Gordon Murray kynnir T.33 léttan ofurbíl til hversdagsnota Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. janúar 2022 07:01 GMA T.33 T.33 er nýjasti ofurbíllinn úr smiðju hins goðsagnakennda Gordon Murray. Hann er knúinn áfram með 607 hestafla V12 sem snýst upp í 11.100 snúninga. Verðmiðinn er um 244 milljónir króna. Gordon Murray er ábyrgur fyrir hönnun einhverra mögnuðustu Formúlu 1 bíla sögunnar. Brabham BT52 sem dæmi. Auk þess hannaði hann einn beinskeyttasta götubíl sögunnar í hinum einstaka McLaren F1. Hönnuður T.33 hefur því ágætis ferilskrá. Myndband frá kynningu á T.33 frá GMA (Gordon Murray Automotive) „Með T.33 öðrum nýja bílnum okkar [bílasmíðafyrirtækis Murray] var markmiðið einfalt. Að skapa aðra tímalausa hönnun. Hann hefur verið hannaður og smíðaður samkvæmt sömu stöðlum og T.50, með sömu áherslu á ökumanninn, frammistöðu, léttan bíl, yfirburði og hreina hönnun en útkoman er allt öðru vísi bifreið [en T.50]. Þetta er bíll þar sem þægindi, áreynslulaus frammistaða og dagleg notagildi voru sett framar í forgangsröðina.“ sagði Murray við kynningu bílsins. „Hann er ekki stór eða breiður miðað við nútíma ofurbíla,“ bætti Murray við. V12 vélin frá Cosworth. Murray segir að þegar maður er með bestu V12 vél í sögu sprengihreyfla þá er bilun að nota hana ekki aftur. Að því sögðu hefur hún verið aðlöguð og stillt til að henta betur langferðum sem T.33 er ætlaður í. Stýri og mælaborð í T.33. „Ég hef alltaf viljað hanna bifreið þar sem loftinntakið er á vélinni líkt og á Formúlu 1 bílum á áttunda áratugnum. Á T.33 hreyfist loftinntakið á bílnum sjálfstætt þrátt fyrir að það nái upp fyrir þakið,“ sagði Murray að lokum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Gordon Murray er ábyrgur fyrir hönnun einhverra mögnuðustu Formúlu 1 bíla sögunnar. Brabham BT52 sem dæmi. Auk þess hannaði hann einn beinskeyttasta götubíl sögunnar í hinum einstaka McLaren F1. Hönnuður T.33 hefur því ágætis ferilskrá. Myndband frá kynningu á T.33 frá GMA (Gordon Murray Automotive) „Með T.33 öðrum nýja bílnum okkar [bílasmíðafyrirtækis Murray] var markmiðið einfalt. Að skapa aðra tímalausa hönnun. Hann hefur verið hannaður og smíðaður samkvæmt sömu stöðlum og T.50, með sömu áherslu á ökumanninn, frammistöðu, léttan bíl, yfirburði og hreina hönnun en útkoman er allt öðru vísi bifreið [en T.50]. Þetta er bíll þar sem þægindi, áreynslulaus frammistaða og dagleg notagildi voru sett framar í forgangsröðina.“ sagði Murray við kynningu bílsins. „Hann er ekki stór eða breiður miðað við nútíma ofurbíla,“ bætti Murray við. V12 vélin frá Cosworth. Murray segir að þegar maður er með bestu V12 vél í sögu sprengihreyfla þá er bilun að nota hana ekki aftur. Að því sögðu hefur hún verið aðlöguð og stillt til að henta betur langferðum sem T.33 er ætlaður í. Stýri og mælaborð í T.33. „Ég hef alltaf viljað hanna bifreið þar sem loftinntakið er á vélinni líkt og á Formúlu 1 bílum á áttunda áratugnum. Á T.33 hreyfist loftinntakið á bílnum sjálfstætt þrátt fyrir að það nái upp fyrir þakið,“ sagði Murray að lokum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent