Fleiri fréttir Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana. 23.5.2022 10:07 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23.5.2022 09:47 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23.5.2022 09:11 Fundu afskorið höfuð þingmanns sem var saknað Lögregla í Nígeríu fann afskorið höfuð þingmanns sem hvarf í Anambra-ríki í síðustu viku. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins en aðstoðarmaður þingmannsins hvarf með honum. 23.5.2022 08:40 Höfðu afskipti af manni sem sagðist vera í sólbaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að grjóti hefði verið kastað í rúðu þannig að hún brotnaði og flugelda í kjölfarið hent inn um gluggann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en að hennar sögn er ekki vitað hver framdi verknaðinn. 23.5.2022 08:22 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23.5.2022 08:00 Skjálfti 3,5 norðaustur af Grindavík í morgun Skjálfti 3,5 að stærð varð norðaustur af Grindavík klukkan 7:15 í morgun. 23.5.2022 07:52 Hiti að þrettán stigum og hlýjast sunnantil Spáð er breytilegri átt í dag þar sem yfirleitt verða þrír til átta metrar á sekúndu, en norðaustan fimm til tíu norðvestantil á landinu. 23.5.2022 07:44 Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23.5.2022 07:30 Liðsforingi hjá íranska byltingarverðinum skotinn til bana Liðsforingi hjá írönsku byltingarvörðunum, sem eru ein valdamesta stofnun Írans, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gær. 23.5.2022 07:19 Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23.5.2022 07:13 Um helmingur Breta myndi ekki íhuga rafbíl næsta áratuginn Um helmingur breskra ökumanna myndi ekki íhuga að skipta yfir í rafbíl, vegna efasemda um drægni þeirra og hleðslu samkvæmt nýrri rannsókn, tryggingafélagsins NFU Mutual. Rannsóknin tók til rúmlega 1000 breskra ökumanna. 45 prósent þátttakenda sögðust ekki geta hugsað sér að skipta dísel eða bensín bíl sínum fyrir rafbíl á næsta áratug. 23.5.2022 07:01 Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23.5.2022 06:53 Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22.5.2022 23:15 Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðaróhapp Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð vegna umferðaróhapps. Ekki er vitað hversu lengi göngin verða lokuð. 22.5.2022 23:07 Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna. 22.5.2022 22:21 Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina. 22.5.2022 21:04 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22.5.2022 20:00 Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. 22.5.2022 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðreisn hefur ásamt Samfylkingunni og Pírötum kallað eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsóknarflokkinn í borginni. Við ræðum við oddvita Framsóknar í beinni við Ráðhúsið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. 22.5.2022 18:14 Eftirför í Hafnarfirði Um hádegisbilið í dag var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og hafði sökudólgurinn stungið af á ökutæki sínu. Lögreglan gat staðsett bifreiðina og gaf manninum merki um að stöðva akstur en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Við það hófst eftirför þar sem maðurinn ók meðal annars gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming. Lögregla náði að lokum að stöðva akstur mannsins og var hann handtekinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur. 22.5.2022 18:00 Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. 22.5.2022 16:31 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22.5.2022 14:55 Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. 22.5.2022 14:30 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22.5.2022 13:52 Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22.5.2022 13:09 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22.5.2022 12:27 Sker upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug“ í Ástralíu Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina. 22.5.2022 11:20 Vaktin: Herlög gilda í þrjá mánuði í viðbót Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru 22.5.2022 10:50 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22.5.2022 10:27 Blíðviðri í borginni Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu, en 8 til 13 metrar á sekúndu á Faxaflóasvæðinu. Láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og hiti á bilinu 3 til 8 stig norðan- og austanlands og þokuloft við ströndina framan af degi. Sunnantil verður víða léttskýjað og hiti allt að 16 stig. 22.5.2022 10:24 Úkraínustríðið, húsnæðismál og framtíð íslenskunnar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar í dag frá klukkan 10 til 12. 22.5.2022 10:17 Tekinn ölvaður með tvö börn í aftursætinu Karlmaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Hann reyndist vera með tvö ungbörn í bílnum, sem var í kjölfarið komið í hendur barnaverndaryfirvalda. 22.5.2022 10:16 Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum. 22.5.2022 07:01 Hlaupari í Brooklyn-hálfmaraþoninu hneig niður og lést við markið 30 ára gamall maður lést þegar hann kom í mark í Brooklyn-hálfmaraþoninu í New York í dag. Samkvæmt slökkviliði borgarinnar voru alls sextán þátttakendur fluttir á sjúkrahús, þar af fimm hvers ástand er alvarlegt. 21.5.2022 22:59 Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. 21.5.2022 22:38 Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. 21.5.2022 22:25 Sauðburði víða lokið eða er senn að ljúka Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búin. Á bænum Álftavatni í Snæfellsbæ hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. 21.5.2022 21:32 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21.5.2022 21:21 Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. 21.5.2022 20:32 „Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. 21.5.2022 20:02 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21.5.2022 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 21.5.2022 18:10 Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni. 21.5.2022 16:00 Slökktu eld við Vesturgötu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti í dag eld við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur. Eldurinn kom upp í skúr á milli húsa. Engan sakaði. 21.5.2022 15:38 Sjá næstu 50 fréttir
Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana. 23.5.2022 10:07
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23.5.2022 09:47
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23.5.2022 09:11
Fundu afskorið höfuð þingmanns sem var saknað Lögregla í Nígeríu fann afskorið höfuð þingmanns sem hvarf í Anambra-ríki í síðustu viku. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins en aðstoðarmaður þingmannsins hvarf með honum. 23.5.2022 08:40
Höfðu afskipti af manni sem sagðist vera í sólbaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að grjóti hefði verið kastað í rúðu þannig að hún brotnaði og flugelda í kjölfarið hent inn um gluggann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en að hennar sögn er ekki vitað hver framdi verknaðinn. 23.5.2022 08:22
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23.5.2022 08:00
Skjálfti 3,5 norðaustur af Grindavík í morgun Skjálfti 3,5 að stærð varð norðaustur af Grindavík klukkan 7:15 í morgun. 23.5.2022 07:52
Hiti að þrettán stigum og hlýjast sunnantil Spáð er breytilegri átt í dag þar sem yfirleitt verða þrír til átta metrar á sekúndu, en norðaustan fimm til tíu norðvestantil á landinu. 23.5.2022 07:44
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23.5.2022 07:30
Liðsforingi hjá íranska byltingarverðinum skotinn til bana Liðsforingi hjá írönsku byltingarvörðunum, sem eru ein valdamesta stofnun Írans, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gær. 23.5.2022 07:19
Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23.5.2022 07:13
Um helmingur Breta myndi ekki íhuga rafbíl næsta áratuginn Um helmingur breskra ökumanna myndi ekki íhuga að skipta yfir í rafbíl, vegna efasemda um drægni þeirra og hleðslu samkvæmt nýrri rannsókn, tryggingafélagsins NFU Mutual. Rannsóknin tók til rúmlega 1000 breskra ökumanna. 45 prósent þátttakenda sögðust ekki geta hugsað sér að skipta dísel eða bensín bíl sínum fyrir rafbíl á næsta áratug. 23.5.2022 07:01
Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23.5.2022 06:53
Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22.5.2022 23:15
Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðaróhapp Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð vegna umferðaróhapps. Ekki er vitað hversu lengi göngin verða lokuð. 22.5.2022 23:07
Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna. 22.5.2022 22:21
Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina. 22.5.2022 21:04
Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22.5.2022 20:00
Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. 22.5.2022 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðreisn hefur ásamt Samfylkingunni og Pírötum kallað eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsóknarflokkinn í borginni. Við ræðum við oddvita Framsóknar í beinni við Ráðhúsið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. 22.5.2022 18:14
Eftirför í Hafnarfirði Um hádegisbilið í dag var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og hafði sökudólgurinn stungið af á ökutæki sínu. Lögreglan gat staðsett bifreiðina og gaf manninum merki um að stöðva akstur en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Við það hófst eftirför þar sem maðurinn ók meðal annars gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming. Lögregla náði að lokum að stöðva akstur mannsins og var hann handtekinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur. 22.5.2022 18:00
Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. 22.5.2022 16:31
Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22.5.2022 14:55
Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. 22.5.2022 14:30
Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22.5.2022 13:52
Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22.5.2022 13:09
„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22.5.2022 12:27
Sker upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug“ í Ástralíu Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina. 22.5.2022 11:20
Vaktin: Herlög gilda í þrjá mánuði í viðbót Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru 22.5.2022 10:50
Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22.5.2022 10:27
Blíðviðri í borginni Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu, en 8 til 13 metrar á sekúndu á Faxaflóasvæðinu. Láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og hiti á bilinu 3 til 8 stig norðan- og austanlands og þokuloft við ströndina framan af degi. Sunnantil verður víða léttskýjað og hiti allt að 16 stig. 22.5.2022 10:24
Úkraínustríðið, húsnæðismál og framtíð íslenskunnar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar í dag frá klukkan 10 til 12. 22.5.2022 10:17
Tekinn ölvaður með tvö börn í aftursætinu Karlmaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Hann reyndist vera með tvö ungbörn í bílnum, sem var í kjölfarið komið í hendur barnaverndaryfirvalda. 22.5.2022 10:16
Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum. 22.5.2022 07:01
Hlaupari í Brooklyn-hálfmaraþoninu hneig niður og lést við markið 30 ára gamall maður lést þegar hann kom í mark í Brooklyn-hálfmaraþoninu í New York í dag. Samkvæmt slökkviliði borgarinnar voru alls sextán þátttakendur fluttir á sjúkrahús, þar af fimm hvers ástand er alvarlegt. 21.5.2022 22:59
Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. 21.5.2022 22:38
Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. 21.5.2022 22:25
Sauðburði víða lokið eða er senn að ljúka Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búin. Á bænum Álftavatni í Snæfellsbæ hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. 21.5.2022 21:32
Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21.5.2022 21:21
Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. 21.5.2022 20:32
„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. 21.5.2022 20:02
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21.5.2022 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 21.5.2022 18:10
Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni. 21.5.2022 16:00
Slökktu eld við Vesturgötu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti í dag eld við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur. Eldurinn kom upp í skúr á milli húsa. Engan sakaði. 21.5.2022 15:38