Fleiri fréttir

Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella

Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19.

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti

Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu

Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en ríkisstjórnin situr nú á fundi í Tjarnargötu og ræðir minnisblað sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands.

176 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 82 af þeim 176 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 86 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 91 af þeim sem greindist í gær er fullbólusettur, bólusetning er hafin í tilviki sjö og sjötíu eru óbólusettir.

Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin.

Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun

Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina.

Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn

Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn.

Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma

Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk.

Hertar að­gerðir kynntar í dag

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Sagt upp hjá Eflingu eftir 27 ára starf

„Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vandann sem Sólveig skapaði.“

Skjálfti 3,2 að stærð við Keili

Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í nótt samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn var 3,2 stig í grennd við Keili á Reykjanesi og því væntanlega ótengdur stóra skjálftanum sem reið yfir Suðurlandi í gær.

Kia EV9 rafbíll væntanlegur

Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6.

Hafði í hótunum vopnaður öxi og klippum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi í Hlíðahverfi en hann var vopnaður öxi og stórum klippum og hafði í hótunum við fólk. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og verður tekin skýrsla af honum þegar bráir af honum.

„Við breytum ekki fortíðinni“

„Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002.

Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng

Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður.

Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands.

Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu

„Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum.

Vísar um­mælum björgunar­sveitar­manns al­farið á bug

Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 

Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag

Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku.

Kári segir far­aldurinn farinn gjör­sam­lega úr böndunum

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint.

Skólum lokað á Fáskrúðsfirði

Smit kom upp í tengslum við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í gær. Tekin var ákvörðun um að loka skólanum og leikskólanum í kjölfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn vera orðinn nokkuð stjórnlausan. Metfjöldi smitaðra af veirunni kalli á hertar sóttvarnaaðgerðir. Sóttvarnalæknir undirbýr minnisblað til ráðherrans.

Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smá­sjá

Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 

Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér.

Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits

Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina.

Sjá næstu 50 fréttir