Fleiri fréttir

Veður í júlí sjaldan eins skítt

Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020.

Túr­ista­gos ekki endi­lega já­kvætt

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð.

Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár

Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan.

Meira en átta­tíu menn sakaðir um að hóp­nauðga átta konum

Meira en áttatíu menn ásakaðir um að hópnauðga átta konum komu fyrir dómara í Krugersdorp í Suður-Afríku í gær. Mennirnir réðust á tökulið sem var að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefinni námu í Krugersdorp, nauðguðu konum hópsins og rændu fólkið öllum verðmætum.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Öflug jarðskjálfta­hrina reið yfir suðvest­ur­hornið í gær­kvöldi. Eldfjallafræðingur segir Íslendinga þurfa að venjast nýjum veruleika. Við förum ítarlega yfir málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Eld­gos gæti tekið af okkur báða vegina til Suður­nesja

Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi.

Vakinn af værum blundi með skjálfta­sím­tali úr Kópa­vogi

Grindvíkingar virðast lítið hafa fundið fyrir þremur stórum skjálftum sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti og í nótt. Bæjarstjórinn segir að dóttir hans hafi vakið foreldra sína í gærkvöldi með símtali úr Kópavogi, smeyk um stöðuna í Grindavík eftir að hafa fundið vel fyrir einum af skjálftunum.

Læknar búast við neyðar­á­standi

Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa.

Tveir myrtir í Otta í Noregi

Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn.

Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælings­dal

Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir.

Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá.

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Stað­festa ekki skýringar Brynjars

Talskona namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu staðfestir ekki skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, vegna fundar sem hann átti með namibískum embættismönnum.

Skjálfti af stærðinni 5 reið yfir um klukkan 2.27

Öflugur skjálfti reið yfir klukkan 02.27 í nótt og var 5 að stærð, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Kippurinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gler nötraði.

Kröftugir skjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir um hálf tólf

Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir með hálfrar mínútu millibili um hálf tólf. Samkvæmt sjálfvirku mælingakerfi Veðurstofunnar voru þeir báðir á um kílómetra dýpi og átti sá minni upptök sín 19,5 kílómetra austsuðaustur af Laka og sá stærri 4,8 kílómetra norður af Krýsvík.

Stórt bjarg hrunið úr Gálga­klettum norð­ur af Grinda­vík

Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum.

Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi

Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það.

Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga

Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið.

Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi

Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda.

„Vil bara að þau séu sett til hliðar“

Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur.

Snarpur skjálfti fannst á höfuð­borgar­svæðinu

Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir funduðu í dag vegna skjálftahrinu. Íbúar í Grindavík undirbúa sig undir eldgos á sama tíma og það hrinur úr hillum. Við ræðum við bæjarstjóra Grindavíkurbæjar og skoðum tjón á munum.

„Það brotnaði allt sem brotnað gat“

Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina.

Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið

Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu.

Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna

Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi.

Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum

Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 

„Stund sem ég mun aldrei gleyma“

Þjóðhátíðargestir pakka nú saman eftir fjölmenna og langþráða hátíð. Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í gær segir að stemningin hafi verið ótrúleg og greinilegt að biðin eftir brekkusöng án takmarkana var langþráð.

Lög­reglan beitti pipar­úða

Lögreglan á Norðurlandi eystra beitti piparúða til að stöðva slagsmál í miðbæ Akureyrar um fimmleytið í nótt. Enginn var handtekinn en lögregla hlúði að þeim sem urðu fyrir piparúðanum.

„Það virðist vera ný inn­skota­virkni hafin aftur á Reykja­nes­skaganum“

Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Jörð heldur áfram að skjálfa en snarpur skjálfti fannst víða um klukkan ellefu. Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti, þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.

Snarpur skjálfti fannst víðsvegar

Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi.

Ógnar­miklir skógar­eldar í Kali­forníu

Ógnarmiklir skógareldar loga nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og slökkvilið hefur áhyggjur af þrumuveðri sem er í kortunum. Eldarnir eru þeir mestu í ríkinu á þessu ári.

Yfir 50 þúsund saman komin á Íslendingadeginum

Yfir fimmtíu þúsund eru saman komin á Íslendingadeginum í Kanada. Hátíðin, sem stendur yfir í nokkra daga, hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og fer fram í Gimli, en henni er ætlað að viðhalda sambandi Íslendinga og fólks af íslenskum uppruna í Kanada.

Glampandi sól í Eyjum

Gert er ráð fyrir glampandi sól í Vestmannaeyjum í dag en nokkuð stífri norðanátt. Heilt yfir er gert ráð fyrir norðvestlægri átt, víð 5-13 metrum á sekúndu, rigning öðru hvoru á norðanverðu landinu og skýjað með köflum. Aðeins bætir í vind með norðlægri átt eftir hádegi 8-15 metrum á sekúndu vestantil en annars hægari vindur.

Sjá næstu 50 fréttir