Fleiri fréttir

Rittenhouse vill fá riffilinn aftur

Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki.

Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví

„Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Finnar flýta afléttingu

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að hefja afléttingu sóttvarnartakmarkana vegna Covid-19 fyrr en gert var ráð fyrir, þar sem álag á heilbrigðiskerfið þar fer minnkandi.

Ellý vill annað sætið hjá Framsókn í Árborg

Ellý Tómasdóttir ætlar að gefa kost á sér í annað sætið í prófkjöri Framsóknar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ellý er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem forstöðumaður í Frístundaklúbbi á Selfossi. 

Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir.

„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér.

Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar.

Von á norða­ná­hlaupi og gular við­varanir taka gildi í kvöld

Skammt vestan við Vestfirði er nú 984 millibara lægð sem veldur því að á landinu er suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og víða él. Þegar líður á daginn mun lægðin fara austur með norðurströndinni og því er von á skammvinnu norðanáhlaupi síðdegis og í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi víða á landinu í síðar í dag.

Til­kynnt um að hundur hafi bitið barn

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu.

Keyrði próf­laus í sjö­tíu ár

Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938.

Evrópu­sam­bandið gefur grænt ljós á lyf Pfizer

Lyfjastofnun Evrópu hefur nú gefið grænt ljós á notkun Pfizer-lyfsins Paxlovid gegn Covid-19. Lyfið er hugsað til meðhöndlunar á þeim sem taldir eru í hættu á að veikjast alvarlega af veirunni.

Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum

Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna.

Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira

Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti.

Telur að Ís­lendingar muni fyrir­gefa Dönum

Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar.

Ásta tekur við í stað Harðar

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hörður J. Oddfríðarson hætti trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna fyrr í dag. 

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri

Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

„Ég kenni ekki kyrkingar“

Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið.

Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu.

Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás

Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára og neyddist til að fara í meðferð. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Segir Mannlíf hafa brotið fjöl­miðla­lög

Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu.

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Söfnuðu ríf­lega 1,3 milljónum radd­sýna

Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni.

Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni

Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa.

Patrzą w przyszłość z nadzieją

Stan niepewności powodowany przez COVID-19, nadal utrzymuje się na wysokim poziomie. Jednak jest nadzieja na to, że koniec epidemii jest bliski.

Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð.

RÚV keypti kostað kynningar­efni og sýndi sem heimildar­­mynd

Ríkisútvarpið sendi í gær út þátt um jarðgöng á Norðurlandi sem kostaður er af Vegagerðinni og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, verkefni sem meðal annars er ætlað að efla byggðaþróun. Varaformaður Blaðamannafélagsins segist líta á þáttinn sem kynningarefni en ekki heimildarþátt.

Sjá næstu 50 fréttir