Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í stúdentum sem eru ósáttir við fyrirhugaða hækkun á skráningagjöldum Háskóla Íslands. 

Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkis­sal votta

Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki.

Glæpa­gengi biðst af­sökunar á morðum og mann­ráni

Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra.

Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt

Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir.

Robert Blake er látinn

Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður, er látinn. Blake varð 89 ára gamall.

Um­fangs­mikið út­kall vegna manns sem fannst svo á röltinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker.

31 sótti um starf verk­efna­stjóra al­þjóða­mála

Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda.

Xi vill her í heimskl­ass­a fyr­ir árið 2027

Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína.

Krónan zatrudnia pracowników z 45 krajów

Ponad 20% siły roboczej w Islandii to pracownicy zagraniczni. Oczekuje się, że w nadchodzących latach do obsadzenia wszystkich miejsc pracy w Islandii będzie potrzebnych więcej osób z zewnątrz.

„Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg

Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi.

Leita Gunnars áfram í Eskifirði

Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar.

„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“

Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. 

Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni

Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið.

Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu

Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt.

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“

Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi

Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun.

Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Óperustjóri hafnar á­sökunum um ras­isma

Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks.

Lögreglu tilkynnt um dansandi konu í garði

Nokkuð óvenjuleg tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Tilkynnt var um konu sem sögð var dansa og tala út í loftið í garði.

Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 

Gefst ekki upp og leggur aðra fyrir­spurn fyrir þing­for­seta

Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið.

Máttu reka hjúkrunar­fræðing sem neitaði hrað­prófi

Heilbrigðisfyrirtæki var heimilt að rifta ráðningarsamningi skurðhjúkrunarfræðings sem neitaði að gangast undir hraðpróf þegar ómíkronafbrigði kórónuveirunnar blossaði fyrst upp árið 2021. Héraðsdómur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á samningi sínum við fyrirtækið.

Rekordowy wzrost populacji

Populacja na Islandii wzrosła na przełomie lat o ponad 11 500 osób, czyli o 3,1 proc w stosunku do ubiegłego roku. Jest to największy wzrost liczby ludności w historii Islandii.

Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi

Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega?

Fjögur kosin í stjórn Sam­taka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26% en kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta.

Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum

Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi.

Dæmdir í fangelsi vegna mann­skæða troðningsins

Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn.

Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 

Aldrei meiri fjölgun íbúa

Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar.

Sjá næstu 50 fréttir