Fleiri fréttir

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag

Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt.

135 greindust innan­lands

135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Squid Game smyglari dæmdur til dauða

Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina.

Kelfing og bráðnun vegna sjávar aldrei meiri á Grænlandi

Grænlandsjökull tapaði um 166 milljörðum tonna af ís frá september í fyrra til ágúst á þessu ári, tuttugasta og fimmta árið í röð sem jökullinn tapaði meiri ís en hann bætti við sig. Aldrei hefur verið meira massatap vegna kelfingar og bráðnun af völdum hlýsjávar en í ár.

Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði

Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“.

Bensín­lekinn á Hofs­ósi: N1 hefji fram­kvæmdir innan tveggja vikna

Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna.

Reikna með hviðum allt að 45 metrum á sekúndu

Það gengur í norðvestanhvassviðri eða -storm austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í kvöld, og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þessa fyrir bæði Austfirði og Suðausturland. Má búast má við mjög snörpum vindhviðum, yfir 45 metrum á sekúndu, á stöku stað á Suðausturlandi.

Grunar kosninga­svik í Suð­vestur­kjör­dæmi

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum.

Enn fleiri smit á sunnan­verðum Vest­fjörðum

Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.

MeToo mætt af hörku í Kína

Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu.

Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun

Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi.

Engar á­kærur vegna smita í skíða­bænum Ischgl

Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum.

Telja að mannvirki muni þola hlaupið

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

Gular viðvaranir í kortunum

Veðurstofa Íslands varar við leiðindaveðri á Austfjörðum og Suðausturlandi annað kvöld. Líkur eru á samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Gosið búið í bili

Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan.

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala.

Tólf á­kærðir vegna Kar­dashian ránsins í París

Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.

Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld

Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum en dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos.

Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti

Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 

Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu

Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS.

Faldi milljónir á klósettinu í forsetahöllinni

Jafnvirði rúmlega 2,6 milljóna íslenskra króna fannst falið á baðherbergi skrifstofustjóra forseta Perú í forsetahöllinni í Lima þegar saksóknarar gerðu húsleit þar fyrir helgi. Skrifstofustjórinn er til rannsóknar fyrir spillingu og sagði af sér á föstudag.

Szokujące doniesienia o islandzkich „farmach krwi”

Fundacje walczące o prawa zwierząt The Animal Welfare Foundation (AWF) oraz Tierschutzbund Zürich, opublikowały szokujący i bardzo niepokojący film dokumentalny, który ujawnia istnienie „farm krwi” w Islandii.

Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun

Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga.

Afkoma ríkissjóðs 51 milljarði betri en áætlað var

Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna. Afkoman er þó talsvert betri en áætlanir, sem gerðar voru í upphafi árs, gerðu ráð fyrir eða 51 milljarði betri. 

Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar

Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands.

Íshellan í Grímsvötnum farin að síga

Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.

Reiknað með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf ljúki annað kvöld

Enn liggur ekki fyrir hversu margar tillögur koma til atkvæðagreiðslu á Alþingi á morgun varðandi staðfestingu eða synjun kjörbréfa vegna alþingiskosninganna í lok september. Niðurstaða þingsins ræður miklu um hvenær ný ríkissjórn og stjórnarsáttmáli verða kynnt.

Sjá næstu 50 fréttir