Fleiri fréttir

Jökulfell sokkið, sex manna leitað

Sex manna úr ellefu manna áhöfn flutningaskipsins Jökulfells, sem valt og sökk um 60 sjómílur norðaustur af Færeyjum í gærkvöldi, er enn saknað og hefst víðtæk leit að þeim úr lofti strax í birtingu. Fokkervél Landhelgisgæslunar er um það bil að leggja af stað frá Reykjavík til að taka þátt í leitinni.

Klámstjarna í bíómynd á Ströndum

Fjögurra manna amerískt kvikmyndatökuteymi heimsótti Strandasýslu um helgina. Austur-Evrópska klámmyndastjarnan Kyla Cole lék aðalhlutverkið í myndinni, sem tekin var upp í heitum potti á Hótel Laugarhóli. Hótelstjórana grunaði ekki neitt.

Smygl á 4 kílóum af amfetamíni

Þjóðverji og Íslendingur, báðir á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni með flugi hingað til lands nýverið. Það er fjórfalt meira magn en áður hefur náðst af flugfarþega.

Tvöföldun haldið áfram

Haldið verður áfram við tvöföldun Reykjanesbrautar strax í sumar, eða mun fyrr en gert var ráð fyrir í Vegaáætlun. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem tilkynnti þetta á fjölmennum borgarafundi í Stapa í gærkvöldi og sagði að verkið yrði boðið út strax í vor.

Vopnað rán í söluturni

Vopnað rán var framið í söluturni við Kirkjustétt í Grafarholti klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi og komst þjófurinn undan með eitthvað af peningum. Hann ógnaði tveimur starfsmönnum með hamri en vann þeim ekki mein. Talið er að ræninginn hafi komist undan á bíl og er hann ófundinn.

Jökulfell: Leit hafin úr lofti

Leit er nú hafin úr lofti að þeim sex skipverjum af Jökulfelli sem ekki fundust við mikla leit af sjó í alla nótt eftir að skipinu hvolfdi norðaustur af Færeyjum og sökk fyrir miðnætti. Þyrla af danska eftirlitsskipinu Vædderen bjargaði fimm skipverjum sem voru á sundi í sjónum þegar þyrlan kom að og síðan fannst mannlaus gúmmíbjörgunarbátur.

Meintur brennuvargur enn í haldi

Karlmaður, sem er grunaður um að hafa kveikt í gömlu íbúðarhúsi við Kársnesbraut í Kópavogi í gær, er enn í haldi lögreglu og ræðst í dag hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Húsið stórskemmdist.

Atli Dam látinn

Atli Dam, fyrrverandi lögmaður Færeyja, er látinn, 72 ára gamall. Atli var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Færeyinga um langt árabil og lögmaður færeysku stjórnarinnar um 16 ára skeið en það embætti jafngildir forsætisráðherraembætti hér á landi.

Lík þriggja skipverja fundin

Lík þriggja skipverja af Jökulfelli eru fundin en hinna þriggja er enn leitað. Leit hófst úr lofti fyrr í morgun að þeim sex skipverjum af Jökulfelli sem ekki fundust við mikla leit af sjó í alla nótt eftir að skipinu hvolfdi norðaustur af Færeyjum og sökk fyrir miðnætti.

Fjórir afrískir karlmenn stöðvaðir

Fjórir afrískir karlmenn voru stöðvaðir í Leifsstöð á laugardag. Tveir þeirra verða sendir úr landi í dag en tveir verða líklega ákærðir fyrir brot á útlendingalögum. 

Haraldur hættir hjá HB Granda

Sturlaugur Sturlaugsson frá HB á Akranesi, sem verið hefur forstjóri HB Granda, lætur af því starfi. Kristján Þ. Davíðsson, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri, mun sömuleiðis láta af störfum. Eggert Benedikt Guðmundsson, sem verið hefur markaðsstjóri HB Granda, verður forstjóri í stað Sturlaugs.

Fjögur lík fundin

Lík fjögurra sjómanna af flutningaskipinu Jökulfelli sem sökk á leið til Íslands í gærkvöldi fundust á ellefta tímanum í morgun og er nú leitað þeirra tveggja sem enn er saknað. Líkin voru tekin um borð í færeyska varðskipið Tjaldinn.

Fleiri gætu tengst málinu

Lögregla útilokar ekki að fleiri menn tengist umfangsmiklu amfetamínssmygli hingað til lands. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni. Annar þeirra smyglaði efninu til landsins en lögreglan náði hinum á hlaupum í Vesturbæ Reykjavíkur tveimur dögum síðar.

Ráðinn til Vestnorræna ráðsins

Þórður Þórarinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins frá og með 15. febrúar nk. Forsætisnefnd ráðsins samþykkti þetta á fundi sínum í Kaupmannahöfn á dögunum.

Ferðaskrifstofa Íslands sýknuð

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ferðaskrifstofu Íslands í morgun af tæplega sex milljóna króna skaðabótakröfu stúlku sem slasaðist í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal fyrir fimm árum, en ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar. Stúlkan var þá 13 ára gömul og skarst hún í andliti þegar hún rakst á stiga í sundlaug við hótelið sem hún dvaldi á.

Stúdentaráðskosningar í dag

Stúdentar við Háskóla Íslands kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð og til Háskólafundar í dag og á morgun. Fjórir listar eru í framboði; hinar gamalgrónu hreyfingar Röskva og Vaka auk Háskólalistans og Alþýðulistans.

Líknarskrá léttir á aðstandendum

Tilkoma líknarskrár sem er að líta dagsins ljós hjá Landlæknisembættinu mun létta á aðstandendum, bæði hvað varðar umræður um ákvarðanatöku við læknismeðferð og eins varðandi líffæragjafir. Einstaklingur getur alltaf endurmetið ákvarðanir í líknarskrá sinni. </font /></b />

Fleira ræður en aldur fanga

Það er ekki í öllum tilvikum heppilegt að vista unga fanga saman á sérdeild, segir Erlendur S. Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Hann bendir á að sumir afpláni vegna umferðalagabrota en aðrir fyrir gróf ofbeldisbrot. </font /></b />

Vill kanna þunglyndi eldri borgara

Þunglyndi eldri borgara hér á landi hefur ekki verið sérstaklega rannsakað og engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við það, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns.

Ríflega 7.400 börn nota gleraugu

Starfshópur sem hefur það hlutverk að meta þörfina á þátttöku ríkisins í gleraugnakostnaði barna og ungmenna yngri en 18 ára hefur verið settur á laggirnar. Reikna má með að ríflega 7.400 börn hér á landi noti gleraugu.

Unglingsstúlkur fá lífstíðardóm

Tvær unglingsstúlkur, 18 og 19 ára, voru í dag dæmdar í ævilangt fangelsi í Englandi fyrir að hafa sparkað og barið og stungið drukkinn miðaldra mann til bana. Þær staðhæfðu í vörn sinni að maðurinn hefði nálgast aðra stúlkuna í teiti sem hann hélt að heimili sínu, nuddað annan fót hennar og leitað eftir kynmökum við hana.

Rafmagnslaust á höfuðborgarsvæðinu

Rafmagnslaust er víða í Fossvogshverfi, hluta Hlíðahverfis og hluta Kópavogs. Talið er að háspennustrengur í Fossvogi hafi rofnað. Unnið er að viðgerð.

Tíu sækja um hjá RÚV

Tíu sækja um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins en umsóknarfrestur rann út í gær. Átta af umsækjendunum eru starfsmenn útvarpsins.

Rafmagn komið á

Rafmagn er aftur komið á í Suðurhlíðum, Skógarhlíð, Eskihlíð og í Auðbrekku og Skólatröð í Kópavogi en rafmagnslaust varð þar um klukkan fjögur í dag þegar háspennustrengur við bensínstöð í Fossvogi var grafinn í sundur. Viðgerð tók skamma stund eða um 20 mínútur.

Jökulfell: Leit hætt í dag

Leit hefur verið hætt að sinni að skipverjunum tveimur, sem enn er saknað af flutningaskipinu Jökulfelli sem sökk í gærkvöldi, vegna slæms veðurs. Leitin mun hefjast aftur í fyrramálið.

Ekki vilja allir heyra íslensku

Njáll Eiðsson hefur lengi verið viðloðandi knattspyrnuna en hann er jafnframt grunnskólakennari og er því annt um ungviðið. Hann er þó ekki þeirrar skoðunar að íslenskri tungu sé sérstök hætta búin þótt fótboltalýsingar séu á ensku.

Bætt fyrir skort á stærðahagkvæmni

Sex sveitarfélög fá ekkert úthlutað úr útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs, þar sem meðaltekjur íbúa eru of háar. Kópavogur fær ekkert þar sem íbúar eru of margir. Miðað er við tekjur íbúa og stærðarhagkvæmni.

Eið Smára á ensku eða íslensku?

