Fleiri fréttir Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21.2.2022 19:02 Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. 21.2.2022 19:01 Leit að Sigurði ekki enn borið árangur Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. 21.2.2022 18:34 Braut gegn dóttur sinni og tveimur systurdætrum Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. 21.2.2022 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna ofsaveðurs sem gengur yfir allt landið í kvöld. Rauðar stormviðvaranir taka gildi innan skamms en almannavarnir hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í gríðarlegum leysingum. Víðir Reynisson ræðir við okkur í beinni útsendingu í kvöld. 21.2.2022 18:01 Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. 21.2.2022 17:52 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21.2.2022 17:47 Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. 21.2.2022 17:34 Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. 21.2.2022 16:39 Öllu flugi í fyrramálið frestað eða aflýst Öllu flugi íslensku flugfélaganna til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt og í fyrramálið hefur verið frestað eða aflýst vegna óveðursins. Allar flugferðir Icelandair frá Bandaríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólarhring. 21.2.2022 16:23 Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. 21.2.2022 16:14 Fyrsta andlát vegna Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin. 21.2.2022 15:57 „Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. 21.2.2022 15:20 Borgarstjóri sá síðasti í fjölskyldunni til að fá Covid-19 Dagur B. Eggertsson hefur fengið staðfestingu á Covid-19 smiti. Hann segir niðurstöðuna ekki koma á óvart enda sé hann sá síðasti af sex meðlimum fjölskyldunnar sem hafa skipst á að smitast frá því í janúar. 21.2.2022 15:13 Einræðisherrar, auðjöfrar og fíkniefnabarónar meðal viðskiptavina Credit Suisse Meira en sex þúsund þeirra þrjátíu þúsund sem eiga í viðskiptum við svissneska bankann Credit Suisse eru frá aðeins fjórum ríkjum: Venesúela, Egyptalandi, Úkraínu og Taílandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa strítt við mikinn pólitískan óstöðugleika. 21.2.2022 15:01 Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21.2.2022 14:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21.2.2022 14:34 Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. 21.2.2022 14:27 Laus hross vegna yfirfullra skurða Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi. 21.2.2022 14:12 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21.2.2022 14:06 Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21.2.2022 14:03 UWAGA SZTORM! Czerwony alert pogodowy Sztorm, który uderzył w Islandię może spowodować wiele szkód i mieszkańcy są proszeni o zachowanie szczególnej ostrożności i pozostanie w domach. W czasie obowiązywania czerwonego alertu nikt nie powinien podróżować. 21.2.2022 13:34 Ósamþykkt 16 fermetra „íbúð“ á 17 og hálfa milljón Svo virðist sem einskonar sturlun hafi gripið um sig á fasteignamarkaði og er slegist um eignir. Fasteignasali til 32 ára segist aldrei hafa séð annað eins. 21.2.2022 13:24 Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. 21.2.2022 13:18 Forsendur fyrir því að heimila covid-smituðu heilbrigðisstarfsfólki að mæta til vinnu Sóttvarnalæknir telur forsendur fyrir því að heimila starfsfólki heilbrigðisstofnana að mæta til vinnu, sé það einkennalaust. Þegar hefur eitt hjúkrunarheimili fengið undanþágu frá einangrun. 21.2.2022 12:44 Biðla til fólks að fara ekki yfir Öxnadalsheiði Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til fólks að leggja ekki af stsað á Öxnadalsheiði vegna lélgrar færðar og umferðaróhapps. 21.2.2022 12:14 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21.2.2022 11:57 Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21.2.2022 11:55 UN Women: Íslensk framlög til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis Tæplega tvö þúsund konur hafa nýtt sér verkefni UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis en verkefnið er stutt af landsnefnd UN Women á Íslandi með fjármagni sem fékkst af sölu FO bolsins hjá landsnefnd UN Women á Íslandi haustið 2021. 21.2.2022 11:47 Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. 