Fleiri fréttir

Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti

Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu

Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld.

112 greindust innanlands í gær

117 manns greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þar af voru fimm sem greindust á landamærunum. Því voru þeir sem greindust innanlands 112. 

Segja Peng Shuai hafa verið á tennis­móti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar

Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.

Fjögurra til átta stiga hiti í dag

Búast má við suðvestanátt í dag, yfirleit tíu til fimmtán metrum á sekúndu. Hvassast verður á norðanverðu landinu og á Öræfum, um fimmtán til tuttugu metrar, en snjókoma til fjalla. Ökumenn á Öxnadalsheiði gætu þá lent í vandræðum vegna hríðarveðurs. Á Austurlandi verður skýjað en úrkomulítið og hiti á landinu á bilinu fjögur til átta stig.

Ráku um fimmtíu gesti út rétt fyrir eitt í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af starfsemi veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna brots á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Risasamningur lokakaflinn í sögunni endalausu

Menntamálaráðuneytið er að semja um rúmlega tveggja milljarða króna nýbyggingu á lóð Menntaskólans í Reykjavík, sem þýðir að senn ætti að hilla undir langþráðar framkvæmdir á lóð skólans. Deilt hefur verið um Cösu Christi áratugum saman, en nú kunna örlög hennar að vera ráðin.

Kominn tími til að ræða skyldu­bólu­setningar af al­vöru

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur gríðar­legar á­hyggjur af mikilli upp­sveiflu far­aldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðis­stjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta árs­fjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi.

Ban­vænasta árið frá upp­hafi mælinga

Haldið er upp á minningar­dag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ís­land ekki undan­skilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land­spítalanum er sí­fellt stærri vandi á höndum við að manna störf og á­lagið er enn stig­vaxandi vegna far­aldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í út­hringi­veri Co­vid-göngu­deildarinnar, sem bar undra­verðan árangur. Fjallað verður um málið í kvöld­fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Tuttugu og tveir á Land­spítala vegna Co­vid

Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél.

Islandia w najwyższym stanie zagrożenia na mapie ECDC

Po raz pierwszy od wybuchu epidemii Islandia otrzymała ciemnoczerwony kolor na mapie Europejskiego Centrum ds. Zapobiegania i Kontroli Chorób (ECDC), która pokazuje stan epidemii koronawirusa na kontynencie.

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Fær ekki að flytja inn blendings­hund

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á blendingshundi til Íslands í vikunni. Málið hefur áður komið inn á borð ráðuneytisins. Hundurinn er af tegundinni American Staffordshire Terrier.

Neitar að hafa kallað trans­ konu „karl í kerlinga­pels“

Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungt heilbrigðismenntað fólk. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

133 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 138 með Covid-19 hér á landi. Af þeim voru fimm sem tengdust landamærunum. Því greindust 133 með sjúkdóminn innanlands, samkvæmt bráðabirðgatölum almannavarna.

Mannréttindabrot í miðbænum

Íslandsdeild Amnesty International ýtti úr vör meiri háttar herferð í fyrradag. Yfirskriftin er Þitt nafn bjargar lífi - og um er að ræða stærstu mannréttindaherferð í heimi, sem í ár fagnar 20 ára afmæli.

Börn bjart­sýnni á betri heim en full­orðnir

Niðurstöður nýrrar könnunar UNICEF og Gallup sýna að börn séu bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. 21.000 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í könnuninni en hún var framkvæmd í tuttugu og einu landi.

Þing­menn sendir í hrað­próf

Þeim tilmælum hefur verið beint til allra sem verða viðstaddir þegar nýtt þing kemur saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn að fara í hraðpróf við kórónuveirunni. Um er að ræða ráðstöfun sem ætlað er að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp á Alþingi.

Lögregla skaut á Covid-mótmælendur

Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir.

Frost um allt land í dag

Búast má við norðan- og norðvestanátt í dag, um fimm til þrettán metrum á sekúndu víðast hvar um landið. Þó verður talsvert hvassara á Austfjörðum, eða allt að 20 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað, en þó von á stöku éljum á norðurlandi. Þá má búast við frosti niður í allt að sex stig.

Biden segist reiður yfir sýknu Ritten­hou­se

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð.

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Sjá næstu 50 fréttir