Fleiri fréttir

Mun fleiri fá skorpu­lifur vegna á­fengis­neyslu

Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis.

Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi

Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun.

„Þetta verður erfitt“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög.

Sprawa zaginionego Friðfinna rozpatrywana przez sąd

Sąd Rejonowy w Reykjavíku będzie jutro rozpatrywał sprawę zaginionego Friðfinna Freya Kristinssona, który był poszukiwany w listopadzie. W dniu 2 grudnia brat zaginionego przyznał, że wszystko wskazuje na to, że Friðfinnur nie żyje.

Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa

Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði.

W pobliżu Flateyri zeszła lawina

Zeszłej nocy w okolicy Flateyri zeszła duża lawina, która zatrzymała się około 40 metrów nad drogą. Prędkość lawiny podczas schodzenia osiągnęła 54 m/s.

Mál Friðfinns tekið fyrir í héraðsdómi

Mál Friðfinns Freys Kristinssonar, sem fyrirfór sér í desember síðastliðnum, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Verður mál hans rekið á grundvelli laga um horfna menn þannig að hægt verði að fara með bú Friðfinns eins og hann sé látinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Landverndar segir innviði landsins og náttúru komna að þolmörkum og óttast spár um fjölgun ferðamanna á þessu ári. Við heyrum í honum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði.

Laus brunn­dæla til bjargar þegar far­þega­skip sigldi á hval

Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki.

Flug­stjórinn í rétti í máli Margrétar

Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar.

Rann­sóknar­nefnd segir or­sök skort á við­haldi

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins.

Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað

Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins.

Ó­þolandi á­stand vegna loft­mengunar

Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum.

Mót­taka flótta­manna sé ekki skamm­tíma­verk­efni

Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði.

Tæplega 90 prósent uppruna íslenskrar orku seld úr landi

Þótt nánast öll orka sem framleidd er á Íslandi teljist græn endurnýjanleg orka er hún það ekki á pappírunum. Aðeins 13 prósent raforku eru rakin til endurnýjanlegra orkugjafa en 63 prósent til kola og olíu og 24 prósent til kjarnorku. Íslensk fyrirtæki og heimili þurfa nú að greiða sérstaklega fyrir að geta sagt að raforkan sem þau nota sé græn orka.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem stefnir að því að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar.

„Það skortir alla skyn­semi í þetta“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu.

Staða Eflingar „af­skap­lega erfið“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Vefnaður kenndur á Hallormsstað

Vefnaður er eitt af því, sem nemendur Hallormsstaðaskóla á Hallormsstað læra til að koma í veg fyrir að þetta gamla handverk glatist ekki. Skólameistarinn segir nauðsynlegt að viðhalda þessum gamla menningararfi, sem vefnaður er.

Japanir saka Kín­verja um hefndar­að­gerðir

Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum.

Atvinnuleysi í desember 3,4 prósent

Skráð atvinnuleysi í desember var 3,4 prósent en var 3,3 prósent í nóvember. 6.448 voru atvinnulausir í desember að meðaltali; 3.616 karlar og 2.832 konur. 

Háttsettir embættismenn handteknir vegna árásarinnar

Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu eftir að æstir stuðningsmenn fyrrum forsetans Jair Bolsonaro réðust inn í helstu opinberu byggingar höfuðborgarinnar Brasílíu.

Orð Svanhildar sýni skilningsleysi og sendi erfið skilaboð

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir orð framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs endurspegla það gildismat samfélagsins að störf kvenna megi verðleggja hvernig sem er. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar því að hennar flokkur sé í aðför gegn stéttinni og telur að einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins geti bætt kjör starfsfólks. 

Rússar sækja fram í Soledar

Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina.

Sjá næstu 50 fréttir