Um helmingur Breta myndi ekki íhuga rafbíl næsta áratuginn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. maí 2022 07:01 45% Breta segjast ekki vilja skipta í rafbíl á næstu tíu árum. Vísir/Getty Um helmingur breskra ökumanna myndi ekki íhuga að skipta yfir í rafbíl, vegna efasemda um drægni þeirra og hleðslu samkvæmt nýrri rannsókn, tryggingafélagsins NFU Mutual. Rannsóknin tók til rúmlega 1000 breskra ökumanna. 45 prósent þátttakenda sögðust ekki geta hugsað sér að skipta dísel eða bensín bíl sínum fyrir rafbíl á næsta áratug. Af þeim 45% sem sögðust ekki sjá fyrir sér að skipta í rafbíl á næstu tíu árum, sögðu 58% að að drægni rafbíla væri helsta ástæða þess að þau væru haldin efasemdum. Um 44% sögðu að hleðslutími rafbíla væri ástæðan fyrir því að þau væru ekki tilbúin að skipta. Um 29% þátttakenda í rannsókninni sögðust tilbúin að íhuga að skipta á næstu fimm árum á meðan um 16% sögðust myndu íhuga skipti í rafbíl á næstu tíu árum. Sjö prósent þátttakenda sögðust íhuga að skipta í tvinnbíl en ekki hreinan rafbíl. Einungis 47% Lundúnabúa bera fyrir sig skorti á hleðslustöðvum sem ástæðu til að skipta ekki í rafbíl. Það hlutfall breytist þegar íbúar austurhluta Englands eru spurðir og hækkar þar í 70%. Sambærilegt hlutfall er í Wales og á Norður Írlandi, 68 og 65%. „Þrátt fyrir að talsvert hlutfall þátttakenda segist ekki mundu skipa yfir í rafbíla á næstu tíu árum, þá teljum við að þetta muni breytast hratt á næstu árum ef innviðauppbygging heldur áfram, sérstaklega í dreifðari byggðarlögum,“ sagði Andrew Chalk, sérfræðingur NFU Mutual. Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent
Af þeim 45% sem sögðust ekki sjá fyrir sér að skipta í rafbíl á næstu tíu árum, sögðu 58% að að drægni rafbíla væri helsta ástæða þess að þau væru haldin efasemdum. Um 44% sögðu að hleðslutími rafbíla væri ástæðan fyrir því að þau væru ekki tilbúin að skipta. Um 29% þátttakenda í rannsókninni sögðust tilbúin að íhuga að skipta á næstu fimm árum á meðan um 16% sögðust myndu íhuga skipti í rafbíl á næstu tíu árum. Sjö prósent þátttakenda sögðust íhuga að skipta í tvinnbíl en ekki hreinan rafbíl. Einungis 47% Lundúnabúa bera fyrir sig skorti á hleðslustöðvum sem ástæðu til að skipta ekki í rafbíl. Það hlutfall breytist þegar íbúar austurhluta Englands eru spurðir og hækkar þar í 70%. Sambærilegt hlutfall er í Wales og á Norður Írlandi, 68 og 65%. „Þrátt fyrir að talsvert hlutfall þátttakenda segist ekki mundu skipa yfir í rafbíla á næstu tíu árum, þá teljum við að þetta muni breytast hratt á næstu árum ef innviðauppbygging heldur áfram, sérstaklega í dreifðari byggðarlögum,“ sagði Andrew Chalk, sérfræðingur NFU Mutual.
Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent