Innlent

Skjálfti af stærðinni 5 reið yfir um klukkan 2.27

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Röð gikkskjálfta hrellir nú Grindvíkinga og aðra íbúa á suðvesturhorninu.
Röð gikkskjálfta hrellir nú Grindvíkinga og aðra íbúa á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm

Öflugur skjálfti reið yfir klukkan 02.27 í nótt og var 5 að stærð, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Kippurinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gler nötraði.

Ef marka má jarðskjálftatöfluna á vef Veðurstofunnar var um að ræða tvo aðskilda skjálfta á sömu mínútunni; sá fyrri var 5 að stærð og átti upptök sín 4,6 km norð-norðaustur af Krýsuvík en hinn var 4,7 að stærð og upptök hans voru 2,5 km norð-norðaustur af Krýsuvík.

Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar.

Um það bil 15 skjálftar stærri en 3 hafa mælst frá því klukkan 20 í gær, flestir 3 til 6 km norð-norðaustur af Krýsuvík. Þá hafa fleiri en tíu skjálftar mælst stærri en 4 á síðasta sólahring.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×