Fleiri fréttir

Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni

Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga.

Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal

Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli.

Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við

Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í móður fjögurra ára heyrnarlaus drengs sem hefur kært leikskóla hans vegna þess að hún telur drenginn ekki fá þá þjónustu sem honum beri samkvæmt lögum. Oft komi fyrir að enginn sem skilji táknmál sé á vakt og drengurinn því einangraður í skólanum.

Sádar hyggjast byggja ofur­borg fram­tíðarinnar

Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala.

Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið.

Lyfja­stofnun kallar inn Thera­lene vegna misvísandi upplýsinga

Lyfjastofnun hefur ákvðeið að innkalla undanþágulyfið Theralene. Er það vegna þess að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsin samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu geta verið misvísandi. Þessar misvísandi upplýsingar hafi og geti leitt til ofskömmtunar.

Björg tekur við af Flosa hjá Starfs­greina­sam­bandinu

Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hefja störf 1. október næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu framkvmædastjóra. Björg tekur við starfinu af Flosa Eiríkssyni, sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 

Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu

Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum.

Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn

Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn.

Mjög sér­stök fram­koma að greiða ekki laun fyrir helgina

Formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segir það mjög sérstaka framkomu af hálfu Fjársýslu ríkisins ef rétt reynist að hún hafi brugðið frá venjunni með því að greiða ekki út laun fyrr en fyrsta virka dag mánaðar. Forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins segir stofnunina ávallt hafa greitt laun með sama fyrirkomulagi.

Askja może szykować się do wybuchu

W ciągu ostatniego roku, naukowcy zarejestrowali regularne unoszenie się ziemia wokół wulkanu Askja. Od tego czasu ziemia uniosła się o 35 centymetrów.

Net­þrjótarnir þaul­skipu­lagðir í Lands­banka-svikum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. 

Á­rásar­gjarni apinn fundinn og drepinn

Heimamenn í borginni Yamaguchi í Japan höfðu uppi á apa, sem hafði ráðist á tæplega fimmtíu manns í borginni, og drápu hann. Talið er að aðrir apar úr hóp hans séu þó enn lausir og hafa árásir haldið áfram eftir að apinn var drepinn.

Bryggja í Reykhólahöfn gaf sig og hrundi í sjóinn

Stór hluti bryggju Reykhólahafnar gaf sig og hrundi í sjóinn í morgun. Framkvæmdir stóðu yfir við höfnina en að sögn sveitarstjóra mun Vegagerðin framkvæma bráðabirgðaviðgerð nú upp úr hádegi. Hún segir heppilegt að höfnin hafi hrunið um nótt en vitað var að úrbóta væri þörf.

Oskarżony o usiłowanie zabójstwa

W Sądzie Okręgowym w Reykjaviku zostanie dziś rozpatrzona sprawa dziewiętnastoletniego mężczyzny, który został oskarżony o usiłowanie zabójstwa.

Búist við á­fram­haldandi land­risi

Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 

Allt á floti á Selfossi

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta.

Símatímar falla niður vegna manneklu

Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um vatnsveðrið sem gengur nú yfir en gular viðvaranir eru víða í gildi vegna þess.

Spán­verjar rýmka reglur fyrir er­lent verka­fólk

Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. 

Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar

Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð.

Vara við falskri vef­síðu Lands­bankans

Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn. 

Telur sig hafa borið kennsl á So­mer­ton-manninn

Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu.

Sjá næstu 50 fréttir