Fleiri fréttir Guðrún gerir ráð fyrir að verða dómsmálaráðherra í mars Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir að hún muni taka við embætti dómsmálaráðherra í mars næstkomandi. Hún segist ekki gera ráð fyrir að vera sett í annað ráðherraembætti en það. 6.1.2023 06:37 Ólöglegir með fíkniefni og ölvaður á hóteli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum sem reyndust dvelja ólöglega hér á landi í gærkvöldi og nótt. Um var að ræða tvö aðskilin mál. 6.1.2023 06:18 Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ 5.1.2023 23:38 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. 5.1.2023 23:08 Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. 5.1.2023 23:00 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5.1.2023 22:48 „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. 5.1.2023 21:31 Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. 5.1.2023 20:31 Kláraði vaktina sárþjáður og veitingastaðurinn tilkynnti ekki slysið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð vinnuveitanda í máli starfsmanns sem varð fyrir vinnuslysi á veitingastað. 5.1.2023 20:00 Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. 5.1.2023 19:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.1.2023 18:00 Árshámarki náð í dag þegar mengun fór yfir klukkustundarheilsuverndarmörk Vegna stillu og frosts hefur styrkur köfnunardíoxíðs mælst hár í Reykjavík á dögunum. Núna síðdegis fór styrkurinn yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í átjánda sinn á árinu. Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneytinu má aðeins fara yfir þessi mörk átján sinnum á ári. 5.1.2023 18:00 Play wprowadza nowe destynacje Od połowy czerwca przyszłego roku, linia lotnicza Play będzie latać sześć razy w tygodniu między lotniskiem Keflavík a Jutlandią w Danii. Loty są podzielone między trzy lotniska - Billund, Årós i Alaborg. 5.1.2023 16:47 Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. 5.1.2023 16:35 Znaleziono poszukiwaną kobietę Policja z okręgu metropolitarnego poszukuje 37-letniej Evy Maríi Guðbjartsdóttir. Kobieta ostatni raz była widziana 26 grudnia, wtedy opuściła swoje miejsce zamieszkania na ulicy Lækjarsel w Reykjavíku. 5.1.2023 16:09 Szykują się zamknięcia drogi Hafnarfjarðarvegur W przyszłym tygodniu z powodu prac drogowych, wprowadzone zostaną tymczasowe zmiany w ruchu na drodze Hafnarfjarðarvegur, w Kópavogur. 5.1.2023 15:54 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5.1.2023 15:47 Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. 5.1.2023 15:46 Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5.1.2023 15:43 Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5.1.2023 15:42 Konan sem lýst var eftir er fundin Kona á fertugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hennar frá 26. desember þegar hún fór frá dvalarstað sínum í Reykjavík og var hennar leitað í dag. 5.1.2023 15:14 Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5.1.2023 15:00 Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. 5.1.2023 14:50 Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. 5.1.2023 14:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5.1.2023 14:00 Dómarar fá vænan jólabónus Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur. 5.1.2023 13:57 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5.1.2023 13:47 Umferð á Hafnarfjarðarvegi beint um hjáleið í næstu viku Hafnarfjarðarvegi verður lokað á kafla við Kópavogsgjá öll kvöld og nætur á virkum dögum í næstu viku vegna framkvæmda. 5.1.2023 13:47 Hreinlæti besta vopnið gegn kakkalökkum Kakkalakkar hafa fundist á Íslandi í áratugi en undanfarna mánuði hafa þeir verið að sjást í meira mæli í íbúðarhúsum. Sérfræðingur í skordýrum segir almennt hreinlæti vera lykilatriði ef fólk vill ekki sjá þessi framandi dýr heima hjá sér. 5.1.2023 13:32 Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. 5.1.2023 13:02 Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. 5.1.2023 12:47 Fyrstu rannsóknir benda til að efnið hafi verið hættulaust Fyrstu niðurstöður greiningar Háskóla Íslands á innihaldi sendingarinnar sem var fjarlægð úr bandaríska sendiráðinu í gær sýna fram á að innihaldið sé hættulaust. 5.1.2023 12:20 Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. 5.1.2023 11:50 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5.1.2023 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádeginu tökum við stöðuna á kjarasamningagerð en Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja samninga. 5.1.2023 11:34 Fann harðgerðar kindur sínar sem höfðu verið á kafi í snjó í tvo sólarhringa „Þær eru í toppstandi. Mjög harðgerðar kindur,“ segir Bjarni Hermannsson, bóndi á Leiðólfsstöðum í Laxárdal, austur af Búðardal í Dalabyggð, sem fann þrjár kindur sínar á kafi í snjó á fjalli skammt frá bænum skömmu fyrir jól. 5.1.2023 10:37 Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5.1.2023 10:25 Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. 5.1.2023 09:25 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5.1.2023 09:00 Meirihluti landsmanna vill fleiri vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir Sextíu og sex prósent Íslendinga eru á því að fleiri vatnafls- og jarðvarmavirkjanir þurfi að reisa hér á landi, ef marka má nýja könnun. 5.1.2023 08:31 Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi. 5.1.2023 07:49 Hægur vindur víðast hvar og frost að tólf stigum Útlit er fyrir fremur hægum vindi af landi víðast hvar. Á Vestfjörðum og með suðausturströndinni verður hins vegar austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. 5.1.2023 07:06 Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5.1.2023 07:01 „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5.1.2023 07:01 Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. 5.1.2023 06:51 Sjá næstu 50 fréttir
Guðrún gerir ráð fyrir að verða dómsmálaráðherra í mars Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir að hún muni taka við embætti dómsmálaráðherra í mars næstkomandi. Hún segist ekki gera ráð fyrir að vera sett í annað ráðherraembætti en það. 6.1.2023 06:37
Ólöglegir með fíkniefni og ölvaður á hóteli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum sem reyndust dvelja ólöglega hér á landi í gærkvöldi og nótt. Um var að ræða tvö aðskilin mál. 6.1.2023 06:18
Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ 5.1.2023 23:38
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. 5.1.2023 23:08
Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. 5.1.2023 23:00
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5.1.2023 22:48
„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. 5.1.2023 21:31
Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. 5.1.2023 20:31
Kláraði vaktina sárþjáður og veitingastaðurinn tilkynnti ekki slysið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð vinnuveitanda í máli starfsmanns sem varð fyrir vinnuslysi á veitingastað. 5.1.2023 20:00
Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. 5.1.2023 19:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.1.2023 18:00
Árshámarki náð í dag þegar mengun fór yfir klukkustundarheilsuverndarmörk Vegna stillu og frosts hefur styrkur köfnunardíoxíðs mælst hár í Reykjavík á dögunum. Núna síðdegis fór styrkurinn yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í átjánda sinn á árinu. Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneytinu má aðeins fara yfir þessi mörk átján sinnum á ári. 5.1.2023 18:00
Play wprowadza nowe destynacje Od połowy czerwca przyszłego roku, linia lotnicza Play będzie latać sześć razy w tygodniu między lotniskiem Keflavík a Jutlandią w Danii. Loty są podzielone między trzy lotniska - Billund, Årós i Alaborg. 5.1.2023 16:47
Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. 5.1.2023 16:35
Znaleziono poszukiwaną kobietę Policja z okręgu metropolitarnego poszukuje 37-letniej Evy Maríi Guðbjartsdóttir. Kobieta ostatni raz była widziana 26 grudnia, wtedy opuściła swoje miejsce zamieszkania na ulicy Lækjarsel w Reykjavíku. 5.1.2023 16:09
Szykują się zamknięcia drogi Hafnarfjarðarvegur W przyszłym tygodniu z powodu prac drogowych, wprowadzone zostaną tymczasowe zmiany w ruchu na drodze Hafnarfjarðarvegur, w Kópavogur. 5.1.2023 15:54
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5.1.2023 15:47
Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. 5.1.2023 15:46
Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5.1.2023 15:43
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5.1.2023 15:42
Konan sem lýst var eftir er fundin Kona á fertugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hennar frá 26. desember þegar hún fór frá dvalarstað sínum í Reykjavík og var hennar leitað í dag. 5.1.2023 15:14
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5.1.2023 15:00
Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. 5.1.2023 14:50
Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. 5.1.2023 14:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5.1.2023 14:00
Dómarar fá vænan jólabónus Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur. 5.1.2023 13:57
SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5.1.2023 13:47
Umferð á Hafnarfjarðarvegi beint um hjáleið í næstu viku Hafnarfjarðarvegi verður lokað á kafla við Kópavogsgjá öll kvöld og nætur á virkum dögum í næstu viku vegna framkvæmda. 5.1.2023 13:47
Hreinlæti besta vopnið gegn kakkalökkum Kakkalakkar hafa fundist á Íslandi í áratugi en undanfarna mánuði hafa þeir verið að sjást í meira mæli í íbúðarhúsum. Sérfræðingur í skordýrum segir almennt hreinlæti vera lykilatriði ef fólk vill ekki sjá þessi framandi dýr heima hjá sér. 5.1.2023 13:32
Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. 5.1.2023 13:02
Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. 5.1.2023 12:47
Fyrstu rannsóknir benda til að efnið hafi verið hættulaust Fyrstu niðurstöður greiningar Háskóla Íslands á innihaldi sendingarinnar sem var fjarlægð úr bandaríska sendiráðinu í gær sýna fram á að innihaldið sé hættulaust. 5.1.2023 12:20
Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. 5.1.2023 11:50
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5.1.2023 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádeginu tökum við stöðuna á kjarasamningagerð en Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja samninga. 5.1.2023 11:34
Fann harðgerðar kindur sínar sem höfðu verið á kafi í snjó í tvo sólarhringa „Þær eru í toppstandi. Mjög harðgerðar kindur,“ segir Bjarni Hermannsson, bóndi á Leiðólfsstöðum í Laxárdal, austur af Búðardal í Dalabyggð, sem fann þrjár kindur sínar á kafi í snjó á fjalli skammt frá bænum skömmu fyrir jól. 5.1.2023 10:37
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5.1.2023 10:25
Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. 5.1.2023 09:25
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5.1.2023 09:00
Meirihluti landsmanna vill fleiri vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir Sextíu og sex prósent Íslendinga eru á því að fleiri vatnafls- og jarðvarmavirkjanir þurfi að reisa hér á landi, ef marka má nýja könnun. 5.1.2023 08:31
Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi. 5.1.2023 07:49
Hægur vindur víðast hvar og frost að tólf stigum Útlit er fyrir fremur hægum vindi af landi víðast hvar. Á Vestfjörðum og með suðausturströndinni verður hins vegar austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. 5.1.2023 07:06
Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5.1.2023 07:01
„Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5.1.2023 07:01
Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. 5.1.2023 06:51