alþingi í gær í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Tvöfalt fleiri velja Ingibjörgu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtur rúmlega tvöfalt meiri stuðnings en keppinautur hennar um formannssæti í Samfylkingunni, Össur Skarphéðinsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Mannlíf.

Sjá næstu 50 fréttir