Þorri þingflokks sjálfstæðismanna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á útvarpslögum svo útvarpa megi íþróttaviðburðum án þess að lýsing á íslensku fylgi með. Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar er málinu hlynntur en formaður Íslenskrar málnefndar ekki.

Osprey Marine kaupir Sléttbak

Kanadíska útgerðarfyrirtækið Osprey Marine, sem er í eigu hjónanna Ron og Hetty Mann, hefur gert tilboð í togarann Sléttbak frá Akureyri.

Bærinn skiptir sér ekki af

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að bærinn fái forkaupsrétt ef aflaheimildir fylgi skipi, annars sé ekki um það að ræða.

Tveggja enn saknað

Fjórir skipverjar á flutningaskipinu Jökulfelli fórust þegar skipið sökk skammt frá Færeyjum í nótt. Fimm var bjargað. Tveggja er enn saknað en leit hefur verið hætt vegna veðurs.

Tímasetning samgönguráðherra góð

Sú ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að bjóða út þann kafla Reykjanesbrautar frá Vogum að Njarðvík í einu lagi nú í vor hlýtur lof bæði hjá Suðurnesjamönnum en eins hjá forsvarsmönnum verktakafyrirtækja sem hyggjast margir bjóða í verkið.

Milljónum Máka átti að skila

Milljónunum 35 sem veitt var til að ljúka barraeldi Máka á Sauðárkróki áttu að bjarga verðmætunum, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fénu hafi átt að skila.

Netöryggisdagurinn í þrátíu löndum

Alþjóðlegi-netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þrjátíu löndum í gær. Í Hlíðaskóla í Reykjavík tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við kennsluefni fyrir grunnskólabörn um örugga og ábyrga netnotkun.

Tveggja enn saknað af Jökulfelli

Fjórir hafa fundist látnir og tveggja manna er enn saknað eftir að fraktskipinu Jökulfelli hvolfdi skammt frá Færeyjum í fyrrakvöld. Leit var hætt klukkan hálf fjögur í gær vegna vonsku veðurs og myrkurs. Fimm skipverjanna var bjargað um borð í þyrlu sem tilheyrir danska eftirlitsskipinu Vædderen. Fimmmenningunum heilsaðist vel og gátu þeir gengið frá þyrlunni hjálparlaust.

Rafmagnslaust í Garðabæ

Háspennubilun hefur orðið með þeim afleiðingum að heilu hverfin í Garðabæ eru rafmagnslaus. Þessa gætir norðan lækjar í Móum og Flötum og eins er rafmagnslaust í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Leit að biluninni er hafin.

Nýtt varðskip á næsta ári

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar.

Mannlaus björgunarbátur fannst

Skipverjar á bátnum Benna Sæm fundu mannlausan björgunarbát út af Stafnnesi á Suðurnesjum í gærmorgunn. Ekki reyndist hafa verið á ferðum en björgunarbáturinn hafði fallið frá togaranum Sólbergi.

Selma með forskot í Úkraínu

Selma Björnsdóttir söngkona hefur verið valin flytjandi framlags Ríkisútvarpsins í Eurovision söngvakeppnina.

Áhyggjur af lokun Sorpu

Umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti í gær einróma bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna lokunar endurvinnslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Um síðustu áramót var endurvinnslustöðinni lokað í sparnaðarskyni.

Skarst í andliti og missti tennur

Ferðaskrifstofa Íslands hefur verið sýknuð af sex milljóna króna skaðabótakröfu tæplegrar tvítugrar konu sem slasaðist í sumarfríi í Portúgal fyrir sex árum. Hún var þréttan ára þegar slysið varð.

Tvöföldun Reykjanesbrautar fagnað

Suðurnesjamenn fögnuðu yfirlýsingu samgönguráðherra á borgarafundi í Stapa í gærkvöld um að annar áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ekki er ólíklegt að þeim áfanga ljúki fyrir árslok næsta árs.

Þrír íslenskir hermenn í Írak

Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki.

Styrkir uppsetningu á Toscu

Landsbanki Íslands styrkir uppsetningu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Puccini. Samstarfssamningur þess efnis var kynntur síðdegis í dag. Verkið verður frumsýnt 11. febrúar.

6% stjórnarmanna konur

Konur skipa aðeins sjötta hvert sæti í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða. Hlutfallið er enn lægra þegar kemur að stjórnum fyrirtækja í Kauphöll Íslands, en innan við sex prósent stjórnarmanna eru konur. 

Sjá næstu 50 fréttir