Fleiri fréttir

Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum

Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum.

Segir mark­mið Parísar­sam­komu­lagsins í „öndunar­vél“

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.

„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“

Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar

Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum.

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 

Hundrað smitaðir eftir villi­bráðar­kvöld í Garða­bæ

Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum ræðum við um fjölgun kórónuveirusmita innanlands en í gær féll enn eitt metið, þriðja daginn í röð.

Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands

Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu.

Sex hundraðasti geim­farinn á leið til geim­stöðvarinnar

Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar.

FW De Klerk er allur

Frederik Willem de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og síðasti hvíti maðurinn til að leiða landið, er látinn, 85 ára að aldri.

Lúkasjenka óskar eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi

Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur óskað eftir því að fá lánaðar sprengjuflugvélar, sem geti borið kjarnorkuvopn, frá Rússum. Samkvæmt talsmanni Kreml er Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stöðugu sambandi við Lúkasjenka vegna ástandsins á landamærunum. 

Tvö hundruð greindust innan­lands

Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 

Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi

Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“.

Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna

Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar.

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Bol­sonaro skráir sig í stjórn­mála­flokk

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019.

Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins

Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði.

Víða bjart en fremur kalt

Reikna má með þokkalegasta veðri í dag þar sem víða verður bjart en fremur kalt. Líkur eru á smá úrkomu allra syðst, og eins verður strekkingsvindur þar. Víða frost og að tíu stigum í innsveitum norðaustanlands.

Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína

Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu

„Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“

Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins.

„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“

Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig.

Starfs­menn kalla eftir af­sögn Arnórs

Starfs­menn Mennta­mála­stofnunar sendu frá sér á­lyktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir af­sögn for­stjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfs­manna sem greiddu at­kvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu á­lyktunina.

„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum.

Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir