Fleiri fréttir Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3.1.2022 08:47 Úkraínskur ráðherra kvartar til Netflix vegna persónu í Emily in Paris Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur sent formlegt erindi til Netflix og kvartað undan persónu í þáttunum Emily in Paris. Þeir segja hana „óásættanlega skrípamynd“ af úkraínskri konu. 3.1.2022 08:41 Forsætisráðherrann hættir eftir mótmæli síðustu daga Forsætisráðherra Súdans hefur sagt af sér embætti en síðustu daga hafa þúsundir mótmælt ríkisstjórn hans í höfuðborginni Khartoum. 3.1.2022 08:29 Sækist ekki eftir endurkjöri og styður Hildi Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor. 3.1.2022 08:16 Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. 3.1.2022 07:45 Stormur austantil á landinu og gular viðvaranir í gildi Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan stormi eða roki austantil á landinu í dag, hvassast á Austfjörðum, og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum fram á kvöld. 3.1.2022 07:12 Elsta manneskja heims fagnar 119 ára afmælinu Kane Tanaka fagnaði afmæli sínu á elliheimili í Japan í gær en hún er elsta manneskja heims, 119 ára að aldri. Tanaka segis staðráðin í að bæta metið á næsta ári. 3.1.2022 07:05 Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3.1.2022 07:01 Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. 3.1.2022 06:48 Eftirlýstur handtekinn í verslunarmiðstöð og ungar konur vegna slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í gær kölluð til vegna manns í verslunarmiðstöð sem grunaður var um þjófnað. Í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur af lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. 3.1.2022 06:13 Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2.1.2022 23:59 Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. 2.1.2022 23:50 Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2.1.2022 23:30 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2.1.2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2.1.2022 20:31 Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. 2.1.2022 20:14 Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum. 2.1.2022 20:07 Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu við Suðurlandsveg Suðurlandsvegi var lokað undir Ingólfsfjalli tímabundið nú í kvöld eftir að bíll með fjóra innanborðs valt út af veginum. Enginn er talinn alvarlega slasaður eftir veltuna. 2.1.2022 20:06 Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum. 2.1.2022 19:12 Bundu niður fjúkandi þak og aðstoðuðu við sjúkraflutninga Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út nokkuð oft í dag og sinnt ýmsum verkefnum. Gærdagurinn var einnig nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum, vegna veðurs. 2.1.2022 18:59 Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. 2.1.2022 18:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að það hafi verið mistök að fresta ekki skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Hann á von á háum smittölum næstu daga. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er aðeins einn bólusettur. 2.1.2022 18:00 Mæðgin sameinuð eftir 30 ára aðskilnað Þegar Li Jingwei var fjögurra ára var honum rænt og hann seldur í mansal. Kort sem hann teiknaði og deildi á samfélagsmiðli leiddi til þess að móðir hans fannst. 2.1.2022 17:05 Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. 2.1.2022 16:02 Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. 2.1.2022 16:00 Svifryk ekki yfir mörkum á nýársdag Svifryk á höfuðborgarsvæðinu fór ekki yfir heilusverndarmörk á nýársdag. Mest svifryk mældist í Vesturbænum og við Bústaðaveg. 2.1.2022 15:04 Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. 2.1.2022 14:06 Sjö af átta með Covid-19 á gjörgæslu óbólusettir Tuttugu og tveir eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Átta eru á gjörgæslu en sex þeirra eru í öndunarvél. 2.1.2022 14:05 Miklar skemmdir á þinghúsinu í Höfðaborg Eldur kviknaði í suðurafríska þinghúsinu í morgun og breiddist hratt út. Þak hússins er fallið saman og miklar skemmdir urðu á elstu hlutum byggingarinnar. 2.1.2022 13:57 Tekist á um hvort Katrín gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins Í niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Maskínu sem kynnt var í Kryddsíld á gamlársdag var meðal annars farið yfir frammistöðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson var talinn hafa staðið sig best allra en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verst. 2.1.2022 13:54 Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. 2.1.2022 13:31 Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2.1.2022 13:05 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2.1.2022 12:16 Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögregla rannsakar skotárás á íbúð í Kórahverfi í gær en sjö skotárásir hafa verið gerðar á heimili í hverfinu á síðastliðnum mánuði. 2.1.2022 11:30 Íbúar hvattir til að spara heita vatnið vegna bilunar í dælu hjá Rangárveitum Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum, sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Vegna þessa er lægri þrýstingur á kerfinu á veitusvæðinu öllu og íbúar hvattir til að spara heita vatnið. 2.1.2022 11:28 Skotið á íbúð í Kórahverfi á nýársmorgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar skotárás sem gerð var á íbúð í Kórahverfi í gærmorgun. Um er að ræða sjöundu skotárásina á heimili í hverfinu frá því í byrjun desember. 2.1.2022 10:54 548 innanlandssmit 548 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 2.1.2022 09:31 Steingrímur J. og Ólafur Þ. rifja upp liðna tíð í Sprengisandi Sprengisandur snýr aftur eftir hátíðarnar á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10:00 og verður aðeins öðruvísi en fyrri þættir. 2.1.2022 09:25 Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. 2.1.2022 08:26 Þinghús Suður-Afríku brennur Mikill eldur brennur nú í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Tugir slökkviliðsmanna eru við störf við að slökkva eldinn og mikill, svartur reykur stígur upp frá húsinu. 2.1.2022 08:00 Mun betra ferðaveður í dag en í gær Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. 2.1.2022 07:32 Gróðureldar og flugeldastúss á borði lögreglu í nótt Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu. 2.1.2022 07:25 Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1.1.2022 23:01 Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1.1.2022 21:20 Tveggja saknað eftir elda í Colorado Tveggja er saknað eftir gróðurelda sem skekið hafa úthverfi bandarísku borgarinnar Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hundruð heimila hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra. 1.1.2022 20:31 Sjá næstu 50 fréttir
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3.1.2022 08:47
Úkraínskur ráðherra kvartar til Netflix vegna persónu í Emily in Paris Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur sent formlegt erindi til Netflix og kvartað undan persónu í þáttunum Emily in Paris. Þeir segja hana „óásættanlega skrípamynd“ af úkraínskri konu. 3.1.2022 08:41
Forsætisráðherrann hættir eftir mótmæli síðustu daga Forsætisráðherra Súdans hefur sagt af sér embætti en síðustu daga hafa þúsundir mótmælt ríkisstjórn hans í höfuðborginni Khartoum. 3.1.2022 08:29
Sækist ekki eftir endurkjöri og styður Hildi Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor. 3.1.2022 08:16
Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. 3.1.2022 07:45
Stormur austantil á landinu og gular viðvaranir í gildi Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan stormi eða roki austantil á landinu í dag, hvassast á Austfjörðum, og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum fram á kvöld. 3.1.2022 07:12
Elsta manneskja heims fagnar 119 ára afmælinu Kane Tanaka fagnaði afmæli sínu á elliheimili í Japan í gær en hún er elsta manneskja heims, 119 ára að aldri. Tanaka segis staðráðin í að bæta metið á næsta ári. 3.1.2022 07:05
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3.1.2022 07:01
Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. 3.1.2022 06:48
Eftirlýstur handtekinn í verslunarmiðstöð og ungar konur vegna slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í gær kölluð til vegna manns í verslunarmiðstöð sem grunaður var um þjófnað. Í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur af lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. 3.1.2022 06:13
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2.1.2022 23:59
Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. 2.1.2022 23:50
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2.1.2022 23:30
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2.1.2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2.1.2022 20:31
Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. 2.1.2022 20:14
Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum. 2.1.2022 20:07
Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu við Suðurlandsveg Suðurlandsvegi var lokað undir Ingólfsfjalli tímabundið nú í kvöld eftir að bíll með fjóra innanborðs valt út af veginum. Enginn er talinn alvarlega slasaður eftir veltuna. 2.1.2022 20:06
Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum. 2.1.2022 19:12
Bundu niður fjúkandi þak og aðstoðuðu við sjúkraflutninga Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út nokkuð oft í dag og sinnt ýmsum verkefnum. Gærdagurinn var einnig nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum, vegna veðurs. 2.1.2022 18:59
Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. 2.1.2022 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að það hafi verið mistök að fresta ekki skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Hann á von á háum smittölum næstu daga. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er aðeins einn bólusettur. 2.1.2022 18:00
Mæðgin sameinuð eftir 30 ára aðskilnað Þegar Li Jingwei var fjögurra ára var honum rænt og hann seldur í mansal. Kort sem hann teiknaði og deildi á samfélagsmiðli leiddi til þess að móðir hans fannst. 2.1.2022 17:05
Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. 2.1.2022 16:02
Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. 2.1.2022 16:00
Svifryk ekki yfir mörkum á nýársdag Svifryk á höfuðborgarsvæðinu fór ekki yfir heilusverndarmörk á nýársdag. Mest svifryk mældist í Vesturbænum og við Bústaðaveg. 2.1.2022 15:04
Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. 2.1.2022 14:06
Sjö af átta með Covid-19 á gjörgæslu óbólusettir Tuttugu og tveir eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Átta eru á gjörgæslu en sex þeirra eru í öndunarvél. 2.1.2022 14:05
Miklar skemmdir á þinghúsinu í Höfðaborg Eldur kviknaði í suðurafríska þinghúsinu í morgun og breiddist hratt út. Þak hússins er fallið saman og miklar skemmdir urðu á elstu hlutum byggingarinnar. 2.1.2022 13:57
Tekist á um hvort Katrín gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins Í niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Maskínu sem kynnt var í Kryddsíld á gamlársdag var meðal annars farið yfir frammistöðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson var talinn hafa staðið sig best allra en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verst. 2.1.2022 13:54
Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. 2.1.2022 13:31
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2.1.2022 13:05
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2.1.2022 12:16
Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögregla rannsakar skotárás á íbúð í Kórahverfi í gær en sjö skotárásir hafa verið gerðar á heimili í hverfinu á síðastliðnum mánuði. 2.1.2022 11:30
Íbúar hvattir til að spara heita vatnið vegna bilunar í dælu hjá Rangárveitum Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum, sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Vegna þessa er lægri þrýstingur á kerfinu á veitusvæðinu öllu og íbúar hvattir til að spara heita vatnið. 2.1.2022 11:28
Skotið á íbúð í Kórahverfi á nýársmorgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar skotárás sem gerð var á íbúð í Kórahverfi í gærmorgun. Um er að ræða sjöundu skotárásina á heimili í hverfinu frá því í byrjun desember. 2.1.2022 10:54
548 innanlandssmit 548 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 2.1.2022 09:31
Steingrímur J. og Ólafur Þ. rifja upp liðna tíð í Sprengisandi Sprengisandur snýr aftur eftir hátíðarnar á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10:00 og verður aðeins öðruvísi en fyrri þættir. 2.1.2022 09:25
Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. 2.1.2022 08:26
Þinghús Suður-Afríku brennur Mikill eldur brennur nú í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Tugir slökkviliðsmanna eru við störf við að slökkva eldinn og mikill, svartur reykur stígur upp frá húsinu. 2.1.2022 08:00
Mun betra ferðaveður í dag en í gær Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. 2.1.2022 07:32
Gróðureldar og flugeldastúss á borði lögreglu í nótt Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu. 2.1.2022 07:25
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1.1.2022 23:01
Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1.1.2022 21:20
Tveggja saknað eftir elda í Colorado Tveggja er saknað eftir gróðurelda sem skekið hafa úthverfi bandarísku borgarinnar Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hundruð heimila hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra. 1.1.2022 20:31