Fleiri fréttir

Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand

„Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár.

Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana

Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

„Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar

Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð.

Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar

Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi.

Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags

Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna.

„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“

Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili.

Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar.

Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda

Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda.

Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni.

Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Við ræðum við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í fréttatímanum.

77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins

Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni.

Bætti sitt eigið met með 26. ferðinni

Sjerpinn Kami Rita bætti sitt eigið heimsmet í morgun þegar hann kleif Mount Everest í 26. skiptið. Rita er 52 ára gamall og fór fyrst upp á toppinn árið 1994.

Grímuklæddir á rafskútum að stela gaskútum

Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um fjóra einstaklinga á rafskútum sem voru að stela gaskútum í hverfi 108. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þeir grunuðu fundust ekki þrátt fyrir mikla leit lögreglu.

„Það er allt á hvolfi alls staðar hérna“

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Vaxtarverkir hafa fylgt þessu og því er frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna uppbygging á innviðum ofarlega í huga.

Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi

Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur, þingmann stjórnarandstöðunnar og Drífu Snædal forseta ASÍ í kvöldfréttartímanum.

Útlit fyrir sögulegan sigur Sinn Fein

Allt stefnir í stórsigur Sinn Fein í kosningunum á Norður-Írlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flokkur þjóðernissinna er stærsti flokkur landsins. 

Söguleg skóflustunga í beinu framhaldi af útskrift

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku í dag sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Þetta kemur fram í skeyti frá Runólfi Ágústssyni skólastjóra.

Ný hljóð við Hörpu með komu nýs útilistaverks

Útilistaverkið Himinglæva var afhjúpað fyrir framan Hörpu í dag. Listaverkið er eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu og er fagurlega formað hljóðfæri. Tónar heyrast frá listaverkinu þegar vindurinn blæs.

Frænka situr uppi með kostnaðinn eftir deilur um faðerni

Kona nokkur hefur verið dæmd til að greiða ekkju bróður síns og syni hans málskostnað og kærumálskostnað vegna faðernismáls sem hún höfðaði eftir að bróðir hennar féll óvænt frá. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti á dögunum.

For­eldrar munu á­fram funda um upp­lausnar­á­stand í Flens­borg

Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara.

Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus

Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna.

Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel

Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. Við ræðum við forseta Íslands í hádegisfréttum.

Hildur nýr formaður Kvenna í orkumálum

Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður Kvenna í orkumálum á aðalfundi félagsins þann 5. maí. Hildur tekur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins.

Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna

Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna.

Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland

Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það.

Sjá næstu 50 fréttir