21.2.2022 11:36 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt um óveðrið sem er í aðsigi en appelsínugular viðvaranir verða í gildi og jafnvel rauðar sumstaðar í nótt. 21.2.2022 11:34 Lýsa eftir Sigurði Kort Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár. 21.2.2022 10:55 Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. 21.2.2022 10:53 2.393 greindust smitaðir innanlands í gær 2.393 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í fyrradag en þá greindust 2.692 smitaðir af veirunni. 21.2.2022 10:48 Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21.2.2022 10:47 Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. 21.2.2022 10:06 Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21.2.2022 08:30 Saka Kínverja um að hafa lýst upp herþotu með leysigeisla Áströlsk hernaðaryfirvöld eru ekki par sátt með kollega þeirra frá Kína, eftir að kínverskt herskip beindi kraftmiklum leysigeisla að ástralskri herþotu. 21.2.2022 08:03 Vilja að styttu af Leópold konungi verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb Nefnd á vegum borgarstjórnarinnar í Brussel hefur lagt það til að bronsstyttu af Leópold II, Belgakonungi, verði brædd og henni breytt í minnisvarða um milljónirnar sem fórust á valdatíma hans í belgísku Kongó. 21.2.2022 07:39 Túristar aftur velkomnir til Ástralíu Ástralía hefur opnað á komu erlendra gesta í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár en landinu var svo gott sem lokað í kórónuveirufaraldrinum í mars árið 2020. 21.2.2022 07:09 Renault er að vinna að vetnisbíl Franski framleiðandinn kynnti nýlega hugmyndabíls sem notast við vetni. Myndin af hugmyndabílnum gefur lítið upp en bíllinn gæti verið afar spennandi. Sérstaklega þar sem um vetnisbíl er að ræða. Er um straumhvörf að ræða? 21.2.2022 07:00 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21.2.2022 06:57 Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21.2.2022 06:45 Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards látinn Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards er látinn aðeins 31 árs gamall. Tónlistarfyrirtæki hans SBTV kom mörgum stærstu stjörnum Bretlands á kortið. 20.2.2022 23:41 Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. 20.2.2022 23:01 Sjá næstu 50 fréttir
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21.2.2022 19:02
Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. 21.2.2022 19:01
Leit að Sigurði ekki enn borið árangur Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. 21.2.2022 18:34
Braut gegn dóttur sinni og tveimur systurdætrum Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. 21.2.2022 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna ofsaveðurs sem gengur yfir allt landið í kvöld. Rauðar stormviðvaranir taka gildi innan skamms en almannavarnir hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í gríðarlegum leysingum. Víðir Reynisson ræðir við okkur í beinni útsendingu í kvöld. 21.2.2022 18:01
Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. 21.2.2022 17:52
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21.2.2022 17:47
Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. 21.2.2022 17:34
Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. 21.2.2022 16:39
Öllu flugi í fyrramálið frestað eða aflýst Öllu flugi íslensku flugfélaganna til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt og í fyrramálið hefur verið frestað eða aflýst vegna óveðursins. Allar flugferðir Icelandair frá Bandaríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólarhring. 21.2.2022 16:23
Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. 21.2.2022 16:14
Fyrsta andlát vegna Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin. 21.2.2022 15:57
„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. 21.2.2022 15:20
Borgarstjóri sá síðasti í fjölskyldunni til að fá Covid-19 Dagur B. Eggertsson hefur fengið staðfestingu á Covid-19 smiti. Hann segir niðurstöðuna ekki koma á óvart enda sé hann sá síðasti af sex meðlimum fjölskyldunnar sem hafa skipst á að smitast frá því í janúar. 21.2.2022 15:13
Einræðisherrar, auðjöfrar og fíkniefnabarónar meðal viðskiptavina Credit Suisse Meira en sex þúsund þeirra þrjátíu þúsund sem eiga í viðskiptum við svissneska bankann Credit Suisse eru frá aðeins fjórum ríkjum: Venesúela, Egyptalandi, Úkraínu og Taílandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa strítt við mikinn pólitískan óstöðugleika. 21.2.2022 15:01
Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21.2.2022 14:59
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21.2.2022 14:34
Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. 21.2.2022 14:27
Laus hross vegna yfirfullra skurða Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi. 21.2.2022 14:12
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21.2.2022 14:06
Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21.2.2022 14:03
UWAGA SZTORM! Czerwony alert pogodowy Sztorm, który uderzył w Islandię może spowodować wiele szkód i mieszkańcy są proszeni o zachowanie szczególnej ostrożności i pozostanie w domach. W czasie obowiązywania czerwonego alertu nikt nie powinien podróżować. 21.2.2022 13:34
Ósamþykkt 16 fermetra „íbúð“ á 17 og hálfa milljón Svo virðist sem einskonar sturlun hafi gripið um sig á fasteignamarkaði og er slegist um eignir. Fasteignasali til 32 ára segist aldrei hafa séð annað eins. 21.2.2022 13:24
Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. 21.2.2022 13:18
Forsendur fyrir því að heimila covid-smituðu heilbrigðisstarfsfólki að mæta til vinnu Sóttvarnalæknir telur forsendur fyrir því að heimila starfsfólki heilbrigðisstofnana að mæta til vinnu, sé það einkennalaust. Þegar hefur eitt hjúkrunarheimili fengið undanþágu frá einangrun. 21.2.2022 12:44
Biðla til fólks að fara ekki yfir Öxnadalsheiði Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til fólks að leggja ekki af stsað á Öxnadalsheiði vegna lélgrar færðar og umferðaróhapps. 21.2.2022 12:14
Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21.2.2022 11:57
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21.2.2022 11:55
UN Women: Íslensk framlög til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis Tæplega tvö þúsund konur hafa nýtt sér verkefni UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis en verkefnið er stutt af landsnefnd UN Women á Íslandi með fjármagni sem fékkst af sölu FO bolsins hjá landsnefnd UN Women á Íslandi haustið 2021. 21.2.2022 11:47
Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. 21.2.2022 11:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt um óveðrið sem er í aðsigi en appelsínugular viðvaranir verða í gildi og jafnvel rauðar sumstaðar í nótt. 21.2.2022 11:34
Lýsa eftir Sigurði Kort Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár. 21.2.2022 10:55
Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. 21.2.2022 10:53
2.393 greindust smitaðir innanlands í gær 2.393 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í fyrradag en þá greindust 2.692 smitaðir af veirunni. 21.2.2022 10:48
Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21.2.2022 10:47
Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. 21.2.2022 10:06
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21.2.2022 08:30
Saka Kínverja um að hafa lýst upp herþotu með leysigeisla Áströlsk hernaðaryfirvöld eru ekki par sátt með kollega þeirra frá Kína, eftir að kínverskt herskip beindi kraftmiklum leysigeisla að ástralskri herþotu. 21.2.2022 08:03
Vilja að styttu af Leópold konungi verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb Nefnd á vegum borgarstjórnarinnar í Brussel hefur lagt það til að bronsstyttu af Leópold II, Belgakonungi, verði brædd og henni breytt í minnisvarða um milljónirnar sem fórust á valdatíma hans í belgísku Kongó. 21.2.2022 07:39
Túristar aftur velkomnir til Ástralíu Ástralía hefur opnað á komu erlendra gesta í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár en landinu var svo gott sem lokað í kórónuveirufaraldrinum í mars árið 2020. 21.2.2022 07:09
Renault er að vinna að vetnisbíl Franski framleiðandinn kynnti nýlega hugmyndabíls sem notast við vetni. Myndin af hugmyndabílnum gefur lítið upp en bíllinn gæti verið afar spennandi. Sérstaklega þar sem um vetnisbíl er að ræða. Er um straumhvörf að ræða? 21.2.2022 07:00
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21.2.2022 06:57
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21.2.2022 06:45
Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards látinn Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards er látinn aðeins 31 árs gamall. Tónlistarfyrirtæki hans SBTV kom mörgum stærstu stjörnum Bretlands á kortið. 20.2.2022 23:41
Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. 20.2.2022 23:01