Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2022 07:59 Carla Sands og Kim Kielsen í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn árið 2019 að skoða kort af norðurslóðum. Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland: Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland:
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05
Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35